Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1946 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga?

Fyrsti vísirinn að rafsígarettum (e. electronic cigarettes) í þeirri mynd sem við þekkjum í dag má rekja aftur til ársins 1965 þegar Ameríkaninn Herbert A. Gilbert fékk einkaleyfi fyrir „reyklausa sígarettu án tóbaks“, en græjan hitaði upp rakt bragðbætt loft. Hraðspólum nú til síðustu aldamóta í Kína. Lyfjafræðin...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær kom fyrsta teiknimyndasagan út? Hver var tilgangur hennar og um hvað var hún?

Ef nefna á einhvern einn mann væri það Svisslendingurinn Rodolphe Töpffer (1799-1846). Hann er upphafsmaður andhetjuhefðarinnar innan myndasagna en hans sögur fjölluðu gjarnan um árangurslitla og hlægilega baráttu vonlausra manna við samfélag og náttúru. (Sjá nánar neðar í svari.) Uppruni listforma er yfirleitt...

category-iconVísindi almennt

Hvað snýr upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?

Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um efni sem tengist þessu. Meðal annars bendum við þá á eftirfarandi svör:Samrýmist það vísindalegri hugsun að lífverur hafi þróast úr dauðum efnum án sköpunar?Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegn...

category-iconHugvísindi

Var Leifur Eiríksson ekki Grænlendingur sem átti rætur að rekja til Íslands og Noregs?

Um ævi og gjörðir Leifs Eiríkssonar höfum við fáar heimildir og allar eru þær ungar, miðað við að hann á að hafa verið uppi um árið 1000. Meginheimildirnar um hann eru Eiríks saga, en elsta handrit hennar (Hauksbók) er ritað skömmu eftir 1300, og Grænlendinga saga, sem ekki finnst í eldra handriti en frá því um 13...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?

Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í Parí...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um egypskar rúnir? Er hægt að læra fornegypsku?

Elsta fornegypska letrið nefnist híeróglýfur eða helgirúnir og er upphaflega myndletur þar sem hvert tákn er upphaflega mynd af einhverju sem tengdist því sem það vísaði til. Elstu áletranir sem fundist hafa eru frá tímabilinu 2920-2575 fyrir Krist og er talið að þær hafi verið gerðar skömmu eftir að notkun le...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?

Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna. *** Hér er einnig að finna svar við spu...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi?

Kína hefur verið heimsveldi á sinn hátt í brátt þrjú þúsund ár, að vísu með smáhléum. Á vissum stuttum tímaskeiðum leystist Kína í smáríki en alvarlegast var þegar reynt var að drepa kínversku þjóðina svona að mestu leyti fyrst eftir innrás Mongóla á 13. öld. En eins og aðrar innrásarþjóðir í Kína, komust höfðingj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?

Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir dýpstu stöðuvötn landsins: 1.Jökulsárlón, Breiðamerkursandi260m 2.Öskjuvatn220m 3.Hvalvatn160m 4.Þingvallavatn114 m 5.Þórisvatn113m 6.Lögurinn112m 7.Kleifarvatn97m 8.Hvítárvatn84m 9.Langisjór75m Stöðuvötn eru vatnsfylltar dældir ...

category-iconMannfræði

Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?

Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?

Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna eru til svona mörg ólík hundakyn? Lifðu þau öll villt á sínum tíma?

Svarið við seinni spurningunni er hreint og klárt nei! Ástæðan fyrir því að til eru svona mörg afbrigði hunda liggur í því að maðurinn hefur tekið hundinn upp á sína arma og ræktað fram hina ólíkustu eiginleika í honum. Í dag eru til líklega um 400 hreinræktuð hundakyn. Hvolpar af íslenska fjárhundakyninu Upprun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig gátu stærðfræðingar fornaldar eins og Pýþagóras og fleiri reiknað og fundið allar formúlurnar sínar?

Í stuttu máli má segja að formúlurnar hafi sjaldnast verið uppgötvaðar af einum manni heldur hafi vitneskjan þróast árum og öldum saman þar til hún fékk þá einföldu og fáguðu mynd sem birtist í nútíma stærðfræðibókum. Um miðja þúsöldina fyrir Krists burð hófst blómaskeið stærðfræði á grískumælandi menningarsvæ...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig var rúnum beitt til galdra, svo sem til að spá fyrir um framtíðina og til lækninga?

Upphaflega spurningin var svona: Hvernig voru galdrastafirnir í rúnagaldri (ekki fuþark, heldur til að spá)? Menn hafa lengi reynt ýmsar aðferðir til að öðlast vitneskju um og hafa áhrif á framtíðina og heiminn, meðal annars með göldrum. Á fornum minnisvörðum og í grafhaugum hafa fundist minjar um bæði hlutkes...

Fleiri niðurstöður