Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er murta?
Murta er afbrigði af bleikju. Murtan lifir í Þingvallavatni en það er eina stöðuvatnið í heiminum sem hefur fjögur afbrigði af bleikju. Þau heita: murta, kuðungableikja, dvergbleikja og sílableikja. Murtan er jafnmynnt og lifir aðallega á smákröbbum, mýflugum og lirfum. Hún hefur oddmjótt höfuð og jafnlanga sk...
Hafa eplaedikstöflur einhver áhrif á fitubrennslu?
Vísindalegar heimildir eru mjög af skornum skammti varðandi tengsl eplaediks og fitubrennslu. Svo virðist sem þau áhrif sem ætluð eru eplaediki eigi ekki við vísindaleg rök að styðjast, enn sem komið er að minnsta kosti. Hefðbundna ráðleggingin er sú að blanda 1-2 skeiðum af eplaediki út í vatn fyrir máltíð og...
Hvaða bílar eru hraðskreiðustu bílar heims, fyrir utan formúlubíla?
Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðastliðin tíu ár mun vera McLaren F1 sem sést hér að neðan. Vissulega má þó deila um hvað telst vera fjöldaframleiðsla, en einungis 100 bílar af þessari gerð voru framleiddir frá 1992 til 1998 þegar framleiðslu þeirra var hætt. Bíllinn er með 12 strokka og 627 hestafla...
Hvað er átt við með orðinu ku, eins og þegar sagt er það ku vera?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með orðinu ku? Til dæmis það ku vera. Hvaðan kemur þetta? Ku er samandregin mynd af sögninni að kveða og þekkist allt frá 18. öld. Um er að ræða 3. persónu eintölu og fleirtölu í þátíð: Hann ku vera farinn, hún ku vera lasin, þeir ku vera lagðir af stað, þær ku...
Hvaða plöntur étur sauðfé helst og hvaða tegundir forðast það?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað ræður fæðuvali sauðfjár? kemur fram að lömb læra fyrst og fremst af mæðrum sínum hvaða plöntutegundir eru fýsilegar til átu. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fæðuval sauðfjár er mjög breytilegt, bæði í tíma og rúmi og á milli einstaklinga. Gerð hefur verið rannsókn á ...
Hvað merkir orðið makráður eiginlega og hvernig er það hugsað?
Orðið makráður merkir ‘latur, værukær’. Það er leitt af lýsingarorðinu makur ‘viðeigandi, hæfandi; þægilegur’ og skylt orðinu makindi ‘ró, kyrrð’. Síðara liðurinn -ráður er notaður til að mynda lýsingarorð af nafnorðum. Hann er dreginn af nafnorðinu ráð ‘ráðlegging, ákvörðun’ og sögninni ráða ‘ráðleggja, ákva...
Er mjólk holl?
Hér er einnig svarað spurningu Baldvins Kára Sveinbjörnssonar:Er mjólk, eins og hún er unnin í dag, í raun jafnholl og af er látið?Þegar litið er til innihalds mjólkur af næringarefnum er ekki hægt að segja annað en að mjólk sé bráðholl. Í raun er mjólk næringarríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á, ef frá er...
Er offita arfgeng?
Offita er sívaxandi heilbrigðisvandamál í hinum vestræna heimi og er stundum talað um offitufaraldur. Gjarnan er miðað við að fólk sé offeitt þegar svokallaður líkamsmassatuðull (BMI) er kominn yfir 30 en nánar er fjallað um hann í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er BMI? Fituforði líkamans er undir l...
Hver var síðasta setning Fermats?
Síðasta setning Fermats segir að jafnan an + bn = cn hafi engar heiltölulausnir ef að talan n er stærri eða jöfn 3. Auðvitað má fyrir hvaða n sem er finna tölur a, b og c þannig að jafnan gildi, en þá er að minnsta kosti ein þeirra ekki heiltala. Að vísu er auðvelt að finna heiltölulausnir á jöfnunni ef að minns...
Hvað getið þið sagt mér um Látrabjarg?
Látrabjarg er vestasti oddi Íslands. Hefur það jafnframt oft verið talið vestasti oddi Evrópu, þótt það sé í raun skilgreiningaratriði því Asóreyjar, sem tilheyra Portúgal, liggja vestar. Látrabjarg er byggt upp af hinum forna hraunlagastafla Vestfjarða, en þessi hluti hans hlóðst upp í endurteknum eldgosum fyrir ...
Hvernig lýstu landnámsmenn Íslandi?
Norrænir landnámsmenn Íslands kunnu yfirleitt ekki að skrifa, nema hvað þeir munu hafa klappað stuttar rúnaristur í stein eða tré, en ekkert af slíku hefur varðveist. Meðal kristinna landnámsmanna frá Skotlandi og Írlandi hafa sjálfsagt verið menn sem kunnu að skrifa, en engir textar eftir þá eru varðveittir. Það...
Hví hafa þróast með mannkyninu mismunandi blóðflokkar og hvaða tilgangi gegna þeir í dag?
Á næsta ári verður liðin öld frá því Karl Landsteiner uppgötvaði ABO-blóðflokkana. Uppgötvunin hafði strax notagildi. Hún gerði blóðgjafir mögulegar og kom fljótlega við sögu í glæparannsóknum. ABO-blóðflokkarnir endurspegla dálítil tilbrigði í greinóttum sykurkeðjum sem eru utan á rauðum blóðkornum, en reyndar lí...
Hver er lágmarksfjöldi einstaklinga í samfélagi án þess að samfélag hrynji vegna skyldleikasjúkdóma?
Nýlegar rannsóknir benda til að 160 manns sé nægilegur fjöldi til að viðhalda genamengi mannsins á viðunandi hátt. Hins vegar mætti jafnvel helminga þá tölu ef einhverskonar félagsleg stýring yrði viðhöfð. Mannfræðingurinn John Moore í Háskólanum í Flórída rannsakaði þetta sem hluta af sameiginlegu verkefni með...
Er talan 0,9999999.... = 1?
Já, það er rétt að óendanlega tugabrotið 0,999999... er jafnt 1. En áður en ég útskýri hvernig á því stendur er rétt að segja nokkur orð um hvað meint er með óendanlegum tugabrotum. Merkingu endanlegra tugabrota er einfalt að skilja. Tugabrotið 2,7 táknar 2 heilar einingar og 7 tíundu hluta af einingu. Broti...
Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?
Heilablóðfall eða heilaslag getur stafað af tveimur meginorsökum. Annars vegar er um að ræða svokallað heiladrep þegar fyrirstaða eins og blóðtappi verður í einni af heilaslagæðunum. Af því leiðir að það heilasvæði sem æðin liggur til fær ekki þá næringu og súrefni sem það þarfnast og deyr í kjölfarið. Hin...