Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8198 svör fundust
Af hverju æla kettir hárum?
Skýringin á því að kettir kasta upp hárum liggur í því að þegar þeir þvo sér sleikja þeir feldinn með hrjúfri tungunni og þá berast hár ofan í maga þeirra. Hárin valda ertingu í maganum sem leiðir til þess að þeir skila þeim upp. Hins vegar berst eitthvað af hárum niður meltingarveginn og skilst út með saur. K...
Af hverju geta hænur flogið og hreyft sig eftir að búið er að höggva af þeim hausinn?
Það er vel þekkt að þegar hausinn er höggvinn snögglega af hænu þá getur hún hlaupið rösklega í burtu. Það sama gildir vitanlega líka um hana! Ástæðan fyrir þessu er sú að viðbrögð í mænunni eru ennþá virk í nokkurn tíma eftir afhausunina og hænan getur þess vegna staðið og hlaupið. Hjartað slær jafnvel enn eft...
Börðust indjánar í Þrælastríðinu?
Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...
Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?
Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...
Hvað verður um alla fitu sem við neytum?
Megnið af þeirri fitu sem við fáum úr mat eru efnasambönd sem kallast þríglýseríð, en þau eru samsett úr glýserólsameind sem þrjár fitusýrur eru tengdar við. Önnur fituefni í mat eru fosfóglýseríð, steról (eins og kólesteról), og fituleysanleg vítamín. Enn fremur innihalda þarmarnir svolítið af fitu sem er upprunn...
Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?
John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...
Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...
Hvað er algrím og hvernig nýtist það í tölvufræði?
Algrím er forskrift eða lýsing, á einhvers konar læsilegu mannamáli, sem segir glöggum lesanda hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Reiknivandamál er þá í víðum skilningi hvert það vandamál sem felst í að vinna úr tilteknum gerðum gagna og fá önnur gögn sem niðurstöður. Al-Khowârizmî ritaði því algrím samkv...
Hvað hlaupa hýenur hratt?
Til eru fjórar tegundir hýena. Þær eru blettahýena (Crocuta crocuta), rákahýena (Hyaena hyaena), brúnhýena (Parahyaena brunnea) og jarðúlfur (Proteles cristalus). Oftast þegar talað er um hýenur er átt við afrísku blettahýenuna enda hefur hún verið hvað mest rannsökuð og kvikmynduð af þessum fjórum tegundum. R...
Hvað merkir orðatiltækið „að bregða hampi í augu einhvers”?
Þetta orðatiltæki virðist sjaldgæft í íslensku. Þrátt fyrir nokkra leit hef ég aðeins fundið eitt dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans úr Norðanfara 13. árgangi, bls. 70 en það rit kom út á síðari hluta 19. aldar. Dæmið er svona: „en ekki þarf hann að bregða hampi í augu almennings með því, þegar rjett er aðgætt.” Me...
Af hverju er sagt að eitthvað sé laukrétt og pottþétt?
Í orðunum laukréttur 'alveg réttur'og laukjafn 'hnífjafn, alveg jafn' er líkingin sótt til lauksins en einkenni hans eru hin jöfnu lög sem leggjast hvert yfir annað. Orðin virðast innlend smíð. Í orðinu pottþéttur 'alveg traustur', sem einkum er notað í sambandinu að eitthvað sé pottþétt er líkingin sótt í pot...
Hvað er bandormur í fjárlögum?
Hugtakið bandormur er notað á alþingi um frumvörp til breytinga á mörgum lögum. Þegar fjárlög eru samþykkt þarf að breyta ýmsum upphæðum sem tilgreindar eru í öðrum lögum og er það gert með bandormi sem fjármálaráðherra talar fyrir. Oft snerta bandormar mörg ráðuneyti og þá flytur forsætisráðherra jafnan frumvörpi...
Hvað er eldur?
Eldur kviknar þegar "eldfimt" efni brennur. Efnið tekur þá upp súrefni (ildi) úr andrúmsloftinu og myndar ný gös eða lofttegundir. Eldur í umhverfi okkar kemur oft af því að efni með með miklu kolefni í, til dæmis kol, olía, bensín, timbur, pappír, kertavax, er að brenna. Þá myndast gas sem nefnist koltvísýringur ...
Hvað eru miklar líkur á því að sólin springi innan 50 ára?
Við þorum að fullyrða að það séu varla neinar líkur á því að sólin okkar muni springa innan 50 ára. Sólin á eftir að eyða jörðinni þegar hún þenst út og gleypir hana, en það gerist ekki fyrr en eftir um 8 milljarða ára. Það er mun lengri tími en aldur jarðarinnar sem er 4,6 milljarða ára. Um sólstjörnur er h...
Hvaðan kemur orðið spítali?
Orðið spítali 'sjúkrahús' er tökuorð í íslensku þegar í fornu máli, líklegast úr miðlágþýsku sem töluð var í norðurhluta Þýskalands. Þar voru notuð orðin spetal, spittal í sömu merkingu. Í miðlágþýsku var orðið fengið að láni úr miðaldalatínu hospitâle 'hús, gistihús' sem er leitt af hvorugkyni lýsingarorðsins hos...