Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hversu mikið ræktarland þarf í einar gallabuxur?

EDS

Upprunalega spurningin var:
Hvað þarf mikið landssvæði af bómull til að búa til einar gallabuxur?

Efnið í gallabuxum er bómull. Bómullarplantan er ræktuð víða um heim en stærstu bómullarframleiðendurnir eru Kína, Indland, Bandaríkin, Pakistan og Brasilía. Skilyrði til ræktunar eru afar mismunandi, ekki bara á milli landa heldur líka á milli svæða innan sama lands og því er breytilegt hversu mikil uppskeran er á hverja flatareiningu. Gallabuxur eru misþungar eftir því hversu stórar og efnismiklar þær eru og þetta tvennt, það er efnisnotkunin í hverjar buxur og hversu mikið tiltekið land gefur af sér gerir það að verkum að ekki er til eitt rétt svar við því hversu mikið landsvæði þarf til að búa til einar gallabuxur.

Af öllum nytjaplöntum mannkyns sem ekki eru nýttar til matar er bómull þeirra mikilvægust. Stór hluti mannkyns notar bómull á hverjum degi, við klæðumst fötum úr bómull, sofum með bómullarrúmföt og þurrkum okkur í bómullarhandklæði.

Á vefsíðu National Cotton Council of America er hægt að sjá ýmsar tölulegar upplýsingar um bómullarframleiðslu í heiminum. Þar sem þetta er bandarísk síða er flatarmál lands gefið upp í ekrum (e. acre) og þyngd bómullar í pundum. Árið 2018 er reiknað með að hver ekra lands sem notuð er til bómullarræktunar í Kína gefi að meðaltali af sér 1.560 pund. Til samanburðar er meðaltals framleiðsla á hverja ekru í Bandaríkjunum 860 pund en 431 pund á Indlandi.

Eitt pund er 0,453 kg. Ef við notum meðaltalsframleiðslu á flatareiningu í Bandaríkjunum þá gefur hver ekra um 390 kg af bómull. Hefðbundnar karlmannsgallabuxur eru oft um 0,8 kg. Miðað við það fengjust rétt rúmlega 487 slíkar buxur úr þeirri bómull sem ræktuð væri á einni ekru. Ein ekra er 4.046 m2. Við erum því með 487 buxur / 4.046 m2 lands, sem þýðir að fyrir hverjar buxur þarf rétt um 8,3 m2.

Á vefsíðu Sorpu kemur fram að hægt er að endurvinna gallabuxnaefni allt að 5 sinnum. Efnið er þá tætt og þráður spunninn, nýtt gallabuxnaefni svo ofið úr þræðinum og það til dæmis nýtt í nýjar gallabuxur.

Það er einnig áhugavert að skoða hvert vatnsspor gallabuxna er. Vatnsspor mælir hversu mikið vatn er notað til að framleiða tiltekna vöru. Meðal vatnsspor í heiminum við framleiðslu á bómullarefnum (ræktun, hreinsun og vinnsla) er 10.000 l af vatni fyrir hvert kg af bómull. Ef við miðum við sömu gallabuxur og áður, það er buxur sem vega 0,8 kg þá þýðir það að til þess að framleiða bómull í einar gallabuxur þarf 8.000 lítra af vatni.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

17.1.2019

Spyrjandi

Rakel Mjöll Jóhannesdóttir

Tilvísun

EDS. „Hversu mikið ræktarland þarf í einar gallabuxur?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68292.

EDS. (2019, 17. janúar). Hversu mikið ræktarland þarf í einar gallabuxur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68292

EDS. „Hversu mikið ræktarland þarf í einar gallabuxur?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68292>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið ræktarland þarf í einar gallabuxur?
Upprunalega spurningin var:

Hvað þarf mikið landssvæði af bómull til að búa til einar gallabuxur?

Efnið í gallabuxum er bómull. Bómullarplantan er ræktuð víða um heim en stærstu bómullarframleiðendurnir eru Kína, Indland, Bandaríkin, Pakistan og Brasilía. Skilyrði til ræktunar eru afar mismunandi, ekki bara á milli landa heldur líka á milli svæða innan sama lands og því er breytilegt hversu mikil uppskeran er á hverja flatareiningu. Gallabuxur eru misþungar eftir því hversu stórar og efnismiklar þær eru og þetta tvennt, það er efnisnotkunin í hverjar buxur og hversu mikið tiltekið land gefur af sér gerir það að verkum að ekki er til eitt rétt svar við því hversu mikið landsvæði þarf til að búa til einar gallabuxur.

Af öllum nytjaplöntum mannkyns sem ekki eru nýttar til matar er bómull þeirra mikilvægust. Stór hluti mannkyns notar bómull á hverjum degi, við klæðumst fötum úr bómull, sofum með bómullarrúmföt og þurrkum okkur í bómullarhandklæði.

Á vefsíðu National Cotton Council of America er hægt að sjá ýmsar tölulegar upplýsingar um bómullarframleiðslu í heiminum. Þar sem þetta er bandarísk síða er flatarmál lands gefið upp í ekrum (e. acre) og þyngd bómullar í pundum. Árið 2018 er reiknað með að hver ekra lands sem notuð er til bómullarræktunar í Kína gefi að meðaltali af sér 1.560 pund. Til samanburðar er meðaltals framleiðsla á hverja ekru í Bandaríkjunum 860 pund en 431 pund á Indlandi.

Eitt pund er 0,453 kg. Ef við notum meðaltalsframleiðslu á flatareiningu í Bandaríkjunum þá gefur hver ekra um 390 kg af bómull. Hefðbundnar karlmannsgallabuxur eru oft um 0,8 kg. Miðað við það fengjust rétt rúmlega 487 slíkar buxur úr þeirri bómull sem ræktuð væri á einni ekru. Ein ekra er 4.046 m2. Við erum því með 487 buxur / 4.046 m2 lands, sem þýðir að fyrir hverjar buxur þarf rétt um 8,3 m2.

Á vefsíðu Sorpu kemur fram að hægt er að endurvinna gallabuxnaefni allt að 5 sinnum. Efnið er þá tætt og þráður spunninn, nýtt gallabuxnaefni svo ofið úr þræðinum og það til dæmis nýtt í nýjar gallabuxur.

Það er einnig áhugavert að skoða hvert vatnsspor gallabuxna er. Vatnsspor mælir hversu mikið vatn er notað til að framleiða tiltekna vöru. Meðal vatnsspor í heiminum við framleiðslu á bómullarefnum (ræktun, hreinsun og vinnsla) er 10.000 l af vatni fyrir hvert kg af bómull. Ef við miðum við sömu gallabuxur og áður, það er buxur sem vega 0,8 kg þá þýðir það að til þess að framleiða bómull í einar gallabuxur þarf 8.000 lítra af vatni.

Heimildir og myndir:

...