Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um eitt og hálft kíló. Hún skiptist í tvö lifrarblöð og er hægra megin ofarlega í kviðarholinu þar sem hún er varin af rifbeinum. Í lifrinni eru unnin um 500 mikilvæg störf. Meðal helstu starfa er framleiðsla blóðprótína sem eru nauðsynleg fyrir til dæmis blóðstorknun, súrefnisflutning og starfsemi ónæmiskerfisins. Hún geymir umframmagn af næringarefnum eins og járni, fituleysanlegu vítamínunum A, D og K og vatnsleysanlegu vítamínunum fólsýru og B12, og skilar sumum þeirra aftur til blóðrásar eftir þörfum. Einnig myndar lifrin gall sem er nauðsynlegt fyrir meltingu fitu í fæðunni. Lifrin sér um efnaskipti kolvetna, fitu og prótína. Hún sér þar að auki um að fjarlægja hættuleg efni úr blóðinu, til dæmis lyf og áfengi, skordýraeitur og hormón, breyta þeim í minna eitruð efni og koma þeim aftur út í blóðrásina. Með blóðinu berast efnin svo til nýrna sem skilja þau út með þvagi.

Lifrarfrumur eru helstu frumur lifrarvefja eða um 70-85% af frumumassa lifrar. Þær eru teningslaga, um 15 µm á hlið. Í lifrarfrumum er mikið af bæði grófu og sléttu frymisneti, en lítið er af því síðarnefnda í flestum frumum líkamans. Annað sem er sérstakt við lifrarfrumur er að margar þeirra eru fjórlitna eða á annan hátt fjöllitna eða allt að 30-40% lifrarfrumna í fullorðinni lifur. Blóðflæði til þeirra er ólíkt því sem gerist almennt. Lifrarfruma endist í um það bil fimm mánuði og getur hún endurnýjað sig. Tvöföld blóðrás er til lifrar, annars vegar kemur súrefnisríkt blóð til hennar með lifrarslagæðinni og hins vegar berst bláæðablóð til hennar með lifrarportæð beint frá meltingarvegi, mjög ríkt af alls kyns næringarefnum.

Skorpulifur (cirrhosis) er lokastig í þrálátum lifrarsjúkdómi og lýsir sér í myndun örvefs í stað heilbrigðra lifrarfrumna og lélegri lifrarstarfsemi í kjölfarið. Þegar örvefur hefur myndast í stað lifandi lifrarfrumna hindrar hann blóðflæði til lifrarfrumnanna og þær geta ekki sinnt hlutverkum sínum og lifrin getur ekki endurnýjað. Skorpulifur er óafturkræf og miklir og alvarlegir fylgikvillar geta fylgt henni. Þar má helst nefna óeðlilegar blæðingar, vökvasöfnun í kvið og bakteríusýkingu í vökva lífhimnuhols, stækkaðar bláæðar í vélinda, maga eða smáþörmum sem rofna auðveldlega, háþrýsting í lifrarportæð og í æðum lifrar, nýrnabilun, lifrarkrabbamein, andlegt rugl, breytingu á meðvitund eða dauðadá.

Skorpulifur stafar af örvefsmyndun í lifur, sem getur ekki endurnýjað sig þegar örvefur er kominn í stað lifrarfrumna.

Helstu orsakir skorpulifrar um heim allan eru lifrarbólga B (um 30% tilfella) og C (27% tilfella), veirusýkingar og áratuga löng misnotkun áfengis (20% tilfella). En orsakirnar geta líka verið aðrar, til dæmis fitulifur sem er óháð áfengissýki, sjálfsofnæmislifrarbólga (e. autoimmune hepatitis), sum lyf og erfðasjúkdómar. Í sumum tilfellum er undirliggjandi orsök ekki þekkt.

Áfengistengd skorpulifur þróast hjá 10-20% einstaklinga sem drekka mikið í áratug eða lengur. Alkóhól virðist skaða lifrina með því að hindra eðlileg efnaskipti prótína, fitu og kolvetna. Þessi skaði verður vegna myndunar asetaldehýðs úr etanóli sem getur sjálft hvarfast en afurðir úr því hlaðast einnig upp í lifrinni. Áfengistengd lifrarbólga ásamt sótthita, lifrarstækkun, gulu og og lystarleysi geta einnig komið fram hjá sjúklingum með áfengistengda skorpulifur. Í fitulifur sem ekki tengist áfengisneyslu safnast fita fyrir í lifrarfrumunum og verður með tímanum að örvef. Þessi tegund af lifrarbólgu virðist tengjast offitu (í um 40% tilfella), sykursýki, prótínvannæringu og meðhöndlun kransæðasjúkdóma með barksteralyfjum. Sjúkdómurinn er svipaður áfengistengdri skorpulifur en sjúklingurinn hefur ekki sögu um áfengisnotkun.

