Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Eru rangar fullyrðingar verndaðar af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?

Baldur S. Blöndal

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er rangt mál verndað af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar? Væri t.d. hægt að refsa mér fyrir að segja að reykingar séu hollar, smokkar séu gagnslausir, mamma mín sé 150 ára, og Kringlan sé lokuð á miðvikudögum? Eða myndi það brjóta gegn stjórnarskránni?

Skoðana- og tjáningarfrelsið hefur verið talið til grundvallarréttinda í vestrænum lýðræðisþjóðfélögum. Rétturinn til að tjá sig er meðal annars verndaður í 73. gr. stjórnarskrárinnar, 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, 19. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og 19. gr. alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Hér er spurt um þá verndun tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin kveður á um og því nærtækast að líta til 73. gr. hennar þar sem segir:

 1. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
 2. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
 3. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Fyrstu málsgrein ákvæðisins mætti lýsa á þann veg að hún tryggi mönnum rétt til þess að finnast hvað sem þeim kann að þykja án íhlutunar yfirvalda en snýr ekki beinlínis að tjáningu. Í annarri málsgrein er vikið að opinberun skoðana manna og mönnum leyft að láta þær í ljós en settur fyrirvari um að þeim beri að ábyrgjast þær fyrir dómi. Í þriðju málsgrein er svo löggjafanum veitt heimild til að setja tjáningarfrelsinu skorður og þau skilyrði tilgreind sem slík lagasetning þarf að uppfylla.

Samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar eru allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Þó svo að önnur málsgrein beri með sér að sérhver tjáning geti verið borin undir dómstóla er ljóst að sú er ekki raunin. Í reynd er það nokkuð sjaldgæft að mönnum sé gert að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, þó svo að það komi sannarlega fyrir. Slíkt getur gerst þegar einhver annar telur vegið að æru sinni með tiltekinni tjáningu, það er þegar einhver gerir árás á sjálfsvirðingu manns og/eða virðingu annarra fyrir honum, eða þegar lögboðin trúnaðarskylda er brotin.

Þegar einhver telur vegið að æru sinni með tjáningu kann að skipta máli hvort yfirlýsingarnar séu sannar eða ekki en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur litið til sannleiksgildi yfirlýsinga þegar hann túlkar hvort ríki hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu sem skal hafa hliðsjón af við túlkun mannréttindaákvæða Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Um þetta gildir meginreglan um svonefnt vítaleysi sannra ummæla, sem stundum er vísað til með latnesku hugtökunum exceptio veritatis.

Sú regla grundvallast á tvennu: Annars vegar á þeirri skoðun að sannleikurinn hafi gildi í sjálfu sér og hins vegar þeim siðferðisrökum að öllum skuli að meginstefnu til vera heimilt að tjá sig um það sem satt er, sér að vítalausu.[1]

Í því samhengi er þó vert að benda á að sumar starfsstéttir eru háðar sérstakri lögbundinni þagnarskyldu um þær upplýsingar sem starfsmenn þeirra komast yfir við störf sín. Þetta á til að mynda við um heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn og starfsmenn fjármálafyrirtækja. Starfsfólk þessara stétta kann að sæta refsingu fyrir að dreifa sönnum upplýsingum ef þær sömu upplýsingar eru bundnar trúnaði.

Í spurningunni er hins vegar vísað til tiltekinnar tegunda staðhæfinga sem eru í augum meginþorra fólks rangar en ekki ærumeiðandi ummæli. Hér þarf að meta hverja staðhæfingu fyrir sig með tilliti til þeirra laga sem hafa verið sett um þá tjáningu á grundvelli 3. mgr. 73. gr. Þar kann að skipta máli hver viðhefur ummælin og um hvað þau hverfast.

Til dæmis gæti það talist í trássi við starfsskyldur lækna að mæla sérstaklega með reykingum á sígarettum fyrir lungnaveika, í ljósi þess að vísindarannsóknir benda eindregið til að þess athæfið hafi skaðleg áhrif. Samkvæmt 4. mgr. 13. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34 frá 2012 ber læknir ábyrgð á greiningu og meðferð sjúklinga sem til hans leita. Veiting meðferðar sem svarar ekki lengur kröfum samtímans, þar sem önnur betri hefur rutt sér til rúms, getur skapað lækninum bótaskyldu.[2]

Samkvæmt fjölda lagabálka[3] þá hvílir einnig rík þagnarskylda á læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum um allt það sem þeir komast að í starfi sínu sem snertir heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð, ásamt öðrum persónulegum upplýsingum.

Það gæti talist í trássi við starfsskyldur lækna að mæla sérstaklega með reykingum á sígarettum fyrir lungnaveika, í ljósi þess að vísindarannsóknir benda eindregið til að þess athæfið hafi skaðleg áhrif.

Einnig gætu ósannar yfirlýsingar um opnunartíma Kringlunnar úr ranni samkeppnisaðila talist óréttmætir viðskiptahættir samkvæmt lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Viðurlög vegna brota gegn þeim lögum geta varðað fésektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef sakir eru miklar samkvæmt 26. gr. laganna.

Í þessum tveimur tilfellum sem nefnd eru hér að framan eru löggjafinn og stjórnvöld búinn að setja tjáningarfrelsinu tilteknar skorður til verndar annars vegar heilsu manna og hins vegar réttindum annarra. Þetta eru einungis tvenn af fjöldamörgum dæmum um slíka lagasetningu.

