Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7655 svör fundust

Hvort er tómatur ávöxtur eða grænmeti?

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? kemur skýrt fram að tómatar eru ávextir í fræðilegum skilningi. Þar segir meðal annars:Hin fræðilega skilgreining virðist vera á þann veg að til ávaxta teljist allar þær jurtaafurðir sem vaxið hafa úr egglegi (ovary) frævunnar á plöntu og umlykja fræ...

Nánar

Hvernig er orðið „splúnkunýr” til komið?

Uppruni forliðarins splúnku- í orðinu splúnkunýr er óljós. Orðið virðist ekki tökuorð og helst er giskað á að um blendingsmynd sé að ræða úr orðunum flunkunýr og splundurnýr. Flunkunýr á rætur að rekja til dönsku flunkende ny af sögninni flunke sem merkir 'blika, skína' og splundurnýr er einnig rakið til dönsku...

Nánar

Af hverju er þotuliðið kallað svo?

Orðið þotulið er þýðing á jet set úr ensku. Á 6. áratug 20. aldar fór fólk að nota orðasambandið jet set um hóp ríks fólks sem lifði hátt og flaug gjarnan með þotum milli dvalarstaða sinna hér og þar um heiminn. Á þessum tíma voru þotuferðir ekki eins tíðar og útbreiddar og nú og ákveðinn ljómi var yfir slí...

Nánar

Hvort hafa fílar hala, skott, dindil eða rófu?

Spyrjandi bætir síðan við:Þetta hefur verið mikið umræðuefni á kaffistofunni þannig að gott væri að fá úr þessu skorið!Á ensku nefnist það sem hangir aftan á fílnum tail. Í íslensku er venja að kalla þennan afturliggjandi útlim hala líkt og hjá kúm. Nokkur hár eru á enda halans sem henta vel til að fæla burt f...

Nánar

Hvað er kol?

Kol er lífrænt efni sem myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Ferlið sem leiðir til myndunar kola gengur þannig fyrir sig að trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatn, verða vatnsósa og sökkva. Við það kemst súrefni andrúmsloftsins ekki lengur að plöntuleifunum en loftfælnir gerl...

Nánar

Er hægt að kafa undir Ísland eða er það fast á jarðskorpunni?

Samkvæmt skilningi jarðfræðinnar er Ísland svonefndur heitur reitur. Slíkir reitir myndast þar sem möttulstrókar rísa úr iðrum jarðar, sumir þeirra ná allt niður að mörkum jarðkjarna á 2.900 km dýpi. Undir Íslandi er möttulstrókur sem er um 200 km í þvermál og nær líklega alveg niður að mörkum möttuls og kjarna...

Nánar

Hver er stærsti kaupstaður á landinu?

Orðið kaupstaður í íslensku er skilgreint með lögum. Til dæmis er oft talað um að tiltekinn þéttbýliskjarni hafi fengið kaupstaðarréttindi á tilteknum tíma. Þannig er hægt að telja upp kaupstaðina í landinu og líklegt að slíka upptalningu sé að finna á veraldarvefnum. Að þessu leyti er þetta orð miklu betur afmark...

Nánar

Hvað orð eru notuð um kryddið msg á íslensku?

Samkvæmt upplýsingum úr Orðabanka málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum virðist aðeins eitt íslenskt heiti vera notað fyrir monosodium glutamate. Það er þriðja kryddið. Samheiti er mónónatríum glútamat sem er íslensk aðlögun á erlendu heiti. Á ensku er kryddið iðullega nefnt MSG og einni...

Nánar

Geta silfurskottur sogið blóð úr mönnum?

Nei, silfurskottur eru ekki blóðsugur og engar heimildir eru um slíkt. Fæða þeirra einskorðast við agnir af lífrænum toga sem þær finna á gólfum. Silfurskottur eiga það einnig til að valda skaða á bókalími bóka sem þær komast í og einnig á matvælum. Silfurskottur valda kannski ekki neinni sérstakri gleði þegar þ...

Nánar

Af hverju eru mánaðarnöfn ekki fallbeygð?

Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru mánaðaheitin notuð sem tökuorð í íslensku ritmáli frá því á 19. öld, öll nema apríl, september og október sem heimildir eru um frá 18. öld. Vel er hugsanlegt að notkun þeirra allra sé eitthvað eldri í mæltu máli. Þau virðast alltaf hafa verið endingarlaus í nefnifal...

Nánar

Er nafnið Snorre upprunalegra en Snorri?

Bókstafurinn –e í Snorre stendur í algerri bakstöðu. Forngermanskt –i í bakstöðu varð í forníslensku mjög snemma og fyrir ritun íslenskra heimilda að –e, samanber geste, hirþe í stað gesti, hirði. Þegar fyrir 1250 kom –i inn aftur í stað –e þótt fyrri ritháttinn megi sjá mun lengur í sumum handritum. Samkvæmt þess...

Nánar

Á orðið biðlisti sér samheiti?

Orðið biðlisti er fremur ungt í málinu. Elsta dæmi sem mér hefur tekist að finna er úr Morgunblaðinu frá 1915. Biðlisti er þýðing á danska orðinu venteliste. Orðið er ekki fletta í Íslenskri samheitaorðabók (1985) sem gæti bent til þess að höfundi þeirrar bókar hafi ekki verið kunnugt um samheiti þegar hann gekk f...

Nánar

Af hverju heitir tebolla þessu nafni?

Orðið tebolla er tökuorð úr dönsku frá fyrri hluta 20. aldar. Í Den danske ordbog stendur:luftig bolle bagt med hvedemel, sukker og evt. rosiner Tebollur voru gjarnan hafðar sem meðlæti með síðdegistei eða kaffi og sumir grípa til þeirra enn. Þær eru oftast skornar eftir endilöngu og borðaðar með smjöri og sult...

Nánar

Hvers vegna er rjómi dýrari en mjólk?

Helsta ástæðan er sú að það þarf nokkra lítra af mjólk til að framleiða einn lítra af rjóma, en einnig lítur út fyrir að seljendur meti það svo að óhætt sé að leggja meira á rjómann en mjólkina. Margir þættir hafa áhrif á verð einstakra vara. Framleiðslukostnaður skiptir vitaskuld miklu en einnig þættir eins og...

Nánar

Fleiri niðurstöður