Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 544 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir kvazk sem kemur stundum fyrir í Íslendingasögum?

Sagnmyndin kvazk sem spurt var um væri nú rituð kvaðst. -zk er gömul miðmyndarending. Einfaldast er að skýra breytinguna með kafla úr grein Stefáns Karlssonar handritafræðings, Tungan, sem finna má í ritgerðasafni hans, Stafkrókar, frá 2000 (bls. 39): Sagnmyndin kvazk sem spurt var um væri nú rituð kvaðst. Myn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?

Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru mörg k í hnyk(k)ti?

Sögnin hnykkja 'kippa, rykkja; hrökkva við' er með tveimur -k-um. Kennimyndir hennar eru: hnykkja - hnykkti - hnykkt. Sögnin er til í nágrannamálum, t.d. færeysku nykkja 'rykkja í, beygja (nagla)' og nýnorsku nykkja 'kippa í'. Af sögninni er leitt nafnorðið hnykkur 'rykkur, snögg hreyfing'. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það satt að fyrir allar náttúrulegar tölur k > 2 þá sé þversumma k í veldinu k oddatala?

Nei. Þetta gildir um tölurnar 3,4, ... ,11, en ekki um 12, 13, 14, og ekki heldur um margar fleiri tölur, til dæmis 16, 17 og 18. Sem dæmi má nefna að 12 í veldinu 12 er sama sem 8.916.100.448.256, sem hefur þversummuna 54. Ef þetta er skoðað fyrir tölurnar frá einum og upp í hundrað er erfitt að sjá nokkra reglu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju byrja flest orð í orðabókum á s, í pétrískri orðabók líka?

Ástæða þess að svo mörg orð geta hafist á s- er líklegast sú að s, sem er óraddað önghljóð (blísturshljóð), getur staðið í framstöðu á undan öllum sérhljóðum og allmörgum samhljóðum. Þannig geta orð hafist á sérhljóðunum:sa- (saga), sá- (sál), se- (sef), sé- (séður), si- (siður), sí- (sía), so- (sog), só- (sól...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?

Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á skjali og skýrslu?

Í stuttu máli er skýrsla stundum ýtarlegri heimild heldur en skjal. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 er til að mynda um 2.000 síður og var gefin út í níu bindum. Fáum hefði dottið í hug að nefna slíkan doðrant skjal. Annar munur er sá að skýrslur geta veri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?

Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði?

Hversu margir samhljóðar fara saman í einu orði fer eftir því hvort um grunnorð er að ræða, þ.e. ósamsett orð, eða hvort það er samsett. Ef orð er ósamsett eru ekki fleiri en þrír samhljóðar í framstöðu, þ.e. fremst í orðinu. Orð sem byrja á sp-, st-, sk- geta t.d. bætt við sig þriðja samhljóða og þeim fjórða ef h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Bjarni K. Kristjánsson rannsakað?

Bjarni K. Kristjánsson er prófessor við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Rannsóknir Bjarna hafa snúið að því að skilja hvernig vistfræðilegir þættir móta líffræðilega fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda búsetu okkar hér á jörð. Því er mikilvægt að auka skilning okkar á því hverni...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað?

Krishna K. Damodaran er dósent í efnafræði við Háskóla Íslands. Helsta framlag hans í rannsóknum hefur verið á sviði ólífrænnar efnafræði, nánar tiltekið efnafræði smárra sameinda sem saman mynda stærri strúktúra, svokallaðar þversameindabyggingar (e. supramolecular assemblies), með tengjum sín á milli. Þar á meða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tengist bílda germanska orðinu Bild?

Spurningin í heild hljóðar svona:Tengist bílda germanska orðinu Bild? Hver er uppruni þess og hvar er samsvörun íslenska orðsins mynd að finna í indóevrópskum málum? Ekki er að sjá að íslenska orðið bílda ‘breiðöxi’ tengist þýska orðinu Bild ‘mynd’. Um mynd segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússo...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna þarf að gefa nýfæddum börnum K-vítamín?

K-vítamín er lífsnauðsynlegt öllum mönnum. Skortur á K-vítamíni veldur því að það tekur lengri tíma fyrir blóðið að lifrast (storkna) og það getur orsakað innri blæðingar. K-vítamín finnst í laufum plantna en í mönnum er K-vítamínið yfirleitt framleitt af gerlum sem finnast í þörmunum. Gerlar sem framleiða vítamín...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hefur vísindamaðurinn Steinunn Kristjánsdóttir rannsakað?

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar. Steinunn stjórnaði fo...

Fleiri niðurstöður