Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4658 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?

Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru kransæðar?

Hjartavöðvinn þarf á næringu að halda eins og allir aðrir vefir líkamans, og ekki síst súrefni. Sérstakar æðar, svokallaðar kransæðar, eru slagæðar sem kvíslast um hjartavöðvann og flytja honum súrefni og næringarefni. Kransæðarnar eru hægri og vinstri kransæðar sem liggja og greinast um hjartahelmingana tvo. Þ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Hannibal Lecter?

Hannibal Lecter hefur aldrei verið til í raun og veru en hann er persóna í þekktum skáldsögum eftir ameríska rithöfundinn Thomas Harris. Eftir skáldsögunum hafa verið gerðar kvikmyndir og er Lömbin þagna væntanlega sú sem flestir þekkja. Nafnið Hannibal Lecter er eflaust það fyrsta sem kemur upp í huga margra þ...

category-iconLæknisfræði

Er sýking í nýrum hættuleg?

Sýking í nýrum er undirtegund þvagfærasýkinga sem kallast nýra- og skjóðubólga (e. pyelonephritis). Oftast á sýkingin uppruna sinn í þvagrás eða þvagblöðru og kemst þaðan upp í nýrun. Sýking í nýrum er nokkuð algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum, líkt og almennt gildir um þvagfærasýkingar. Nauðsynlegt er ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?

Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...

category-iconNæringarfræði

Hver fann upp tómatsósuna?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaðan kemur tómatsósa og hvaða snillingur fann hana upp? Hvort er tómatsósa búin til úr tómötum eða eplum? Tómatar eru aðalinnihaldsefni í ýmsum sósum sem eiga sér langa sögu í mörgum löndum. Í ensku er bæði talað um tomato sauce og tomato ketchup sem oftast er stytt í ketc...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?

Oskar Schindler var af þýskum ættum, fæddur árið 1908 í þeim hluta keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjalands sem nú tilheyrir Tékklandi. Eftir að hafa reynt fyrir sér með ýmsan rekstur sem ekki gekk sem skildi, komst hann yfir verksmiðju í Kraká skömmu eftir innrás Þjóðverja í Pólland. Schindler mannaði verksm...

category-iconHugvísindi

Af hverju var Berlínarmúrinn reistur?

Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. Þessir fyrrum bandamenn í stríðinu, og þá sérstaklega Bandríkjamenn og Sovétmenn, helstu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu kenningar vísindamanna í heimsfræði um þróun alheimsins?

Í heimsfræði er fjallað um eðli og gerð alheimsins, um upphaf hans, þróun og endalok. Vísindamenn skipta ævi alheims í fimm skeið, eftir því hvað var, er eða verður í honum. Bernskuskeið (e. primordial era) hófst í Miklahvelli og lauk um það leyti sem efnið náði yfirhöndinni sem ráðandi afl í útþenslu alheimsin...

category-iconJarðvísindi

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

category-iconBókmenntir og listir

Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?

Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disne...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?

Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Heimkynni síberíutígrisdýra á seinni hluta 19. aldar og í dag. Sennilega...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?

Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjúnkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hin síðari ár hefur hann sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun. Sérsvið hans er einnig heimspekisaga og fjallar doktorsritgerð hans, Purposes, Possibilities and Perfection...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Hafliði Pétur Gíslason rannsakað?

Hafliði Pétur Gíslason er prófessor í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað veilur í hálfleiðandi og einangrandi þéttefni (e. condensed matter) allt frá doktorsnámi sínu. Veilur (e. defects) stjórna flestum hagnýtum eiginleikum þéttefnis, til að mynda stýra aðskotafrume...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jóna Freysdóttir rannsakað?

Jóna Freysdóttir er prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) og sérfræðingur við Ónæmisfræðideild Landspítala. Rannsóknir Jónu hafa einkum snúist um bólgu og bólguhjöðnun. Bólga er mikilvægt svar líkamans við áreiti, svo sem sýkingum og ýmsum frumuskemmdum. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt...

Fleiri niðurstöður