Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur?

Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klettabelti’. Fjölmargar samsetningar eru til með –stafur að síðari lið en fjórar tel ég að falli að því sem spurt var um, það er feiknstafur, grátstafur, hástafur og kveinstafur. Af þessum orðum koma feikn-, há- og kveinstafur fyrir í fornu máli.

Feiknstafir eru til dæmis nefndir í tveimur kvæðum í Snorra-Eddu, Grímnismálum og Sólarljóðum. Merkingin er ‘óheillarúnir, skelfingartákn’ af feikn ‘undur, ósköp, býsn’.

Hástafir koma fyrir í Njáls sögu í sambandinu að gráta hástöfum. Hallgerður grét hástöfum eftir rifrildi við Glúm, eiginmann sinn (48. kafli) og er merkingin ‘hátt, ákaflega’.

Fjölmargar samsetningar eru til með –stafur að síðari lið. Fjórar falla vel að því sem spurt er um, það er feiknstafur, grátstafur, hástafur og kveinstafur. Á myndinni sést barn gráta hástöfum.

Kveinstafir eru nefndir í tveimur fornsögum, annars vegar í Morkinskinnu og hins vegar í Alexanders sögu. Dæmin má finna á vefnum í ONP (Ordbog over net norrøne prosasprog).

Grátstafir virðist ekki koma fyrir í elstu heimildum. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í kvæði frá miðri 18. öld eftir séra Jón Magnússon í Laufási:

*Gledenn liwfare enn Graat-Stafer.

Elsta dæmi um grátstafi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá miðri 18. öld.

Það er „Gleðin ljúfari en grátstafir.“ Orðið virðist kom seint fyrir í útgefnum orðabókum. Í verki Björns Halldórssonar, sem gefið var út 1814, er flettan grátr í qverkum (það er í kverkum) (1814: 302) og skýringin ‘undertrykt Graad’, það er ‘niðurbældur grátur’. Í fornmálsorðabók Eiríks Jónssonar frá 1863 er grátstafur uppflettiorð (1863:184):

GRÁTSTAFR, i: þat er g. í kverkunum á e-m en er grædefærdig.

Sveinbjörn Egilsson, kennari í Bessastaðaskóla, skáld og rithöfundur, gaf út orðabók yfir skáldamálið forna með skýringum á latínu, Lexicon poeticum. Finnur Jónsson prófessor gaf verkið út að nýju með dönskum skýringum (1916/1931). Við feiknstafir stendur ‘med rædelsvirkende runer’ (1931: 127). Ég hygg að merkingin í –stafur í fyrrnefndum samsetningum eigi rætur í rúnamerkingunni og að grátstafur sé myndað með eldri orðin að fyrirmynd.

Heimildir:
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Vol. I. Havniæ.
  • Eiríkur Jónsson. 1863. Oldnordisk ordbog. Kjöbrnhavn.
  • Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis. Ordbog over det norsk-islandske skjaldesprog orindelig forfattet af Sveinbjörn Egilsson. Forøget og påny udgivet .... 2. Udgave ved Finnur Jónsson 1931.
  • ONP = Ordbog over net norrøne prosasprog. (Skoðað 10.08.2016).
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. (Skoðað 10.08.2016).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.8.2016

Spyrjandi

Sævar Sigurgeirsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2016. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72328.

Guðrún Kvaran. (2016, 29. ágúst). Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72328

Guðrún Kvaran. „Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2016. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72328>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur?

Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klettabelti’. Fjölmargar samsetningar eru til með –stafur að síðari lið en fjórar tel ég að falli að því sem spurt var um, það er feiknstafur, grátstafur, hástafur og kveinstafur. Af þessum orðum koma feikn-, há- og kveinstafur fyrir í fornu máli.

Feiknstafir eru til dæmis nefndir í tveimur kvæðum í Snorra-Eddu, Grímnismálum og Sólarljóðum. Merkingin er ‘óheillarúnir, skelfingartákn’ af feikn ‘undur, ósköp, býsn’.

Hástafir koma fyrir í Njáls sögu í sambandinu að gráta hástöfum. Hallgerður grét hástöfum eftir rifrildi við Glúm, eiginmann sinn (48. kafli) og er merkingin ‘hátt, ákaflega’.

Fjölmargar samsetningar eru til með –stafur að síðari lið. Fjórar falla vel að því sem spurt er um, það er feiknstafur, grátstafur, hástafur og kveinstafur. Á myndinni sést barn gráta hástöfum.

Kveinstafir eru nefndir í tveimur fornsögum, annars vegar í Morkinskinnu og hins vegar í Alexanders sögu. Dæmin má finna á vefnum í ONP (Ordbog over net norrøne prosasprog).

Grátstafir virðist ekki koma fyrir í elstu heimildum. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í kvæði frá miðri 18. öld eftir séra Jón Magnússon í Laufási:

*Gledenn liwfare enn Graat-Stafer.

Elsta dæmi um grátstafi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá miðri 18. öld.

Það er „Gleðin ljúfari en grátstafir.“ Orðið virðist kom seint fyrir í útgefnum orðabókum. Í verki Björns Halldórssonar, sem gefið var út 1814, er flettan grátr í qverkum (það er í kverkum) (1814: 302) og skýringin ‘undertrykt Graad’, það er ‘niðurbældur grátur’. Í fornmálsorðabók Eiríks Jónssonar frá 1863 er grátstafur uppflettiorð (1863:184):

GRÁTSTAFR, i: þat er g. í kverkunum á e-m en er grædefærdig.

Sveinbjörn Egilsson, kennari í Bessastaðaskóla, skáld og rithöfundur, gaf út orðabók yfir skáldamálið forna með skýringum á latínu, Lexicon poeticum. Finnur Jónsson prófessor gaf verkið út að nýju með dönskum skýringum (1916/1931). Við feiknstafir stendur ‘med rædelsvirkende runer’ (1931: 127). Ég hygg að merkingin í –stafur í fyrrnefndum samsetningum eigi rætur í rúnamerkingunni og að grátstafur sé myndað með eldri orðin að fyrirmynd.

Heimildir:
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Vol. I. Havniæ.
  • Eiríkur Jónsson. 1863. Oldnordisk ordbog. Kjöbrnhavn.
  • Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis. Ordbog over det norsk-islandske skjaldesprog orindelig forfattet af Sveinbjörn Egilsson. Forøget og påny udgivet .... 2. Udgave ved Finnur Jónsson 1931.
  • ONP = Ordbog over net norrøne prosasprog. (Skoðað 10.08.2016).
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. (Skoðað 10.08.2016).

Mynd:

...