Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3654 svör fundust
Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?
Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...
Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?
Breviarium Holense. Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði...
Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?
Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...
Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar?
Upprunalega spurningin frá Sif hljóðaði svo:Hve langt eru rannsóknir með stofnfrumur komnar og er möguleiki að þær komi til með að leysa líffæra- og vefjaígræðslu af hólmi í framtíðinni? Hér er einnig svarað spurningu Rúnars Arnar:Hvernig miðar stofnfrumurannsóknum um heim allan? Rannsóknum á stofnfrumum hef...
Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta? Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun...
Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?
Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...
Hver er áhrifamesta ljósmynd sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hver er áhrifamesta ljósmynd sem tekin hefur verið? Er einhver leið til að meta það? Í raun er engri vísindalegri aðferð beitt til að meta áhrif ljósmynda á einstaklinga, almenningsálitið, stjórnmálamenn eða aðra sem völd hafa í samfélaginu, en nokkrar myndir hafa náð það mikill...
Geta lífverur þróast í stökkum vegna stökkbreytinga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Talað er um lífverur sem stökkbreytast með tíð og tíma eftir því hvað stökkbreytingin er hentug hverjum stað fyrir sig. Hvað tekur eiginlega langan tíma fyrir lífverur að stökkbreytast eða þróast, eru það áratugir, hundruðir, þúsundir eða miljón ár? Stökkbreytingar eru hráe...
Mun ómíkron útrýma delta og öðrum afbrigðum veirunnar?
Frá því að SARS-CoV-2 faraldurinn hófst undir lok árs 2019 hefur veiran dreifst um heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði myndast hjá veirum þegar nægilega margar og áhrifaríkar stökkbreytingar hafa orðið á erfðaefninu, til að eiginleikar veirunnar breytist miðað við upprunalegu gerðina (eða önnur afbri...
Eru engin frumrit til af Íslendingasögunum?
Spyrjandi bætir við: Hvernig vita fræðimenn að Íslendingasögurnar eru aðeins varðveittar í uppskriftum af öðrum handritum? Er alveg öruggt að eldri handrit sem nú eru glötuð hafi alltaf legið til grundvallar? Kemur þetta fram í varðveittu handritunum? Hefur hugtakið frumrit einhverja merkingu í þessum fræðum?...
Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvaða lönd hafa einfaldasta skattkerfið? Er slíkt skattkerfi góður kostur? Ekki er einfalt mál að skera úr um einfaldleika skattkerfa. Á að miða við hversu margar síður skattalögin eru í lagasafninu? Á að miða við hversu langan tíma það tekur einstakling eða lögaðila að fyl...
Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?
Nei, massi tiltekins hlutar er stærð sem breytist ekki hvað sem við gerum við hlutinn, nema þá að við bætum einhverju efni við hann eða skiljum efni frá honum. Massinn er til dæmis hinn sami hvort sem hluturinn er staddur hér á Íslandi, uppi á Everest-fjalli, á tunglinu eða við yfirborð reikistjörnunnar Júpíters. ...
Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára. Venjan er hins vegar í ...
Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?
Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...
Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?
Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...