Þrálát sýking af lifrarbólgu C veldur bólgu í lifur og mismiklum skemmdum á líffærinu. Á nokkrum áratugum getur hún þróast í skorpulifur og gerist það hjá 20-30% þeirra sem eru með þráláta sýkingu af þessari gerð. Skorpulifur getur einnig þróast á svipaðan hátt eftir þráláta sýkingu af lifrarbólgu B.

Einkenni skorpulifrar eru mismunandi, stundum engin, allt eftir því hversu vel hún starfar enn. Snemmkomin einkenni eru meðal annars þreyta og orkuleysi, léleg matarlyst og þyngdartap, ógleði eða kviðverkir og rautt háræðaslit á húðinni sem minnir á könguló. Eftir því sem sjúkdómurinn versnar koma önnur einkenni fram eins og vökvasöfnun eða bjúgur á fætur og kvið, gulur litur í húð, slímhúðum eða augum, roði í lófum, getuleysi, eistnarýrnun og brjóstastækkun hjá karlmönnum, óeðlileg blæðing eða auðvelt mar, rugl og erfiðleikar við hugsun, ljósar eða leirlitaðar hægðir. Til að greina skorpulifur er leitað að þessum einkennum og gerðar blóðmælingar sem meta lifrarstarfsemina, en taka þarf vefjasýni úr lifur til að staðfesta greiningu.

Til að halda lifrarsjúkdómi í skefjum og draga úr hættu á skorpulifur er ráðlegt að breyta um lífsstíl. Þar er efst á lista að drekka sem minnst áfengi, borða hollan mat sem inniheldur lítið salt, fá bólusetningu gegn flensu, lifrarbólgu A og B og lungnabólgu af völdum lungnabólgubakteríu.

Oft er lifrarígræðsla eina meðferðin sem hægt er að grípa til við skorpulifur en mun betra er að koma í veg fyrir sjúkdóminn með forvörnum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.9.2014

Spyrjandi

Ari Guðmar Hallgrímsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún?“ Vísindavefurinn, 10. september 2014. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=13886.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 10. september). Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=13886

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2014. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=13886>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún?
Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um eitt og hálft kíló. Hún skiptist í tvö lifrarblöð og er hægra megin ofarlega í kviðarholinu þar sem hún er varin af rifbeinum. Í lifrinni eru unnin um 500 mikilvæg störf. Meðal helstu starfa er framleiðsla blóðprótína sem eru nauðsynleg fyrir til dæmis blóðstorknun, súrefnisflutning og starfsemi ónæmiskerfisins. Hún geymir umframmagn af næringarefnum eins og járni, fituleysanlegu vítamínunum A, D og K og vatnsleysanlegu vítamínunum fólsýru og B12, og skilar sumum þeirra aftur til blóðrásar eftir þörfum. Einnig myndar lifrin gall sem er nauðsynlegt fyrir meltingu fitu í fæðunni. Lifrin sér um efnaskipti kolvetna, fitu og prótína. Hún sér þar að auki um að fjarlægja hættuleg efni úr blóðinu, til dæmis lyf og áfengi, skordýraeitur og hormón, breyta þeim í minna eitruð efni og koma þeim aftur út í blóðrásina. Með blóðinu berast efnin svo til nýrna sem skilja þau út með þvagi.

Lifrarfrumur eru helstu frumur lifrarvefja eða um 70-85% af frumumassa lifrar. Þær eru teningslaga, um 15 µm á hlið. Í lifrarfrumum er mikið af bæði grófu og sléttu frymisneti, en lítið er af því síðarnefnda í flestum frumum líkamans. Annað sem er sérstakt við lifrarfrumur er að margar þeirra eru fjórlitna eða á annan hátt fjöllitna eða allt að 30-40% lifrarfrumna í fullorðinni lifur. Blóðflæði til þeirra er ólíkt því sem gerist almennt. Lifrarfruma endist í um það bil fimm mánuði og getur hún endurnýjað sig. Tvöföld blóðrás er til lifrar, annars vegar kemur súrefnisríkt blóð til hennar með lifrarslagæðinni og hins vegar berst bláæðablóð til hennar með lifrarportæð beint frá meltingarvegi, mjög ríkt af alls kyns næringarefnum.

