Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9644 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið 'nú vænkast hagur strympu'?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur máltækið 'Nú vænkast hagur strympu'? (eða stundum hækkar í stað vænkast) Orðið strympa hefur fleiri en eina merkingu: ‘skaftausa; miðurmjó fata; oddhúfa, stromphúfa; stórvaxin kona o.fl.’. Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er orðið þekkt í málinu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju ætli Arnaldur Indriðason kalli nýjustu glæpasögu sína Myrká?

Bær í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu heitir Myrká eftir samnefndri á. Bærinn er alþekktur úr þjóðsögunni um djáknann á Myrká, sem birtist í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (I:270-272 (1961)). Myrká fellur eftir Myrkárdal sem gengur vestur úr Hörgárdal. Áin hefur grafið sér mjög djúpt gil fyrir neðan bæinn Myrkárda...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?

Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari h...

category-iconLífvísindi: almennt

Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?

Upphaflega spurningin var sem hér segir: Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar ennþá hinn svonefnda "týnda hlekk" til að tengja nútímamanninn við háþróuðustu frummenn?Með spurningunni er lagt fyrir einskonar krossapróf með tveimur tæmandi kostum: Veldu annaðhvort a) það er til bein lína...

category-iconBókmenntir og listir

Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?

Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa í Allt um Lukku-Láka, um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í Lukku-Lákabókunum sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið flokkað haförn frá ríki niður í tegund?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er ein af þremur tegundum ránfugla í íslenskri fuglafánu. Hann er í senn langstærstur og sjaldgæfastur hérlendra ránfugla. Haförninn er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylu...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur talan pí marga aukastafi og hverjir eru þeir?

Talan pí (π) er óræð tala eins og það er kallað í stærðfræði, en það merkir að hún verður ekki skrifuð sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Margir tengja pí sjálfsagt við brotið 22/7 en það er ekki "sama sem" pí í...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið útskýrt fyrir mér Richterskvarðann?

Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann á rót sína að rekja til mælinga með stöðluðum skjálftamælum í staðlaðri fjarlægð frá upptökum skjálfta. Stigafjöldi skjálfta samkvæmt honum miðast við útslag eða sveifluvídd á slíkum mæli, en er um leið grófur mælikvarði á orkuna sem lo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á maður að segja Mexíkani eða Mexíkói?

Í ritinu Ríkjaheiti og þjóðernisorð (Statsnavne og nationalitetsord) sem Norræn málstöð gaf út 1994 eru nefnd heitin Mexíkói og Mexíkómaður (bls. 25). Það kemur heim og saman við það að heldur er amast við endingunni -ani í þjóðaheitum. Sjá umfjöllun á Vísindavefnum um orðin Kúbani og Kúbverji....

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvenær varð heimurinn til?

Því miður er svarið við þessari spurningu ekki einfalt, því að ekki hefur tekist að ákvarða aldur alheimsins með fullri vissu. Þó má segja að allt bendi til að hann sé á bilinu 10-20 milljarðar ára, það er tvisvar til fjórum sinnum meiri en aldur sólkerfis okkar. Hér á eftir er fjallað nánar um hvernig aldur alhei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fer veiruvarnarforrit að því að þekkja tölvuveirur?

Veiruvarnaforrit beita fyrst og fremst tveimur aðferðum til að finna tölvuveirur, greiningu byggða á leitarstrengjum annars vegar og grunsamlegri hegðun hins vegar. Fyrri aðferðin byggir á því að fyrirtækið sem býr til veiruvörnina hafi fengið eintak af tölvuveirunni og sérfræðingar þess hafi skoðað hana. Þ...

category-iconBókmenntir og listir

Því fer svo lítið fyrir drengjum í ævintýrum?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Öskubuska, Þyrnirós, Mjallhvít, Rauðhetta, Gullbrá - og Litla-Ljót. Því fer svo lítið fyrir drengjunum í ævintýrunum? Ævintýri má skilgreina sem afbrigði af þjóðsögum. Í svari Rakelar Pálsdóttur við spurningunni Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? segir að:[æ]vintýri s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?

Eini refurinn sem býr á Íslandi er tófan en hún er af tegundinni Vulpes lagopus (áður Alopex lagopus) og finnst um allt norðurheimskautið. Tófur eru um allt land en þéttleikinn er mismunandi eftir svæðum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að telja allar tófur á Íslandi en þar sem veiðar hafa verið stundaðar með re...

category-iconEfnafræði

Hvernig fer títrun á edikssýru með natrínhýdroxíði fram?

Áður hefur verið fjallað um títrun á Vísindavefnum, meðal annars í svari við spurningunni Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram? Þar er farið yfir sýru-basa títrun. Það er ástæða til þess að minnast líka á títrun edikssýru með natrínhýdroxíði. Orðið römm sýra var notað í fyrra svari, en það þýði...

Fleiri niðurstöður