Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6211 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að orðið klósett sé komið af orðinu closed? Hér áður fyrr voru snerlar á hurðum með þessu orði.

Orðið klósett er talið tökuorð úr dönsku, kloset. Þangað er orðið komið úr ensku, sbr. water-closet í sömu merkingu. Að baki liggur fornfranskt orð clos með smækkunarendingu, þ.e. closet, sem aftur á rætur að rekja til latínu clausus 'lokaður'. Það er því rétt að klósett og enska closed eru skyld orð....

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna sýnast sól og máni stærri lágt á himni?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna er tunglið stærra við sjóndeildarhringinn en hátt á lofti? (Ragnar Sverrisson)Ég hef tekið eftir því að tunglið sýnist mun stærra þegar það er við sjóndeildarhring en þegar það er í hvirfilstöðu. Eru þetta sjónhverfingar eða er firð tunglsins svo mismunandi að fjarlægð...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?

Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fær maður þvagfærasýkingu?

Þvagfærasýkingar eru sýkingar í þvagrás, þvagblöðru, þvagpípum eða nýrum en þessi líffæri kallast einu nafni þvagfæri. Flestar þvagfærasýkingar (um 80%) eru af völdum bakteríunnar E. coli sem er þarmabaktería, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta einnig verið orsök þvagfærasýkinga. Konur fá frekar þva...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?

Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?

Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...

category-iconJarðvísindi

Hver var Guðmundur Kjartansson og hvert var framlag hans til jarðfræðinnar?

Guðmundur Kjartansson (1909–1972)[1] var prestssonur, fæddur að Hruna í Hrunamannahreppi og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Gagnfræðaprófi lauk hann frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og stúdentsprófi frá MR 1929. Náttúrufræðikennari við MR var þá Guðmundur G. Bárðarson, áhuga- og áhrifamaður mikill um náttúruvís...

category-iconEfnafræði

Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?

Kertaþráðurinn dregur fljótandi vax upp í kertalogann þar sem það brennur og hverfur út í loftið í kring. Ef einfaldur þráður yrði of mjór til að draga vaxið nógu ört má hafa hann tvöfaldan. Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerist þegar hlutur nær tvöföldum eða þreföldum hljóðhraða?

Svarið er í stuttu máli: Ekkert sérstakt! Hér á Vísindavefnum hefur áður verið svarað spurningunni Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn? Ágætt er að lesa það svar á undan þessu. Þar kemur fram að flugvél eða aðrir hlutir verða fyrir snörpum hvirfilstraumum og höggum þegar þeir komast á hljóðhraða en ef...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta ánamaðkar?

Til að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að átta sig fyrst á líffæragerð ánamaðka (oligochaeta). Kjafturinn á ánamöðkum er staðsettur á framenda dýranna. Í munnholinu (e. buccal cavity) er líffæri sem þjónar svipuðum tilgangi og bragðlaukar okkar. Með þessu líffæri metur ánamaðkurinn hvort fæða sem hann rekst...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast hraunhellar?

Hraunhellar eru rásir sem hraunbráðin rann eftir og tæmdust síðan. Hraun renna ýmist í tiltölulega grunnum farvegum, svokölluðum hrauntröðum, nærri yfirborði hraunsins eða bráðin rennur neðanjarðar og leitar niður í óstorknaðan hluta hraunsins og sameinast honum. Við þetta lyftist yfirborð hraunsins og það get...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verður eyrnamergur til og hvaða tilgangi þjónar hann?

Eyrnamergur verður til í vaxkirtlum í húð hlustarinnar en vaxkirtlarnir eru ummyndaðir svitakirtlar. Rásir vaxkirtlanna opnast ýmist beint út á yfirborð hlustarinnar eða í rásir fitukirtla í húð hennar. Sameiginlegt seyti fitu- og vaxkirtla kallast eyrnamergur. Hlutverk eyrnamergs er að hrinda vatni frá hlustin...

category-iconLögfræði

Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna?

Kaupmáli er heiti á ákveðnu formi samnings sem hjón geta gert sín á milli þegar þau ganga í hjónaband eða síðar. Tilgangur kaupmála er að búa til það sem á lagamáli kallast séreign en það er eign sem annað hvort hjóna á og tilheyrir ekki félagsbúi þeirra. Séreignin er undanþegin skiptum ef til skilnaðar kemur. Meg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp sjónaukann?

Talið er að hollenski gleraugnasmiðurinn Hans Lipperhey (1570-1619) hafi fundið upp sjónaukann. Elstu heimildir um sjónaukann eru í bréfi frá árinu 1608 en það ár var sótt um einkaleyfi á honum til hollenska þingsins. Því var hafnað en þingið réði Lipperhey til að smíða allmarga sjónauka. Lesa má meira um Lipper...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur köttur orðið hundblautur?

Allir geta verið hundblautir, dýr jafnt sem menn. Hund- er gamall áhersluforliður sem kemur fram í orðum eins og hundmargur og hunddjarfur. Hann hefur verið tengdur hund - í hundrað og gefur orðum þá merkingu að um eitthvað mikið sé að ræða. Síðar var farið að tengja forliðinn við nafnorðið hundur. Samsetning...

Fleiri niðurstöður