Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5783 svör fundust

category-iconHugvísindi

Af hverju er vatnið blautt?

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við sömu spurningu segir meðal annars:Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segj...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó?

Fáar bækur hafa verið gefnar út oftar en sagan af Róbinson Krúsó eftir Englendinginn Daniel Defoe (1660-1731). Ein heimild telur að við lok 19. aldar, tæpum 200 árum eftir að sagan kom fyrst út, hafi verið til rúmlega 700 útgáfur af Róbinson Krúsó. Síðan þá hafa margfalt fleiri útgáfur af bókinni komið út og ómögu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?

Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af hestum?

Tegund er hópur lífvera sem eru eins í meginatriðum og geta átt saman frjó afkvæmi. Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea og tilheyra allir sömu tegundinni. Því er venjan að tala frekar um mismunandi hestakyn en hestategundir, rétt eins og talað er um hundakyn og kattakyn frekar en hunda- eða katta...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega?

Talið er að hanakamburinn sem á ensku kallast Mohawk eða mohican komi frá Norður-Ameríku. Á enskri tungu er hann kenndur við Móhíkana-indjánaættflokkinn (e. Mohawk) sem kann þó að vera vafasamt því vitað að er að hanakambur var í tísku hjá Wyadot-indjánum mun fyrr. Árið 2003 fundust 2300 ára gamlar líkamsleifa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Finnst stuðlaberg víðar í heiminum en á Íslandi?

Þegar bergkvika kólnar dregst hún saman og getur klofnað þannig að stuðlar myndist. Myndun stuðla er lýst í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig myndast stuðlaberg? Þar kemur meðal annars fram að þeir myndast alltaf hornrétt á kólnunarflötinn þannig að þeir eru lóðréttir í hraunlögum og innskots...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?

Danmörk er hluti af norður-evrópsku lágsléttunni, milli hinna kaledónísku fellingafjalla Skandinavíu í norðri og Alpafjalla í suðri. Landslag þessa svæðis er að mestu mótað af jöklum ísaldarinnar sem skildu eftir sig ógrynni af framburði sem sums staðar er mörg hundruð metra þykkur. Eiginlegt berg finnst hverg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?

Nafnorðið bísi 'hnuplari; þjófnaður' er ekki gamalt í málinu. Sama er að segja um hvorugkynsorðið bís 'hnupl' og sögnina að bísa 'hnupla, stela'. Þau eru frá því um miðja 20. öld og teljast til slanguryrða. Bísi, bís og sögnin að bísa eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli. Orðasambandið að v...

category-iconHugvísindi

Hvert er formlegt heiti landsins okkar?

Formlegt heiti er Ísland. Það er misskilningur ef menn halda að orðið lýðveldi sé hluti af nafninu. Yfirskrift stjórnarskrárinnar er Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Eins og sjá má er orðið lýðveldi haft með litlum staf. Margir hafa tekið eftir skjöldum við sendiráð Íslands erlendis þar sem stendur LÝÐVELDIÐ ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær rofnaði Madagaskar frá meginlandi Afríku?

Í eina tíð var Madagaskar lítill hluti af stór-meginlandinu Pangæu (Al-landi), þar sem að því lágu Afríka, Suðurskautslandið og Indland. Á júratíma, fyrir um 160 milljón árum (m.á.), klofnaði Pangæa í tvö meginlönd, Gondwana í suðri og Lárasíu í norðri. Madagaskar ásamt aðlægum löndum var hluti af Gondwana, en sne...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða gjaldmiðill er í Rússlandi?

Gjaldmiðill Rússlands kallast rúbla (RUB). Þegar þetta er skrifað, snemma í júní 2009, jafngildir 1 rúbla um það bil 4 krónum. Orðið rúbla á hugsanlega rætur að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Fyrr á tímum var rúbla silfurmoli af ákveðinni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?

Í munnvatni leðurblaka af tegundum Desmodus spp. sem í daglegu tali eru nefndar vampírur er efni hefur áhrif á storknun blóðs. Þetta efni er hvati sem nefnist á fræðimáli desmoteplase (DSPA). Hann hefur það hlutverk að óvirkja storkuprótín í blóði fórnarlambsins og koma í veg fyrir storknun þess svo blóðið flæði ó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sama sögn notuð yfir prjónaskap og þegar hestur eða hjól prjónar?

Samkvæmt heimildum tekur prjón ekki að tíðkast hérlendis fyrr en á 16. öld. Það kemur ekki fyrir í fornu máli. Af nafnorðinu prjónn ‘teinn úr málmi (eða tré), stuttur málmpinni með haus á enda’ er leidd sögnin að prjóna og af henni nafnorðið prjón (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 724–725). Í Ritmálssafni Orðabókar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er sama heygarðshornið?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Að vera við sama heygarðshornið - hvað er þetta heygarðshorn? Hvaðan kemur þetta orðtak? Heygarður merkir ‘garður utan um hey’. Orðasambandið að vera við sama heygarðshornið merkir að ‘klifa stöðugt á hinu sama, vera samur við sig’, oft notað í neikvæðri merkingu. Það þekki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á slöngu og röri?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé ekki að velta fyrir sér lífverunni slöngu heldur hlutnum og muninum á honum og röri. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er rör sagt vera „langt, mjótt og sívalt stykki, holt að innan“ en slanga útskýrð sem „gúmmí- eða plaströr til að leiða vökva eða loft“. Þess má geta að orðið pípa ...

Fleiri niðurstöður