Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 192 svör fundust
Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum?
Boðspenna er eitt af helstu einkennum í virkni taugafrumna. Til að átta sig á þessu fyrirbæri er nauðsynlegt að skilja að þegar taugafruman er í hvíld, það er þegar ekkert taugaboð fer um hana, er það himnuspennan sem leikur lykilhlutverkið í boðflutningi innan taugakerfisins um -70 mV. Þessi spenna nefnist hvílda...
Hversu gamalt er orðið gerpla í málinu og hvað þýðir það?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Hvað þýðir orðið Gerpla? Er það bara sérnafn og hversu gamalt er þetta í málinu? Gerpla er heiti á skáldsögu eftir Halldór Laxness sem gefin var út 1952. Ekki þótti merking bókarheitisins liggja í augum uppi. Í Mánudagsblaðinu 8. desember 1952 segir til d...
Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?
Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...
Hvað er felling, botnfall og lausn?
Orðið felling hefur mismunandi og óskyldar merkingar, en vegna samhengisins við hin orðin í spurningunni á spyrjandi líklega við hið efnafræðilega fyrirbrigði sem einnig er kallað botnfelling og útfelling (e. precipitate eða precipitation) úr lausn. Lausn samanstendur af tveimur þáttum, leysinum (e. solvent) og...
Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?
Sodium hydroxide kallast natríumhýdroxíð eða natrínhýdroxíð á íslensku og er jónaefni (eða jónískt efni) myndað úr jónunum Na+ og OH-. Það er hvítt, fast efni með hátt bræðslumark (318°C), sem er eitt af einkennum jónaefna, og er auk þess rammur basi. Flestir þekkja efnið eflaust betur undir nafninu vítissódi. ...
Hvar er listmálarinn Jóhannes Kjarval grafinn?
Vefsíðan Gardur.is inniheldur upplýsingar um látna einstaklinga og legstað þeirra í íslenskum kirkjugörðum. Samkvæmt síðunni er Jóhannes Kjarval (1885-1972) grafinn í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu, nánar tiltekið í reitnum E-8-51. Á kortinu hér fyrir neðan sést staðsetning reitsins E-8, ofarlega til vinstri. ...
Hvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni?
Matarsalt Í matarsalti (NaCl) eru annars vegar jákvætt hlaðnar natrínjónir (Na+) og hins vegar neikvætt hlaðnar klórjónir (Cl-). Sterkir aðdráttarkraftar ríkja milli andstætt hlaðinna jóna og valda því meðal annars að þær raða sér á reglubundinn hátt og mynda kristall. Jákvætt hlöðnu jónirnar eru ætíð umkringda...
Ég las einhvers staðar að bærinn Hænuvík hefði verið nefndur Hænisvík á miðöldum. Er nokkur fótur fyrir þessu og hvað þýðir orðið hænir?
Bærinn Hænuvík er í Rauðasandshreppi hinum forna í Vestur-Barðastrandarsýslu. Nafnið Hænuvík kemur fyrir í Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 (Íslenzkt fornbréfasafn XII, 13). Sama nafnmynd er í fornbréfum á tímabilinu frá 1405-1553, en í manntalinu 1703 er bærinn nefndur Hænivík (Manntal, 178). ...
Hafís í blöðunum 1918. VI. Um gagnsemi veðurfræðinnar - hugleiðingar frá 1918
Þessi pistill er sá síðasti af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Hér á eftir er grein eftir Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing (1876-1961) sem birtist í Íslendingi 25. janúar 1918. Það kom í hlut Þorkels að verða fyrsti fors...
Hvar er helst að finna örnefni tengd þingmönnum?
Örnefni með forliðnum þingmenn eiga yfirleitt við leið þingmanna til þings og frá þingi og þar með einnig oft alfaraveg. Hér verða nefnd nokkur þessara örnefna. Aðeins eitt örnefni er á Suðurlandi, Þingmannagata í Villingaholtshreppi í Flóa en í Hróarsholti í Flóa var um skeið þriggja hreppa þing. Á Vesturlandi...
Hvers vegna er sjórinn saltur?
Öll uppleyst efni í sjónum eiga uppruna sinn í bergi á landi og hafa borist þangað með ánum. Svo að dæmi sé tekið, þá bera árnar 190 milljón tonn af natríni (Na+) árlega til sjávar. Helstu jónir aðrar sem eru í upplausn í árvatni eru magnesín, kalín, kalsín og kísill, svo og klór, bíkarbónat og súlfat. Upphaflega ...
Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...
Leiðir vatn rafmagn vel?
Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin veri...
Hver er uppruni orðsins „þorpari“?
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1187), sem nú er aðgengileg á málið.is á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er sagt um orðið þorpari: þorpari k. ‘⊙þorpsbúi; þrjótur, illmenni’; sbr. fær. torpari ‘fátækur sveitabúi’. Vísast (ummyndað) to. úr mlþ. dorper ‘...
Hvernig beygist orðið hjarta án greinis og með honum, í eintölu og fleirtölu?
Orðið hjarta er hvorugkynsorð sem beygist eftir veikri beygingu á eftirfarandi hátt með og án greinis: EintalaFleirtalaán greinismeð greinián greinismeð greininf.hjartahjartaðhjörtuhjörtunþf.hjartahjartaðhjörtuhjörtunþgf.hjartahjartanuhjörtumhjörtunumef.hjartahjartanshjartnahjartnanna Fá hvorugkynsorð beygjas...