Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2420 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Væru risaeðlurnar enn til ef loftsteinn hefði ekki lent á jörðinni?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Ef risaeðlur hefðu ekki dáið út væru þær þá eins í dag og í fyrndinni? Fyrir um 65 milljónum ára, lenti loftsteinn á jörðinni. Þetta markaði enda krítartímabilsins í jarðsögunni og þar með miðlífsaldar. Árekstur loftsteinsins leiddi til útdauða margra tegunda lí...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir Finna- í örnefninu Finnafjörður?

Uppurnalega spurningin var Hvaðan er nafnið Finnafjörður komið? Í Landnámabók er maður sem heitir Finni kynntur til sögu og fjörðurinn Finnafjörður, þar sem nú er Langanesbyggð, kenndur við hann: ‘Finni hét maðr, er nam Finnafjǫrð ok Miðfjǫrð. Hans son var Þórarinn, faðir Sigurðar, fǫður Glíru-Ha...

category-iconVerkfræði og tækni

Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?

Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J). Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar á Íslandi finnst skógarmítill aðallega?

Skógarmítill er blóðsuga á spendýrum sem heldur sig í gróðri, einkum í skógarbotnum. Þegar hann vantar blóð skríður hann upp í gróðurinn og krækir sig við blóðgjafa á leið um hann, sem er oftast meðalstórt og stórt spendýr, til dæmis hjartardýr eða sauðkind. Ungviði leggst á lítil spendýr, skriðdýr og jarðbundna f...

category-iconLæknisfræði

Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?

Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...

category-iconLæknisfræði

Er kransæðasjúkdómur arfgengur?

Það hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdómur er ættlægur sjúkdómur[1] og hefur ættlægnin verið metin allt að 50%.[2] Arfgeng kólesterólhækkun er dæmi um vel skilgreindan erfðasjúkdóm sem veldur snemmkomnum kransæðasjúkdómi vegna mikillar hækkunar í blóði á eðlisléttu fituprótíni (e. low density lipoprotein, LD...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?

Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið mansal skrifað með einu n-i, en ekki tveimur eins og t.d. mannekla?

Orðið mansal er sett saman úr man ‘ófrjáls manneskja, ambátt, mær’ og nafnorðinu sal af sögninni selja. Mansal merkir þá ‘þrælasala’. Mannekla er hins vegar sett saman af nafnorðunum maður og ekla ‘vöntun, skortur’ og merkir ‘skortur á mönnum’. Mansal merkir þrælasala en mannekla er skortur á mönnum. Myn...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?

Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp hnífapörin?

Hér er einnig svarað spurningu Þorbjargar:Hvar og hvenær voru hnífapörin fundin upp og hvenær fór almenningur að nota þau? Yfirleitt er átt við hníf og gaffal þegar talað er um hnífapör, þó skeiðar séu stundum taldar með eins og lesa má um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju tölum við um hnífapör...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?

Eins og lesa má í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir? hefur verið deilt um hvort greind sé meðfædd eða áunnin. Helstu rannsóknirnar í þessu sambandi snúa að eineggja tvíburum sem hafa verið skildir að við fæðingu, þó að öðrum ástæðum en til að gera rannsóknina!...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?

Upprunalegu spurningarnar voru: Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum? Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður blöðrur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju fær maður blöðrur við það að brenna sig og þegar maður sópar eða rakar? Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju kemur blóð úr blöðru þegar hún springur? Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk skjaldkirtilsins?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvers konar veikindum getur skjaldkirtill valdið? Hvað getið þið sagt mér um skjaldkirtilshormón og áhrif röskunar á þeim? Skjaldkirtillinn er innkirtill og myndar tvö hormón í tveimur megin frumugerðum sínum. Önnur frumugerðin myndar skjaldkirtilshormón en það er til í tvei...

category-iconEfnafræði

Hvað er innvermið efnahvarf og hvað er útvermið efnahvarf?

Upprunalegu spurningarnar voru:: Ég er að vinna verkefni í efnafræði og þarf að fjalla um innvermið og útvermið. Hvað er það eiginlega? Hver er munurinn á útvermri og innvermri efnabreytingu? Ég var að spá hver er munurinn á innvermnu og útvermnu efnahvarfi? Ný hugtök vefjast oft fyrir fólki í byrjun...

Fleiri niðurstöður