Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 427 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?

Til hjarta- og æðasjúkdóma teljast sjúkdómar í slagæðum líkamans og eru þeir yfirleitt af völdum æðakölkunar. Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum. Æðakölkun b...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?

Fyrst er nauðsynlegt að segja nokkur orð um vetni, einföldustu frumeindina. Algengasta form vetnis hefur eina rafeind sem sveimar um eina róteind í kjarna. Í loftkenndu ástandi myndar vetni tvíatóma sameind, H2. Vetni er mjög hvarfgjarnt við súrefni og það brennur með mikilli varmamyndun og umbreytist í vatnsg...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er vatn?

Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...

category-iconEfnafræði

Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?

Própangas er algengasta brennsluefni fyrir útigrill í heiminum en metangas (jarðgas) er lítillega notað. Ekki er hægt að nota vetni á útigrill sem gerð eru fyrir própangas (Agagas, Gasol, Kosanga, Primus) eða metangas. Ástæðan er sú að í grillum og eldavélum eru brennarar sem eru hannaðir með tilliti til þess efni...

category-iconJarðvísindi

Eyðast demantar aldrei?

„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er púður gert?

Í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvernig komast flugeldar á loft og af hverju verða þeir grænir, gulir og rauðir þegar þeir springa? er fjallað um púður. Þar segir meðal annars:Púður var upphaflega gert úr viðarkolum, brennisteini og saltpétri. Viðarkolin og brennisteinninn verka sem eldsneyti við sprengi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ryðga málmar í frosti?

Já, járn ryðgar í frosti ef loftið er rakt, þó hægar en í hlýrra veðri. Ryðmyndun er efnahvarf og þau verða örari eftir því sem hitinn er meiri. Fljótandi vatn eða raka í lofti þarf til ryðmyndunar og því dregur úr henni þegar vatnið frýs Það sem við köllum frost miðast við hitastigið þar sem vatn frýs. Við köllum...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með íkveikjuæði?

Íkveikjuæði (e. pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar eða spilaáráttu og stelsýki. Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er atómmassaeining?

Atómmassaeining er skilgreind sem 1/12 af massa kolefnis-12 samsætunnar í hvíld (e. at rest), í grunnástandi (e. ground state) og ekki í efnasambandi. Atómmassaeining kallast atomic mass unit á ensku en er einnig kölluð unified atomic mass unit sem mætti þýða sem sameinuð atómmassaeining. Atómmassaeining er tá...

category-iconEfnafræði

Hver fann frumefnið argon?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers konar efni er argon? Hvernig er argon skilgreint? Hvernig er það unnið og nýtt og hver eru helstu efnasamböndin? Argon er eðallofttegund en svo kallast frumefni í flokki 18 í lotukerfinu. Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Auður Sigurbjörnsdóttir rannsakað?

Auður Sigurbjörnsdóttir er aðjúnkt í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hún fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, til að mynda á samlífisbakteríum fléttna og notagildi þeirra í tengslum við umhverfislíftækni. Fléttur eru þekktar sem sambýli sveppa og ljóstillífandi lífvera, ýmist grænþörunga eða bl...

category-iconUmhverfismál

Af hverju er ekki hægt að búa til óson og setja upp í gufuhvolfið?

Hér er einnig svarað spurningu Jóhanns Benjamínssonar, Er ekki hægt að finna upp leið til að framleiða óson? Til eru leiðir til að framleiða óson. Einfaldasta aðferðin felst í því að leiða rafstraum í gegnum venjulegt loft sem inniheldur súrefni og köfnunarefni. Það veldur því að súrefnissameindir (O2) rofna í sú...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta brunnklukkur flogið?

Brunnklukkur eru svokallaðar vatnabjöllur sem eru einu skordýrin í íslenskri náttúru sem ala allan sinn aldur í vatni. Á Íslandi hafa fundist sex tegundir Vatnabjalla í tveimur ættum: vatnaklukkuætt (l. Haliplidae) og Brunnklukkuætt (l. Dytiscidae) sem telur alls fimm tegundir, ...

category-iconLæknisfræði

Hvaða frumulíffæri eru í lifrarfrumu og hvernig starfa þau?

Flestar frumur líkamans hafa að miklu leyti sömu frumulíffæri en fjöldi þeirra og umfang er mismunandi og háð starfsemi og sérhæfingu frumunnar. Lifrin er helsta efnaverksmiðja líkamans og frumulíffærin í lifrarfrumum endurspeglar þessa starfsemi. Kjarninn er stór og hnöttóttur með laust pökkuðu litni og áberan...

Fleiri niðurstöður