Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 872 svör fundust
Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er bergtegundin íslandít og hvar er hægt að finna hana? Finnst hún annars staðar í heiminum en á Íslandi? Meginhluti storkubergs jarðar skiptist í þrjár syrpur, það er röð samstofna bergtegunda frá kísilsnauðum til kísilríkra (basískt berg–ísúrt–súrt), þær nefnast kalk-alk...
Er hægt að lýsa 9. sinfóníunni með orðum?
Níunda sinfónía Ludwigs van Beethoven (1770–1827) er eitt meginverk tónlistarsögunnar. Hún var samin seint á ævi hans, á árunum 1822-1824 og er að mörgu leyti tímamótaverk þótt ekki hafi allar hugmyndir tónskáldsins verið splunkunýjar. Ludwig van Beethoven (1770–1827). Upphaf sinfóníunnar er dularfullt og ó...
Hvernig hefur beygingarkerfi íslenskrar tungu þróast frá forníslensku til nútímamáls?
Flest vita að íslenska er meira beygingamál en þau mál sem henni eru skyldust, og litlar breytingar á beygingakerfinu er það sem einna helst greinir íslensku frá öðrum norðurlandamálum. Það er þó ekki þar með sagt að engar beygingarbreytingar hafi orðið í íslensku frá því að landið byggðist. Þær eru töluverðar; en...
Er hlutfall gastegunda í andrúmsloftinu alls staðar það sama?
Andrúmsloftið samanstendur af blöndu af gastegundum. Við sjávarmál og við eina loftþyngd og 15°C eru hlutföll þessara gastegunda í andrúmsloftinu þau sömu um allan heim (sjá töflu). Tafla sem sýnir samsetningu lofthjúpsins (án vatnsgufu) við sjávarmál, við eina loftþyngd og 15°C ásamt bræðslumarki og suðumarki ...
Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum?
Hlaupandi meðaltal er þýðing á enska hugtakinu moving average. Það hefur einnig verið kallað hreyfið meðaltal og hreyfanlegt meðaltal. Með því er einfaldlega átt við meðaltal einhverrar tiltekinnar stærðar yfir tímabil með tiltekinni lengd, en upphaf tímabilsins færist hins vegar til. Sem dæmi má taka hagvöxt,...
Af hverju er loftið ósnertanlegt?
Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...
Frumefni í stafrófsröð eftir íslenskum heitum
Tafla sem sýnir frumefnin í stafrófsröð eftir íslensku heitunum. nr.efnatákn enskt heitiíslenskt heitiatómmassi (g/mól) 89Ac *actinium aktín [227,0278] 95Am *americium ameríkín [243,0614] 51Sb antimony (stibium)antímon121,760 18Ar argon argon 39,948 33As arsenic arsen 74,9216 85At *astatine astat [209,9871] ...
Af hverju deyr fólk?
Það má nálgast þessa spurningu á margan hátt, það er hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða (sem þó verður ekki gert hér), skoða hvað það er sem gerist í líkamanum sem veldur því að við deyjum og einnig má skoða hvað það er sem helst dregur okkur til dauða. Það eru ýmsar ástæður fyrir því ...
Hvernig þróaðist líf á fornlífsöld?
Fornlífsöld (Paleozoic era) hófst fyrir 544 milljón árum og lauk fyrir 245 milljón árum síðan. Fornlífsöld er hin fyrsta af þremur öldum í jarðsögunni sem nefnast ‘Phanerozoic era’ (tímabil sýnilegs lífs). Áður en fornlífsöld gekk í garð, samanstóð lífið á jörðinni af einföldum, smásæjum lífverum sem lifðu í hafin...
Hvað heita öll frumefnin?
Eins og fram kemur í svarinu Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni? þá eru frumefnin (e. elements eða chemical elements) í dag 118 talsins þó enn eigi eftir að staðfesta tilvist frumefna númer 113, 115, 117 og 118 og gefa þeim viðurkennd nöfn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina o...
Hvert er bræðslumark og suðumark allra frumefnanna?
Frumefnin eru 118 talsins þó enn eigi eftir að staðfesta tilvist frumefna númer 113, 115, 117 og 118 og gefa þeim viðurkennd nöfn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Frumefni númer 114 og 116 hlutu nöfnin flerovín (e. flerovinium) og livermorín (e. livermorium) árið 2012 og eru þau fru...
Eru hraunmolar úr nýja gosinu í Geldingadölum geislavirkir?
Þetta er ágætis spurning sem hægt er að svara á einfaldan hátt: Nýja hraunið á Reykjanesskaga er basalt og að vísu geislavirkt, en í svo litlum mæli að geislunin er með öllu hættulaus og einungis greinanleg með næmustu mælitækjum. Þeir sem vilja fræðast meira um geislavirkni í bergi geta svo lesið afganginn af...
Hafa maurar numið land á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er lengi búinn að velta fyrir mér af hverju maurar hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Getið þið sagt mér ástæðuna? Vegna legu Íslands í miðju Atlantshafinu og áhrifa ísaldarjökla hefur fána landsins nær öll borist hingað frá meginlandi eða öðrum eyjum. Eftir að landið b...
Hverjar voru dætur Seifs?
Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið sagt mér hvernig Seifur í grískri goðafræði hegðaði sér í hjónabandi sínu við Heru? Var hann henni trúr? Af hverju hélt hann framhjá henni? Í grískri goðafræði var Seifur æðstur goðanna. Hann var veðurguð og talinn bæði almáttugur og alsjáandi. Þrátt fyrir að vera giftu...
Hver fann upp geislakolsaðferðina til að aldursgreina til dæmis risaeðlur, og hvenær gerðist það?
Efnafræðingar við háskólann í Chicago þróuðu geislakolsaðferðina á fimmta áratugnum. Fyrir rannsóknahópnum fór W. F. Libby sem lýsti aðferðinni í bók sem kom út árið 1952. Hann hlaut fyrir þetta Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1960. Fyrstu aldursgreiningu með geislakolsaðferð birtu Arnold og Libby árið 1949, og tí...