Skorpulifur (cirrhosis) er lokastig í þrálátum lifrarsjúkdómi og lýsir sér í myndun örvefs í stað heilbrigðra lifrarfrumna og lélegri lifrarstarfsemi í kjölfarið. Þegar örvefur hefur myndast í stað lifandi lifrarfrumna hindrar hann blóðflæði til lifrarfrumnanna og þær geta ekki sinnt hlutverkum sínum og lifrin getur ekki endurnýjað. Skorpulifur er óafturkræf og miklir og alvarlegir fylgikvillar geta fylgt henni. Þar má helst nefna óeðlilegar blæðingar, vökvasöfnun í kvið og bakteríusýkingu í vökva lífhimnuhols, stækkaðar bláæðar í vélinda, maga eða smáþörmum sem rofna auðveldlega, háþrýsting í lifrarportæð og í æðum lifrar, nýrnabilun, lifrarkrabbamein, andlegt rugl, breytingu á meðvitund eða dauðadá.

Skorpulifur stafar af örvefsmyndun í lifur, sem getur ekki endurnýjað sig þegar örvefur er kominn í stað lifrarfrumna.

Helstu orsakir skorpulifrar um heim allan eru lifrarbólga B (um 30% tilfella) og C (27% tilfella), veirusýkingar og áratuga löng misnotkun áfengis (20% tilfella). En orsakirnar geta líka verið aðrar, til dæmis fitulifur sem er óháð áfengissýki, sjálfsofnæmislifrarbólga (e. autoimmune hepatitis), sum lyf og erfðasjúkdómar. Í sumum tilfellum er undirliggjandi orsök ekki þekkt.

Áfengistengd skorpulifur þróast hjá 10-20% einstaklinga sem drekka mikið í áratug eða lengur. Alkóhól virðist skaða lifrina með því að hindra eðlileg efnaskipti prótína, fitu og kolvetna. Þessi skaði verður vegna myndunar asetaldehýðs úr etanóli sem getur sjálft hvarfast en afurðir úr því hlaðast einnig upp í lifrinni. Áfengistengd lifrarbólga ásamt sótthita, lifrarstækkun, gulu og og lystarleysi geta einnig komið fram hjá sjúklingum með áfengistengda skorpulifur. Í fitulifur sem ekki tengist áfengisneyslu safnast fita fyrir í lifrarfrumunum og verður með tímanum að örvef. Þessi tegund af lifrarbólgu virðist tengjast offitu (í um 40% tilfella), sykursýki, prótínvannæringu og meðhöndlun kransæðasjúkdóma með barksteralyfjum. Sjúkdómurinn er svipaður áfengistengdri skorpulifur en sjúklingurinn hefur ekki sögu um áfengisnotkun.

Þrálát sýking af lifrarbólgu C veldur bólgu í lifur og mismiklum skemmdum á líffærinu. Á nokkrum áratugum getur hún þróast í skorpulifur og gerist það hjá 20-30% þeirra sem eru með þráláta sýkingu af þessari gerð. Skorpulifur getur einnig þróast á svipaðan hátt eftir þráláta sýkingu af lifrarbólgu B.

Einkenni skorpulifrar eru mismunandi, stundum engin, allt eftir því hversu vel hún starfar enn. Snemmkomin einkenni eru meðal annars þreyta og orkuleysi, léleg matarlyst og þyngdartap, ógleði eða kviðverkir og rautt háræðaslit á húðinni sem minnir á könguló. Eftir því sem sjúkdómurinn versnar koma önnur einkenni fram eins og vökvasöfnun eða bjúgur á fætur og kvið, gulur litur í húð, slímhúðum eða augum, roði í lófum, getuleysi, eistnarýrnun og brjóstastækkun hjá karlmönnum, óeðlileg blæðing eða auðvelt mar, rugl og erfiðleikar við hugsun, ljósar eða leirlitaðar hægðir. Til að greina skorpulifur er leitað að þessum einkennum og gerðar blóðmælingar sem meta lifrarstarfsemina, en taka þarf vefjasýni úr lifur til að staðfesta greiningu.

Til að halda lifrarsjúkdómi í skefjum og draga úr hættu á skorpulifur er ráðlegt að breyta um lífsstíl. Þar er efst á lista að drekka sem minnst áfengi, borða hollan mat sem inniheldur lítið salt, fá bólusetningu gegn flensu, lifrarbólgu A og B og lungnabólgu af völdum lungnabólgubakteríu.

Oft er lifrarígræðsla eina meðferðin sem hægt er að grípa til við skorpulifur en mun betra er að koma í veg fyrir sjúkdóminn með forvörnum.

Heimildir og mynd:

...