Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 563 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eftir hvaða guðum heita allar reikistjörnurnar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör janúarmánaðar 2017?

Í janúarmánuði 2017 birtust 32 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Af fimm mest lesnu svörum janúarmánaðar voru tvö svör um jarðfræði og það kemur ekki á óvart þar sem svö...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...

category-iconHugvísindi

Hvernig er nafnið á heimsálfunni Afríku til komið?

Til eru mismunandi kenningar um uppruna nafnsins Afríka á þeirri heimsálfu. Nafnið mun vera komið úr latínu. Rómverjar notuðu það um norðurströnd Afríku en síðar hefur þróunin orðið sú að það var notað um alla álfuna. Latneska orðið aprica þýðir 'sólríkur' og gríska orðið afrike þýðir 'án kulda' og hafa bæði ve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng?

Miðfingur handarinnar er oftast nefndur langatöng en í eldra máli einnig langastöng. Hugsanlega er sú mynd upprunalegri og vísar til þess að þessi fingur stendur fram úr hinum eins og löng stöng. Til gamans má nefna að fingurnir hafa flestir fleiri en eitt nafn. Talið frá þumli eru þau: þumall, þumalfingu...

category-iconHugvísindi

Hvaða ár fór fyrsta víkingaskipið á flot?

Í dag veit enginn hvenær fyrsta víkingaskipinu var siglt. Ýmsar heimildir eru til um siglingar víkinga. Frá þeim er meðal annars sagt í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum. Ein erlend heimild segir frá því að fyrsta víkingaferðin hafi verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifa sprettfiskar?

Sprettfiskur (Pholis gunnellus) lifir á grunnsævi og í strandsjó. Heimkynni hans eru nær undantekningarlaust grýttur þara- og þangbotn þar sem hann getur leynst enda á hann sér marga skæða óvini eins og til dæmis þorsk. Sprettfiskurinn finnst í þangfjörum allt í kringum landið og leynast þeir oft undir steinum þeg...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig get ég fundið út hvar fólk er jarðað?

Á vefsíðunni Garður.is er hægt að slá inn upplýsingar um látna einstaklinga og finna hvar þeir eru grafnir. Yfirleitt er bæði tiltekið í hvaða garði menn liggja og hvar í garðinum leiði þeirra er. Þeir sem vilja til dæmis finna leiði Jóns Sigurðssonar fá þær upplýsingar að hann sé grafinn í reit R-0418 í Hólavall...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?

Kvígindisfjörður er fjörður sem gengur norður úr Breiðafirði milli Skálmarfjarðar og Kollafjarðar og var samnefndur bær í botni hans. Kvígandafjörður er hann nefndur í Landnámabók (Íslenzk fornrit I, 168-170). Orðið kvígindi (hk) merkir ‚ungir nautgripir‘, skylt orðunum kvíga og kvígur (kk)‚ bolakálfur‘ (Ásgei...

category-iconHugvísindi

Er eitthvert nafn falið í þulunni sem hefst á orðunum ,,Heyrði ég í hamrinum..."?

Til eru margar hljóðritanir af þulunni sem byrjar Heyrði ég í hamrinum (eða hellinum) í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar fer hver heimildamaður með þuluna á sinn hátt eins og eðlilegt er því það er einmitt eðli kveðskapar úr munnlegri geymd að breytast í hvert sinn sem farið er með...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er sjóðstreymi?

Afkoma fyrirtækis á ákveðnu rekstrartímabili er jöfn tekjum þess á tímabilinu að frádregnum gjöldum á sama tímabili. Tekjurnar eru þannig tekjufærðar og gjöldin gjaldfærð á tímabilinu. Innstreymi tekna í peningum getur átt sér stað á öðrum tíma en tekjufærslan. Hið sama gildir um gjöldin. Þetta leiðir til þess ...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er útreikningurinn á vísitölum þegar tekið er tillit til arðgreiðslna og útgáfu jöfnunarhlutabréfa?

Við útreikning á flestum hlutabréfavísitölum er stuðst við svokallaða vog markaðsvirðis. Með því er átt við að breytingar á vísitölunni eiga að endurspegla breytingar á markaðsvirði allra fyrirtækjanna sem vísitalan nær til. Sjálfkrafa er tekið tillit til útgáfu jöfnunarhlutabréfa við útreikninginn en misjafnt er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er blogg og hvaðan er það upprunnið?

Blogg er í stuttu máli dagbókarform á netinu. Á ensku er hugtakið 'blog' stytting á orðinu 'weblog' en 'log' er nokkurs konar dagbók eða kerfisbundin skráning. Í flugi er til að mynda haldin svokölluð 'leiðarflugbók' eða 'flugdagbók', en á ensku nefnist hún 'flight log' eða 'journey logbook'. Bloggið rekur ræt...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna geta bankar krafist verðbóta af útlánum en þurfa ekki að greiða einstaklingum verðbætur á innlán?

Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...

category-iconFélagsvísindi

Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?

Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...

Fleiri niðurstöður