Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1858 svör fundust

category-iconHeimspeki

Sjáum við litina eins? Sé ég rauðan eins og þú sérð rauðan? Sérð þú kannski rauðan eins og ég sé grænan?

Hugmyndin um öfugt litróf (e. inverted spectrum) hefur verið töluvert til umræðu á undanförnum áratugum meðal þeirra heimspekinga sem fást við heimspeki mannshugarins. Þessa hugmynd má þó rekja lengra aftur í tíma en til undanfarinna áratuga því að hún er sett fram hjá John Locke (1632-1704) í bók hans An Essay co...

category-iconTrúarbrögð

Hverjir voru vitringarnir þrír og hvaðan komu þeir?

Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Nýja testamentið er upphaflega ritað á grísku og þar er orðið magoi notað um þessa ferðalanga. Í eintölu er það magos. Allt varðandi þessa menn er dálítið þokukennt, en orðið s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verkar tölvupóstur?

Þegar maður sendir tölvupóst fer af stað löng atburðarás sem lýkur yfirleitt nokkrum sekúndum síðar er pósturinn lendir á áfangastað. Ef ég ætlaði að senda þessa grein í tölvupósti myndi ég ýta á "Senda" takkann á póstforritinu mínu. Þá gerist eftirfarandi: Póstforritið byrjar á að mynda skjalið sem verður ...

category-iconHugvísindi

Hverjar eru helstu rökvillurnar og hvernig er best að forðast þær?

Allt frá því að Aristóteles samdi ritið Spekirök (Sophistici elenchi) á 4. öld f.Kr. hefur tíðkast meðal rökfræðinga að gera grein fyrir helstu rökvillum. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur. Það eru mar...

category-iconHugvísindi

Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?

Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...

category-iconLífvísindi: almennt

Snemma í sögu jarðar var geislavirkni í jarðskorpunni talsverð. Hefur verið metið hvaða áhrif slík náttúruleg geislun hafði á stökkbreytingar og þróun lífvera?

Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið metið og ég er ekki viss um að það sé hægt. Þekking manna á þróun lífsins snemma í sögu jarðarinnar er að mörgu leyti gloppótt, en merki um þróunarbreytingar í sögu lífsins má einkum greina á tvo vegu, með athugun á steingervingum og með samanburði á núlifandi tegundum, ...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að særa djöfulinn úr andsetnu fólki?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Eru þekkt dæmi um það að djöfullinn sé til í fólki og hægt sé að særa hann út? (5. R í MR). Eru andsæringar til í alvörunni? Er hægt að sanna það að fólk hafi verið andsett. (Jenný Björk Ragnarsdóttir) Andsetning (e. possession) kallast það fyrirbæri þegar einstaklingur...

category-iconOrkumál

Hvað er sjálfbær orkunýting?

Orðið „sjálfbær“ er þarna notað í svipaðri merkingu og þegar talað er um „sjálfbæra þróun“, sjá prýðilegt svar Ólafs Páls Jónssonar um það efni: Hvað merkja orðin sjálfbær þróun? Hér verður hins vegar rætt sérstaklega um nýtingu orkunnar eftir orkulindum. Jarðefnaeldsneyti Orkunýting mannkynsins á síðustu öldu...

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru fríhafnir til?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...

category-iconLæknisfræði

Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...

category-iconHeimspeki

Hvenær breyttist jafnréttisbaráttan úr því að vera jafnréttisbarátta í það að vera jafnstöðubarátta?

Megininntak þessarar spurningar lítur að því hvað tilgreinir hvort við séum jöfn. Og eins og spyrjandi hefur komið auga á þá er það ekki endilega réttur okkar í lagalegum skilningi þess orðs. Raunar samsvarar hugtakið jafnrétti frekar hugtakinu equal rights á ensku frekar en 'equality' sem mest er notað í jafnrét...

category-iconFélagsvísindi

Gátu karlar verið völvur á víkingaöld?

Öll spurningin hljóðaði svona: Gátu karlar verið völvur á víkingaöld? Ef ekki, af hverju? Kveðja, Arnar Ási og félagar hans í 5. bekk Vatnsendaskóla. Samkvæmt íslenskum miðaldabókmenntum var fólk talið fjölkunnugt, byggi það yfir þekkingu sem var ofar almennum skilningi, eða meintri kunnáttu til að hafa áhri...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert var hægt að keyra árið 1918?

Árið 1918 var víða hægt að komast leiðar sinnar akandi á Íslandi, annaðhvort í hestvögnum eða bifreiðum. Bílaöld hófst hér árið 1913 í Hafnarfirði og Reykjavík en hestvagnar til farþegaflutninga voru eldri í hettunni. Vegagerð á Íslandi var í bernsku á þessum árum og vegir víðast hvar vondir. Það tók lungann úr tu...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?

Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu: Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og ós...

category-iconNæringarfræði

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

Fleiri niðurstöður