Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2167 svör fundust
Af hverju geta hænur ekki flogið?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju fljúga fuglar en ekki hænur? Það er reyndar ekki rétt að hænur geti ekki flogið en þær eru hins vegar afar lélegir flugfuglar. Það sama á við um hænsfugla almennt. Bankívahænsn (Gallus gallus, e. Red jungle fowl) sem er nánasti ættingi nytjahænsna í villtri náttú...
Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?
Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...
Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún?
Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um eitt og hálft kíló. Hún skiptist í tvö lifrarblöð og er hægra megin ofarlega í kviðarholinu þar sem hún er varin af rifbeinum. Í lifrinni eru unnin um 500 mikilvæg störf. Meðal helstu starfa er framleiðsla blóðprótína sem eru nauðsynleg fyrir til dæmis blóðstorknun, s...
Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?
Gosbeltið á Reykjanesskaga er sniðreksbelti, það er að segja í senn þverbrota- og gliðnunarbelti. Stefna þess er 70-80 gráður austur, en það sveigir til norðaustlægari stefnu allra vestast. Þarna munar 25-35 gráðum frá rekstefnu. Þáttur þverbrotabeltisins kemur fram í norður-suður sniðgengjum með hægri hliðrun.[1]...
Hvað er vitað um eldgos í Heklu fyrir landnám?
Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Um elsta þekkta gosið er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvenær gaus Hekla fyrst? Gossaga næstu 4000 ár einkenndist af stórum plinískum þeytigosum með löngu millibili. Aðeins er vitað um átta gjóskulög á því tímabili, en líklega eru ...
Hvað eru til mörg kyn í náttúrunni?
Stutta svarið við spurninginni er að það er afar breytilegt. Sumar tegundir fjölga sé kynlaust og hjá öðrum tegundum þekkist að kynin séu rúmlegu tuttugu þúsund. Algengast er þó meðal meðal heilkjörnunga að kynin séu tvö. Lengra svar Þótt margt sé á huldu um fyrstu lífverur á jörðinni, er sennilegast að þær ...
Eru óbeinar reykingar óhollar?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um óbeinar reykingar. Meðal þeirra eru: Er hættulegt að anda að sér lofti frá reykingamanni? Eru óbeinar reykingar jafn hættulegar og beinar reykingar? Hvað getur gerst ef foreldrar reykja með börnin fyrir framan sig? Getur það spillt heilsu barnanna og hver e...
Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?
Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...
Hvað er drómasýki?
Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau's disease, Gélineau's syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Svefnflog Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefn...
Hvernig verkar þessi skynvilla?
Upphaflega var spurningin svona: Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar? Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið...
Hver var Paul Erdös og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Paul Erdös var einn mikilvirkasti stærðfræðingur sögunnar, en einnig afar sérstakur persónuleiki. Hann fæddist í Búdapest (sem Pál Erdös) 1913. Þar sem einu systkini hans dóu úr skarlatssótt daginn sem hann fæddist, þá ólst hann upp við dekur og ofurumhyggju móður sinnar. Erdös hlaut doktorsgráðu 21 árs og tók þá ...
Hver var Arthur Holmes og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Arthur Holmes (1890-1965) er þekktastur fyrir fernt: (1) þátt sinn í að tímakvarða jarðsöguna, (2) bókina The Age of the Earth 1913, (3) að skýra fyrstur (um 1930) orsakir landreks og (4) afbragðskennslubók sína Principles of Physical Geology 1944. Um aldamótin 1900 voru þær hugmyndir helstar um aldur jarðar, a...
Hvað merkir hugtakið landslag?
Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...
Hvað getið þið sagt mér um hulduefni?
Hulduefni (e. dark matter) er í stuttu máli efni sem okkur er hulið sjónum; talið er að um 85% alls efnis í alheiminum sé hulduefni. Þetta efni veldur þyngdarhrifum á sama hátt og efni sem við sjáum, það er stjörnur, vetrarbrautir og svo framvegis. Allt efni sem við sjáum er úr svokölluðum þungeindum (e. baryons)....
Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu?
Hreindýr (Rangifer tarandus) eru útbreidd á heimskautasvæðum allt í kringum norðurpól. Stórir stofnar finnast í austanverði Síberíu, í Noregi, Kanada, Grænlandi, Alaska og í Asíu allt suður til 50° gráðu N-breiddar í Kína. Áður fyrr lifðu þau mun sunnar og voru útbreidd um Kanada og allt suður til Maine á vesturst...