Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 317 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað eru vetnishalíðar?

Halógenar skipa sautjánda flokk lotukerfisins (áður kallaður 7. flokkur). Þeir eru flúor (F), klór (Cl), bróm (Br), joð (I), astat (At) og frumefni númer 117 en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Samheiti mínushlaðinna ...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíundakerfi og hver fann það upp?

Daníel Arnar spurði: Hvernig er reiknað í tvíundakerfi? og Ólafur Jón vildi fá að vita hvort erfitt væri að læra á tvíundakerfið í tölvum. Tvíundakerfið (e. binary numeral system) er talnakerfi eða sætiskerfi með grunntöluna 2. Þegar tala er rituð í tvíundakerfinu svarar hvert sæti til veldis af tveimur og getu...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?

Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er munurinn á vetnissprengju og kjarnorkusprengju?

Orðið kjarnorka (e. nuclear energy) er haft um alla orku sem rekja má til atómkjarnanna (e. atomic nuclei). Orka losnar frá kjörnunum eftir tvenns konar leiðum sem eru ólíkar en byggjast þó báðar á tveim staðreyndum. í fyrsta lagi er orka jafngild massa samkvæmt jöfnu Einsteins $E = m c^2$ og í öðru lagi er massi ...

category-iconStærðfræði

Af hverju eru tungumál ólík milli landa en stærðfræði og tölustafirnir alltaf eins?

Upprunalega spurningin var: Hvernig vill svo til að tungumál eru ólík milli landa en stærðfræði og tölustafir eru eins? Tungumál eru ólík milli margra landa en letrið, sem þau eru rituð með, er sameiginlegt mörgum löndum og þjóðum. Tölur eru líka lesnar með ólíkum hætti hjá ólíkum þjóðum eftir því tungumáli...

category-iconTrúarbrögð

Eru einhverjar reglur til um hvernig eigi að eyða gömlum, skemmdum Biblíum?

Fyrirspyrjandi lætur eftirfarandi vangveltu fylgja spurningu sinni: Nú eru þetta helgirit sem að mínu áliti ættu ekki að fara í pappírsgámana. Mér er kunnugt um gamla Guðbrandsbiblíu sem ekki er talið neitt annað við að gera en að eyða henni. Það er rétt að Biblían er helgirit kristinna manna og Gamla testa...

category-iconStærðfræði

Hvaða gagn er að prímtölum?

Prímtölur eru tölur sem er ekki hægt að leysa upp í eiginlega þætti. Engin tala gengur upp í prímtölu nema hún sjálf og 1, sem er hlutleysa og hefur engin áhrif í margföldun. Oft getur verið þægilegt að fást við tölur sem margar aðrar tölur ganga upp í. Það á til dæmis við töluna 60. Tölurnar 2, 3, 4, 5, 6, 10...

category-iconStærðfræði

Hvaða aðferðum er beitt til að finna aukastafi pí?

Talan $\pi$, pí, er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Hún er stundum nefnd fasti Arkímedesar. Arkímedes (272–212 f.Kr.) beitti nákvæmum útreikningum til að finna gildi $\pi$. Hann notaði nálgunaraðferð með því að finna ummál reglulegra marghyrninga með æ fleiri hornum þannig að lögun þeirra nálgaðist hri...

category-iconEfnafræði

Varð allt efnið í alheiminum til samstundis í Miklahvelli?

Efnisheimurinn á því formi sem hann er í dag varð ekki allur til í Miklahvelli (e. Big Bang). Hins vegar mynduðust grunneindir efnisins sem lágu til grundvallar myndun efnisheimsins, eins og við þekkjum hann í dag, á fyrstu sekúndubrotum eftir Miklahvell. Þessar grunneindir kallast öreindir. Hér á eftir verður þet...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svín?

Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi. Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae ...

category-iconStærðfræði

Af hverju margföldum við stundum í kross þegar við leysum jöfnur með brotum í stað þess að finna samnefnara og lengja með honum?

Fyrst er rétt að gera grein fyrir tveimur hugtökum sem koma fyrir í spurningunni: Samnefnari tveggja eða fleiri brota er tala sem allir nefnarar brotanna ganga upp í. Ef við höfum til dæmis brotin $\frac7{9}$ og $\frac5{12}$, þá er talan $36$ samnefnari þeirra, því báðir nefnararnir $9$ og $12$ ganga upp í han...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíliðustuðullinn C(n,k) og hvers vegna er fjöldi tvíundastrengja af lengd n með k ása einmitt C(n,k)?

Formlega er tvíliðustuðullinn $C(n,k)$ skilgreindur sem fjöldi $k$ staka hlutmengja í $n$ staka mengi. Óformlega þýðir þetta að $C(n,k)$ er fjöldi möguleika á að velja $k$ hluti úr safni af $n$ hlutum, þar sem ekki skiptir máli í hvaða röð þessir $k$ hlutir eru valdir. Ef til dæmis velja á $5$ einstaklinga úr $10$...

category-iconStærðfræði

Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs?

Keilusnið (e. conic sections) eru skurðferlarnir sem myndast þegar keila er skorin með sléttum fleti. Þessir skurðferlar geta orðið þrenns konar eftir því hvernig slétti flöturinn hallar og þannig fást þrjár ólíkar gerðir keilusniða: Sporbaugar (e. ellipse), fleygbogar (e. parabola) og breiðbogar (e. hyperbola). ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort er íslenskt vatn hart eða mjúkt og hvert er sýrustig þess?

Íslenskt drykkjarvatn er með því besta sem gerist í heiminum. Það er yfirleitt efnasnautt og ekki er þörf fyrir að bæta það með hreinsiefnum. Þannig er það með vatnið á höfuðborgarsvæðinu sem sótt er í borholur Gvendarbrunna í Heiðmörk. Við þurfum að hafa í huga að kalda vatnið er okkar dýrmætasta auðlind sem við...

category-iconOrkumál

Hvað kostar að hafa kveikt á ljósaperu?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað kostar að hafa kveikt á 60 W ljósaperu í einn mánuð? (Árni Björn) Hvað kostar að láta 40 W ljósaperu loga í 4 klukkustundir? Hvaða verð er ég að borga á mínu heimili? (Eva) Hversu mikið kostar að láta 40 W ljósaperu loga í einn sólarhring? (Sverrir Páll) Hjá Orku n...

Fleiri niðurstöður