Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2449 svör fundust
Af hverju er Dauðahafið svona salt?
Í mjög stuttu máli er ástæðan fyrir því hversu salt Dauðahafið er sú að ekki ríkir jafnvægi á milli innstreymis og „útstreymis“ uppleystra efna. Skoðum þetta aðeins nánar. Sólarlag við Dauðahafið. Skotinn James Hutton (1726-1797) hefur verið nefndur „faðir nútíma jarðfræði“ og telja sumir merkasta framlag h...
Er hægt að sjá í gegnum málma með röntgengeislum?
Já, það er vel hægt! Röntgengeislar eru í eðli sínu þannig að þeir smjúga í gegnum efni og í raun geta þeir smogið í gegnum hvaða efni sem er. Þeir dofna samt alltaf á leið sinni um efni, en dofnunin getur verið frá því að vera nánast engin, til dæmis í lofti, upp í að vera mjög mikil, til dæmis í blýi. Það hve...
Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Jónsdóttir rannsakað?
Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur er faglegur leiðtogi á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Matís. Faghópurinn sem Rósa leiðir vinnur meðal annars að rannsóknum og þróun á lífvirkum efnum og matvælum, rannsóknum á nýtingu vannýttra afurða, til dæmis þörunga og loðnu og rannsóknum á heilnæmi matvæla og stöðugleika matvæl...
Hversu mikið ræktarland þarf í einar gallabuxur?
Upprunalega spurningin var: Hvað þarf mikið landssvæði af bómull til að búa til einar gallabuxur? Efnið í gallabuxum er bómull. Bómullarplantan er ræktuð víða um heim en stærstu bómullarframleiðendurnir eru Kína, Indland, Bandaríkin, Pakistan og Brasilía. Skilyrði til ræktunar eru afar mismunandi, ekki bara á m...
Getið þið leyst úr deilu milli mín og pabba um það hvort frumefnið vetni sé búið til úr vatni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég og pabbi minn erum búin að vera í deilum í langan tíma vegna vetnis. Mér datt í hug að láta Vísindavefinn útkljá vandamálið. Vetni er frumefni. Vetni + súrefni búa til vatn, ekki satt? En vetni er ekki búið til úr vatni er það nokkuð? Efnaformúla vatns er H2O sem þýði...
Gæti ég fengið að vita það helsta um kolefni?
Kolefni kemur við sögu í öllu okkar daglega lífi. Fæðan sem við neytum inniheldur kolefni, flíspeysurnar okkar eru úr kolefni, við notum kolefni til að knýja bílana okkar, sumir skreyta sig með kolefni, við skrifum með kolefni, notum það til að grilla og það kemur mikið við sögu í hinum svokölluðu gróðurhúsaáhrifu...
Hvernig varð fjallið Keilir til?
Líklegast telja flestir Esjuna vera borgarfjall Reykjavíkur, enda gnæfir hún tignarlega yfir höfuðborgarsvæðið í norðri. Til suðurs er þó annað fjall, eða öllu heldur fell, sem margir höfuðborgarbúar sjá daglega og mörgum þykir vænt um. Er það hinn formfagri Keilir sem stendur stakur, mitt á eldbrunnum Reykjanessk...
Hvaðan kemur horinn?
Hor er samheiti yfir það slím er frá nefinu kemur. Þannig getur horið verið mjög misjafnt að gerð og magni. Þurrt hor eða hor sem er fast í sér fæst einungis fram þegar við borum í nefið eða snýtum okkur hressilega og er sú gerð hors ef til vill sú þekktasta. Við sjúklegar uppákomur, þá sérstaklega sýkingar breyti...
Hvað er kossageit og hvernig smitast hún?
Kossageit (e. impetigo) er sýking í ystu lögum húðarinnar sem í flestum tilfellum orsakast af svokölluðum A-streptókokka-bakteríum (keðjukokkum). Í um þriðjungi tilfella má finna bakteríuna Staphylococcus aureus (klasakokka) ýmist eina sér eða með streptókokkunum. Stafýlókokkar og streptókokkar geta einnig verið í...
Hvað ár byrjuðu forvarnir gegn tóbaksnotkun á Íslandi?
Ein elsta og frægasta viðvörun við tóbaksnoktun á Íslandi er kvæði séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) „Tóbak róm ræmir …“1 og umvandanir séra Stefáns Ólafssonar í Vallarnesi (um 1619 – 29. ágúst 1688) sem segir í upphafi Tóbaksádeilu sinnar um 1640 „Læðst hefur inn í landið hrak, lýðir kalla það tóbak.“ Fá...
Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans eru markmið öryggisráðsins að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á opnum fundi. Ráðið gerir tillögur um fyrirkomulag v...
Hvers vegna koma krullur á borða þegar maður strýkur honum eftir skærum?
Flestir kannast við að hafa séð skrautlega plastborða með krullaða (upprúllaða) enda bundna utan um ýmsar gjafar. Krullurnar má framkalla með því að klemma borðann nokkuð fast milli þumalfingurs annarrar handar og skæriseggjar og grípa með hinni hendinni utan um borðann nokkru framar (sjá mynd 1). Síðan eru hendur...
Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?
Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi um orðið úr ritinu Norðanfara þar sem vísað er í texta frá 1785. Þar stendur: „hnífapör mjög fánýt“ en engin skýring er á orðinu. Í ritinu Íslenzkir þjóðhættir eftir Jóna...
Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?
Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar fr...
Hvað er freemartinismi og getur hann komið fyrir hjá mönnum?
Því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenska þýðingu á orðinu freemartin en það er notað um vanþroskaðan og oftast ófrjóan kvígukálf sem er tvíburi við nautkálf. Kvígan er bæði erfðafræðilega og líkamlega kvenkyns en getur haft ýmis karlkyns einkenni. Ófrjósemi kvígunnar kemur til strax í móðurkviði og er afleiði...