Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8497 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað er pósitífismi?

Auguste Comte (1798-1857) kynnti grundvallarstef pósitífismans til sögunnar snemma á nítjándu öld í ritgerðum á borð við „Considérations philosophiques sur la science et les savants“ (1825) og skilgreindi og útfærði ítarlega í Cours de philosophie positive sem kom út í sex bindum á árunum 1830-1842 og Système de p...

category-iconHugvísindi

Hvað fundu Forngrikkir upp?

Forngrikkir fundu ýmislegt upp: Hér gefst ekki færi á að gefa tæmandi upptalningu á því öllu en þó má minnast á það helsta. Þá ber fyrst að nefna gríska stafrófið. Grikkir fundu að sjálfsögðu ekki fyrstir upp ritmál en þeir þróuðu stafrófið sitt úr fönikísku stafrófi snemma á 8. öld f.Kr. Áður höfðu Grikkir not...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig kom bærinn Dunkerque við sögu í seinni heimstyrjöldinni?

Dunkerque (franska, Dunkirk á ensku) er hafnarbær í Norður-Frakklandi, rétt sunnan við landamærin við Belgíu. Í lok maí og byrjun júní 1940 var borgin sögusvið atburða sem reyndust afdrifaríkir fyrir framgang seinni heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland í byrjun september 1939 lýstu Fra...

category-iconHeimspeki

Ef Sókrates væri uppi á okkar tímum, væri hann þá ekki bara iðjuleysingi og ónytjungur?

Ef Sókrates lifði í dag á sama hátt og hann lifði í Aþenu frá 470 til 399 fyrir Krists burð, væri svarið augljóst: Nei. Hugsanlega kemur upp í huga margra þegar hugsað er um líf Sókratesar, mynd af hvítskeggjuðum öldungi sem situr á tröppum Aþenutorgs, umkringdur ungum mönnum sem þyrstir í visku. Hann ræðir við...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef skjaldbaka byrjar kapphlaup við hest með 100 m forskoti, getur hann einhvern tímann náð henni?

Spurningunni hér að ofan hafa menn velt fyrir sér frá því um 450 f. Kr. en þá setti Zenón, grískur heimspekingur sem bjó í borginni Elea á suður Ítalíu, fram eftirfarandi þverstæðu (og kallaði til leiks Akkilles þann er var mestur kappi í liði Grikkja við Trjóuborg): Akkilles þreytir kapphlaup við skjaldböku en ...

category-iconVerkfræði og tækni

Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?

Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni ...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir tilvist Guðs út frá mögulegum útskýringum á tilvist alheimsins?

Tilvist alheimsins hefur verið mönnum nokkurt undrunarefni svo langt sem heimildir ná, og að öllum líkindum lengur, svo að ekki þarf að koma á óvart þótt reynt hafi verið að leita svara við slíkum spurningum í tímans rás. Hefðbundið svar felst í svonefndum „heimsfræðirökum“, sem eru ein af nokkrum sígildum rökfærs...

category-iconLandafræði

Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?

Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...

category-iconHugvísindi

Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?

Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít. Uppruni og merking Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...

category-iconLandafræði

Af hverju skiptist Kórea í Norður- og Suður-Kóreu?

Uppskipting Kóreu í norður- og suðurhluta átti sér býsna langan aðdraganda. Allt frá 7. öld hafði Kórea verið óskipt konungsríki í nánu sambandi við kínverska keisaraveldið sem ljáði því djúptæk menningarleg og pólitísk áhrif, þó án þess að sambandið hafi skert sjálfstæði Kóreu. Segja má að Kórea hafi notið vernda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?

Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu....

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur verið gert í tóbaksvörnum á Íslandi og hefur það áhrif?

Íslendingar hafa lengi verið í fararbroddi tóbaksvarna en hvergi í Evrópu er hlutfall reykingafólks jafn lágt, eða tæp 6% árið 2023. Þetta er ívið lægra en hjá Svíum sem fylgja þétt á hæla okkar en nota mun meira munntóbak en gert er hérlendis. Hlutfall reyklausra karla og kvenna er nú svipað á Íslandi, en upp úr ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er meðalaldur Íslendinga?

Meðalaldur tiltekins hóps manna er skilgreindur sem meðaltal af aldri einstaklinganna. Með öðrum orðum eru aldurstölurnar lagðar saman og deilt í með fjöldanum. Meðalævi er hins vegar tala sem lýsir því hversu gamlir menn verða að meðaltali. Meðalaldur getur breyst án þess að meðalævi breytist, til dæmis ef hlutfa...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað veldur því að aðeins eru 28 dagar í 1 mánuði, 30 dagar í 4 mánuðum og 31 dagur í 7 mánuðum en ekki 31 dagur í 5 mánuðum og 30 dagar í 7? Misjöfn lengd almanaksmánaðanna á sér sögulegar rætur. Núgildandi regla er sú sem Júlíus Cæsar valdi þegar hann kom skipan á tímatal ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?

Franska vísindaakademían skilgreindi metrann árið 1791, í kjölfar frönsku byltingarinnar, sem 1/10.000.000 (einn tíu milljónasta) úr kvartboga sem dreginn er milli póls og miðbaugs á jörðinni; það er 1/40.000.000 úr ummáli jarðar. Það segir sig þá sjálft að ummál jarðar taldist 40.000.000 metrar eða 40.000 kílómet...

Fleiri niðurstöður