Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1001 svör fundust
Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?
Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...
Verður næsta eldgos í Grímsvötnum stærra en eldgosið 2011?
Ekki er hægt að segja með neinni vissu hversu stórt næsta eldgos í eldstöðvakerfinu Grímsvötnum verður. Gossagan getur þó gefið ýmsar vísbendingar og staðsetning gosanna hefur sitt að segja um stærðina. Mestu máli skiptir hvar í eldstöðvakerfinu gosin verða: í megineldstöðinni innan Grímsvatnaöskjunnar eða utan he...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?
Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile. Hér s...
Hvað eruð þið gömul?
Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...
Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?
Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári. Landselur © Jón Baldur ...
Hver er sérstaða náhvals? Lifir hann í hópum? Hvernig fer fyrir honum ef hann missir tönnina?
Náhvalurinn (e. narwhal eða narwhale, Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Hann er algengastur við strandlengju Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást, en mun sjaldnar, undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska. Náhvali er sjaldgæft að finna sunnan við 70° breiddargráðu. N...
Hvar eru rauðhærðir algengastir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í hvaða landi eða landsvæði eru rauðhærðir algengastir? Hvar er Ísland í röðinni hvað varðar hlutfall rauðhærðra? Er hægt að sjá með DNA-rannsókn hvaðan rauðhærðir Íslendingar koma? Rautt hár er algengast meðal Vesturlandabúa, en nær óþekkt hjá upprunalegum ættbálkum Afríku, A...
Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?
Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...
Af hverju heita mörgæsir þessu nafni?
Heitið mörgæs er væntanlega tilkomið vegna líkamsgerðar dýranna. Elsta þekkta dæmið um heitið mörgæs á þessu einkennisdýri Suðurskautslandsins er að finna í tímaritinu Fjölni frá 1847. Nafnið er sennilega séríslenskt. Eins og lesendur Vísindavefsins vita þá eru mörgæsir búlduleitir og ófleygir fuglar, enda hold...
Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?
Við höfum áður skrifað um stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar, en það er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) sem finnst á grunnsævi umhverfis Japanseyjar. Á fyrri skeiðum jarðstögunnar voru hins vegar til mun stærri liðdýr en þau sem lifa í dag. Það sýnir steingervingasagan okkur. Eitt s...
Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að spyrja um heiti á ákveðinni málhefð. Ég veit að á Siglufirði sleppa menn stundum eignarfornafni þegar talað er um hluti sem tilheyra einhverjum, t.d. bíllinn mömmu í stað bíllinn hennar mömmu, báturinn afa í stað báturinn hans afa, dótahillan Helgu í stað dótah...
Brennur demantur ef ég set hann ofan í glóandi hraun?
Þegar fastefni er hitað, bráðnar það eða gufar upp eftir aðstæðum -- og ef það er eldfimt og súrefni fyrir hendi, brennur það. Meðfylgjandi mynd sýnir jafnvægisástand kolefnis við mismunandi hita og þrýsting. Við þrýsting minni en 0,01 GPa (100 loftþyngdir) bráðnar demantur (sem hér er hálfstöðugur) ekki, heldur g...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þórunn Rafnar rannsakað?
Þórunn Rafnar er deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Rannsóknir Þórunnar beinast einkum að því að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á tilurð og framþróun krabbameins. Krabbamein er gott dæmi um flokk sjúkdóma þar sem upplýsingar um erfðafræðilega áhættu geta nýst til að koma í veg f...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ívar Örn Benediktsson rannsakað?
Ívar Örn Benediktsson er sérfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans og aðjúnkt við jarðvísindadeild. Rannsóknir hans eru á sviði ísaldar- og jöklajarðfræði og snúa einkum að landmótun jökla og vexti þeirra og hnignun í tíma og rúmi vegna loftslagsbreytinga. Megináhersla Ívars hefur verið á nútímajökulumhve...
Hvers vegna er komma notuð í stað punkts til að tákna tugabrot á Íslandi?
Spurningin í heild sinni var svohljóðandi: Hvers vegna er notuð komma á Íslandi til að skipta á milli heiltöluhluta og aukastafa í stað punkts eins og tíðkast á flestum öðrum stöðum? Er þetta gert eingöngu til að valda vandræðum eða er einhver vitleg ástæða á bak við þetta? Mismunandi hefðir eru í heiminum u...