Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9463 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?

Það er ekki algilt að eyru eldri karlmanna séu loðin, en þó nokkuð algengt þar sem um þrír fjórðu karla fá löng hár á eyrun. Reyndar hafa allir, bæði konur og karlar, hár á eyrnablöðkunum og inni í hlustunum, þótt í flestum tilfellum sjáist þau ekki. Hár á eyrum hreinsa loft á leið þess inn í þau. Þannig koma þau ...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist hér á landi og annars staðar ef eldgos hefjast á Yellowstone-svæðinu?

Þetta er áhugaverð en erfið spurning. Í fyrsta lagi er það skilgreiningaratriði hvað telst „byggilegt“ og hvað ekki, í öðru lagi vita menn ekki gjörla hvað veldur ísöldum, og í þriðja lagi hefur enginn maður orðið vitni að eldgosi af því tagi sem gæti einhvern tíma orðið í Yellowstone. Ástæðan fyrir spurningunn...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?

Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...

category-iconStærðfræði

Hver er munurinn á að deila með og að deila í?

Rétt er að segja deilt sé í teljara með nefnara. Það er að segja að $\frac{2}{3}$ er talan sem fæst þegar deilt er í tvo með þremur. Stærðfræðinni og stærðfræðingum er til happs að í greininni ríkir nokkuð samhæft, alþjóðlegt ritmál. Hvar sem ég mæti stærðfræðingi annars staðar í heiminum, jafnvel aðeins grunns...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Bláa lónið til?

Bláa lónið er fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands en þangað koma um 90% allra erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Lónið er þekkt víða um heim fyrir fegurð sína þar sem það liggur furðublátt í kolsvörtu hrauninu við Svartsengi. Orðstír Bláa lónsins er þó ekki síður tilkominn vegna eiginleika baðvatnsins, se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er keilusnið?

Keilusnið (e. conic sections) kallast þeir ferlar sem fást þegar keila er skorin með plani eða sléttu. Venja er að byrja með tvöfalda keilu eins og sýnd er á myndinni hér til hliðar. Keilusnið eru flokkuð í þrjá flokka: sporbauga (enska ellipse), fleygboga (enska parabola) og gleiðboga (enska hyperbola, stundum lí...

category-iconEfnafræði

Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa?

Flugeldar þróuðust í Kína fyrir um 1000 árum í framhaldi af því að púðrið var fundið upp. Flugeldur er nokkurs konar hylki eða rör úr pappír með púðri í. Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprenginguna en saltpéturinn gefur blön...

category-iconNæringarfræði

Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?

Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er IP-tala uppbyggð og hvaða upplýsingar felast í henni?

Internetið byggir á því að senda gögn á milli nettengdra tækja en til að geta gert það þurfa tækin að hafa heimilisfang. IP-tala (e. Internet Protocol address) gegnir hlutverki heimilisfangs á Internetinu fyrir tölvur, netbúnað og önnur nettengd tæki. IP-tölur geta verið af tvennum toga, annars vegar svokallaða...

category-iconLæknisfræði

Hvaða gallar erfast með Y-litningi og hverjir með X-litningi?

Kynlitningarnir eru tveir og heita X og Y. X er kvenkynlitningurinn en Y er karlkynlitningurinn. Venjuleg arfgerð kvenna með tilliti til kynlitninga er XX en karla XY. Þar sem aðeins karlar hafa karlkynlitning hlýtur hann eingöngu að erfast frá föður til sonar. Ýmsar erfðaraskanir eru til þar sem fjöldi kynlitning...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að tala um uppreisn æru eða uppreist æru?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Mikið finnst mér orðið sem er notað núna „uppreist æru“ undarlegt. Væri ekki betra að segja „uppreist æra“ eða að menn fái „uppreista æru“? Ég hef aldrei heyrt þetta notað svona. Alltaf „uppreisn æru“. Í íslensku lagamáli er talað um „uppreist æru“. Þetta á einkum v...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru eldgos svona heit?

Í eldgosum koma upp bráðin gosefni með efnasamsetningu sem ekki bráðnar fyrr en við 1000°C. Væru eldgosin ekki svona heit, yrðu þau alls ekki. Í iðrum jarðar myndast meiri varmi við sundrun geislavirkra efna en jörðin getur „losað sig við" með varmaleiðingu og varmageislun (Lesa má um þrenns konar flutning varm...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eyðir meðalmaður miklum pening í matvörur á ári?

Eftir því sem næst verður komist vörðu Íslendingar um 64 milljörðum króna í kaup á matvörum árið 2002. Þann 1. desember það ár voru Íslendingar 288 þúsund svo að hver og einn keypti matvörur fyrir um 222 þúsund krónur að meðaltali. Að auki keyptu landsmenn óáfenga drykki fyrir tæpa tólf milljarða og áfenga drykki ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er sjórinn saltur?

Sjórinn er saltur vegna efna sem hafa veðrast úr bergi og borist í hafið með fallvötnum. Vatn er í sífelldri hringrás. Sjórinn gufar upp á suðlægum breiddargráðum og berst með loftstraumum norður þar sem hann þéttist og fellur til jarðar, annað hvort sem rigning eða sjór. Regnið berst síðan aftur út í sjóinn, s...

category-iconVísindafréttir

Vísindavaka 2008

Vísindavaka Rannís verður haldin með pompi og prakt föstudaginn 26. september 2008 á degi Evrópska Vísindamannsins. Hátíðin fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu og hefjast hátíðahöldin kl. 17 og lýkur kl. 22. Vísindavefurinn verður að sjálfsögðu á staðnum og ætlar meðal annars að segja frá því hvort ...

Fleiri niðurstöður