Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2248 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar?

Veggjalús (Cimex lectularius) er talin upprunnin í Asíu og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum. Margir fundarstaðir eru skráðir í gömlum heilbrigðisskýrslum, ekki síst á Vestfjörðum, en skráðir fundarstaðir á seinni tímum eru dreifðir og strjálir. Hér á l...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru sykrur?

Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Efnafræðilega eru sykrur hýdröt kolefnis (hýdrat er efnasamband orðið til við samruna tiltekins efnis og vatns) með almennu formúluna (CH2O)n þar sem \(n\geq 3\). Ef sykrusameind er gerð úr einni slíkri einingu telst sykran til einsykra, ef hún er gerð úr tveimur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?

Mávar tilheyra mávaætt (Laridae) og teljast til strandfugla (Charadriiformes). Að staðaldri verpa sjö tegundir máva hér á landi. Fimm þeirra teljast til ættkvíslarinnar Larus, það er hvítmávur (Larus hyperboreus), svartbakur (Larus marinus), silfurmávur (Larus argentatus), sílamávur (Larus fuscus) og stormmávur (L...

category-iconEfnafræði

Finnast kolvetni í mat?

Orðið kolvetni hefur verið notað um tvenns konar efnasambönd. Annars vegar um það sem á ensku heitir carbohydrate, kolhýdröt í máli efnafræðinga, og hins vegar það sem á ensku heitir hydrocarbon, sem efnafræðingar kalla kolvetni. Þessi mismunandi notkun á sér langa sögu. Tvö dæmi úr ritmálssafni Árnastofnunar v...

category-iconLæknisfræði

Getur kínín haft áhrif á á sinadrátt, fótaóeirð, hjartsláttaróreglu og malaríu?

Öll spurningin hljóðaði svona: Getur kínín haft áhrif á sinadrátt, fótaóeirð, hjartsláttaóreglu og sem meðhöndlun malaríusníkla? Hvernig verkar kínín alkalóíðinn í líkamanum og á malaríusníkilinn? Kínín er plöntubasi (alkalóíð) sem er að finna í berki kínatrésins, Cinchona. Nafnið hefur ekkert með landið Kína ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju setjast dropar utan á glas þegar köldu vatni er hellt í það?

Upprunalega spurningin var: Af hverju verður glas blautt (rakt) að utan þegar kalt vatn er sett í það? Andrúmsloftið er að langmestu leyti köfnunarefni og súrefni en önnur efni finnast þar líka, þar á meðal vatnssameindir. Þetta vatn ferðast um heiminn, gufar upp, myndar ský, fellur svo til jarðar sem rigni...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hirsi og hvernig er það notað?

Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum ...

category-iconEfnafræði

Hvað er fitusprenging og hvernig er mjólk fitusprengd?

Hér er einnig svarað spurningunum:Tíu ára syni mínum langar svo að vita hvað fitusprenging í mjólk er. Hvernig virkar fitusprenging í mjólkurafurðum? Þ.e.a.s hvernig fer hún fram? Mjólk sem kemur beint úr spenum kúa inniheldur um 3,8-4,2% fituefni á formi fitukúla (e. fat globules). Þessar fitukúlur eru um 0,1...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið í febrúar 1951?

Á bloggi sínu, Hungurdiskar, fjallar Trausti Jónsson veðurfræðingur iðulega um veður tiltekinna ára undir yfirskriftinni „Hugsað til ársins ....“ Þar er að finna mikinn fróðleik sem tengist veðurari tiltekinna ára. Í þessu svari er birtir nokkrir bútar úr umfjölluninni um árið 1951 og sérstaklega horft til febrúar...

category-iconJarðvísindi

Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?

Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé ra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er örbylgjukliður, hvenær uppgötvaðist hann og hvernig er hann útskýrður?

Grundvallarforsögn kenningarinnar um Miklahvell (Big Bang) er sú að alheimurinn þenjist út. Útþenslan bendir til þess að alheimurinn hafi verið minni, þéttari og heitari í fortíðinni, en að hann hafi smám saman kólnað með þenslunni. Snemma í sögu alheimsins hefur gasið sem hann var gerður úr verið mjög heitt og g...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær og hvernig náðu Danir yfirráðum yfir Færeyjum, Íslandi og Grænlandi?

Ef marka má Færeyinga sögu, sem rituð var á fyrri hluta 13. aldar, voru það Færeyingar sem fyrstir eyþjóðanna í Norður-Atlantshafi gengu Noregskonungi á hönd. Samkvæmt Færeyinga sögu var það Ólafur helgi Haraldsson, Noregskonungur, sem fyrstur reyndi að fá færeyska höfðingja til að gerast sér skattskyldir, hugsanl...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Árnason og hvað gerði hann merkilegt?

Jón Árnason er eflaust þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í söfnun þjóðsagna á 19. öld. Segja má að þjóðsagnasöfnunin hafi þó aðeins verið hluti af stærri heild, sjálfstæðisbaráttu og hreyfingu sem miðaði að því að skapa grundvöll þjóðmenningar og endurspeglast meðal annars í baráttu Jóns, vinar hans Sigurðar Gu...

category-iconSálfræði

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta í lækningaskyni til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks. Hún er til dæmis nýtt til þess að taka á svefnörðugleikum, erfiðum höfuðverkjum og til að efla einbeitni fólks í námi eða íþróttum. Hvaða áhrif hefur dáleiðsla? Mjög algengt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að geyma og nýta orku frá vindrafstöðvum?

Spurningin tengist þeirri staðreynd að nýta verður rafmagn í raforkukerfinu á sama augnabliki og það er framleitt í virkjunum. Ekki er til nein hagkvæm aðferð til að geyma rafmagn (raforku) í neinum teljandi mæli nema með verulegum kostnaði. Dæmi um slíkt eru að sjálfsögðu rafhlöður, en geymslan takmarkast af stær...

Fleiri niðurstöður