Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3727 svör fundust
Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt?
Nóbelsverðlaunin í efnafræði (eðlisefnafræði) árið 2014 féllu í skaut þriggja vísindamanna. Þeir eru Eric Betzig vísindamaður við Janelia-rannsóknastöð Howard Hughes-stofnunarinnar fyrir læknisfræði í Virginíufylki í Bandaríkjunum, Stefan W. Hell vísindamaður og forstöðumaður Max Planck-stofnunarinnar fyrir lífeðl...
Getur þú sagt mér allt um hvíta nashyrninginn?
Hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Hvíti nashyrningurinn er mikill um sig og grófgerður í öllu vaxtalagi. Hann minnir helst á forsögulegt spe...
Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð 1930?
Upprunalega var spurningin svona:Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð sem hann reisti þar árið 1930 og enn stendur? M.ö.o hvernig átti stöpullinn ásamt fleiri hliðstæðum (sem gaman væri að vita hvar voru/eru staðsettir) að sýna fram á rek meginlandanna og sanna kenningu Wegeners? Grænl...
Hvar fundust handrit Íslendingasagnanna?
Íslendingasögur voru flestar samdar á 13. öld og voru þá skrifaðar á bókfell eða með öðrum orðum verkað skinn, einkum af kálfum. Sögurnar voru ýmist hafðar stakar í handriti eða settar saman í stærri bækur, sumar mjög veglegar. Handritagerð á Íslandi stóð í mestum blóma á 14. öld en hnignaði síðan hægt og sígandi ...
Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Heil og sæl, við erum nemendur í grunnskóla og erum að vinna verkefni um Jósef Stalín. Við vorum að velta fyrir okkur hvaða hluti hann hefur gert sem hafa leitt til góðs. Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár. Á Vísindavefnum hefur áður verið f...
Af hverju er talað um boðorðin tíu þegar þau eru í raun fjórtán?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í meginkafla Biblíunnar um „Boðorðin tíu“ eru þau fjórtán (svona ef þið vissuð það ekki), svo þá vaknar spurningin: Hver ákvað að kennd skyldu „bara“ þessi 10 og þá ekki síður hver ákvað hvaða 10 það skyldu vera? Það er sannarlega rétt hjá spyrjanda að það er hægt að lesa fleir...
Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?
Stjórnarskráin, líkt og önnur íslensk lög, gildir um alla þá sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði. Sum réttindi og skyldur samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru hins vegar bundin tilteknum skilyrðum og getur íslenskt ríkisfang verið þeirra á meðal. Á það til dæmis við um kosningarétt við kosningar til Alþingis, s...
Hvernig grafa ár sig niður?
Þessu verður ekki betur svarað en með lýsingu Þorleifs heitins Einarssonar í jarðfræðibókum hans, fyrst Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968).[1] „Rennandi vatn er iðið við mótun landslags og raunar afkastadrýgst útrænu aflanna í þeirri iðju. Hreint vatn vinnur þó lítið á föstu bergi nema undir fossum og í kröpp...
Er ranghugmynd merkingarleysa? Geta hugmyndir verið réttar eða rangar?
Upprunaleg spurning var svohljóðandi: Fyrirbærið hugmynd er augljóslega hvorki það sama og staðhæfing eða fullyrðing, hvað þá heldur tilgáta eða kenning, sem aftur leiðir af sér að hugmynd getur þá hvorki verið "rétt" né "röng" (eða hvað?) sem slík, ólíkt öllum hinum fyrirbærunum enda jú bara hugmynd! Er þá ekki...
Hvað er borgaravitund?
Þegar talað er um borgaravitund er yfirleitt verið að vísa í hugmyndir fólks um hvað það sé að vera fullgildur þátttakandi í tilteknu samfélagi, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Orðið er notað í svipaðri merkingu og enska orðið citizenship og danska orðið medborgerskab. Þetta kann að virðast nokkuð kl...
Hvernig og hvenær gengu hryggdýr á land?
Sambærilegri spurningu var svarað á Vísindavefnum árið 2002. Eins og höfundur þess svars nefnir, var lítið vitað um landnám hryggdýra á þeim tíma. Síðan hefur hins vegar þekking vísindamanna á landnámi hryggdýra aukist gífurlega. Eitt af stærstu skrefum í þróunarsögunni var landnám hryggdýra. Svarið við ráðgát...
Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs?
Vel er spurt og af miklum fróðskap. En þeim sem ætlað er að svara hlýtur að verða ónotalega við. Spurningin er ættuð frá Óðni sjálfum og boðar mönnum feigð. Henni er varpað fram í fornum ritum þegar Óðinn keppir í visku við Vafþrúðni og Heiðrek konung. Í Vafþrúðnismálum dylst Óðinn sem Gagnráður og undir nafni Ges...
Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?
Svarið er já, miðað við ákveðnar eðlilegar forsendur sem eru þó ekki settar fram í spurningunni. Við skiljum spurninguna þannig að átt sé við lausnarhraða frá yfirborði plánetu eða reikistjörnu. Slíkur lausnarhraði frá yfirborði hnattar ákvarðast af því að hreyfiorkan dugi til að koma hlutnum út úr þyngdarsviði...
Af hverju eru sumar kindur styggar en aðrar ekki?
Breytileikinn er eitt af því sem einkennir lífið á jörðinni. Einstaklingar af sömu tegund eru mismunandi og það er mikilvæg forsenda fyrir því að lífið þróist. Þannig getur náttúruvalið farið að verka með því að þeir einstaklingar veljast úr sem hafa hagstæða eiginleika í því samhengi sem við á hverju sinni. Breyt...
Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?
Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...