Af þessari stuttu yfirferð má draga þá ályktun að sannarlega sé sá möguleiki fyrir hendi að mönnum sé refsað fyrir ósanna tjáningu. Þar skiptir máli hver viðhefur tjáninguna, að hverjum hún beinist og hvaða lög gilda um hana.

Tilvísanir:
 1. ^ Gunnar Thoroddsen: Fjölmæli, bls. 195 og 198-199.
 2. ^ Guðjón St. Marteinsson: „Skaðabótaábyrgð lækna og sjúkrastofnana”. Úlfljótur, 1. tbl. 2008 bls. 33.
 3. ^ Til dæmis í lögum um heilbrigðisstarfsmenn, lögum um réttindi sjúklinga, lög um sjúkraskrár o.fl.

Myndir:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

26.1.2024

Spyrjandi

Jón Helgi

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Eru rangar fullyrðingar verndaðar af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2024. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85150.

Baldur S. Blöndal. (2024, 26. janúar). Eru rangar fullyrðingar verndaðar af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85150

Baldur S. Blöndal. „Eru rangar fullyrðingar verndaðar af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2024. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85150>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru rangar fullyrðingar verndaðar af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er rangt mál verndað af málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar? Væri t.d. hægt að refsa mér fyrir að segja að reykingar séu hollar, smokkar séu gagnslausir, mamma mín sé 150 ára, og Kringlan sé lokuð á miðvikudögum? Eða myndi það brjóta gegn stjórnarskránni?

Skoðana- og tjáningarfrelsið hefur verið talið til grundvallarréttinda í vestrænum lýðræðisþjóðfélögum. Rétturinn til að tjá sig er meðal annars verndaður í 73. gr. stjórnarskrárinnar, 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, 19. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og 19. gr. alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Hér er spurt um þá verndun tjáningarfrelsis sem stjórnarskráin kveður á um og því nærtækast að líta til 73. gr. hennar þar sem segir:

 1. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
 2. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
 3. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Fyrstu málsgrein ákvæðisins mætti lýsa á þann veg að hún tryggi mönnum rétt til þess að finnast hvað sem þeim kann að þykja án íhlutunar yfirvalda en snýr ekki beinlínis að tjáningu. Í annarri málsgrein er vikið að opinberun skoðana manna og mönnum leyft að láta þær í ljós en settur fyrirvari um að þeim beri að ábyrgjast þær fyrir dómi. Í þriðju málsgrein er svo löggjafanum veitt heimild til að setja tjáningarfrelsinu skorður og þau skilyrði tilgreind sem slík lagasetning þarf að uppfylla.

Samkvæmt 73. grein stjórnarskrárinnar eru allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Þó svo að önnur málsgrein beri með sér að sérhver tjáning geti verið borin undir dómstóla er ljóst að sú er ekki raunin. Í reynd er það nokkuð sjaldgæft að mönnum sé gert að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, þó svo að það komi sannarlega fyrir. Slíkt getur gerst þegar einhver annar telur vegið að æru sinni með tiltekinni tjáningu, það er þegar einhver gerir árás á sjálfsvirðingu manns og/eða virðingu annarra fyrir honum, eða þegar lögboðin trúnaðarskylda er brotin.

Þegar einhver telur vegið að æru sinni með tjáningu kann að skipta máli hvort yfirlýsingarnar séu sannar eða ekki en Mannréttindadómstóll Evrópu hefur litið til sannleiksgildi yfirlýsinga þegar hann túlkar hvort ríki hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu sem skal hafa hliðsjón af við túlkun mannréttindaákvæða Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands. Um þetta gildir meginreglan um svonefnt vítaleysi sannra ummæla, sem stundum er vísað til með latnesku hugtökunum exceptio veritatis.

Sú regla grundvallast á tvennu: Annars vegar á þeirri skoðun að sannleikurinn hafi gildi í sjálfu sér og hins vegar þeim siðferðisrökum að öllum skuli að meginstefnu til vera heimilt að tjá sig um það sem satt er, sér að vítalausu.[1]

Í því samhengi er þó vert að benda á að sumar starfsstéttir eru háðar sérstakri lögbundinni þagnarskyldu um þær upplýsingar sem starfsmenn þeirra komast yfir við störf sín. Þetta á til að mynda við um heilbrigðisstarfsmenn, lögmenn og starfsmenn fjármálafyrirtækja. Starfsfólk þessara stétta kann að sæta refsingu fyrir að dreifa sönnum upplýsingum ef þær sömu upplýsingar eru bundnar trúnaði.

Í spurningunni er hins vegar vísað til tiltekinnar tegunda staðhæfinga sem eru í augum meginþorra fólks rangar en ekki ærumeiðandi ummæli. Hér þarf að meta hverja staðhæfingu fyrir sig með tilliti til þeirra laga sem hafa verið sett um þá tjáningu á grundvelli 3. mgr. 73. gr. Þar kann að skipta máli hver viðhefur ummælin og um hvað þau hverfast.

Til dæmis gæti það talist í trássi við starfsskyldur lækna að mæla sérstaklega með reykingum á sígarettum fyrir lungnaveika, í ljósi þess að vísindarannsóknir benda eindregið til að þess athæfið hafi skaðleg áhrif. Samkvæmt 4. mgr. 13. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34 frá 2012 ber læknir ábyrgð á greiningu og meðferð sjúklinga sem til hans leita. Veiting meðferðar sem svarar ekki lengur kröfum samtímans, þar sem önnur betri hefur rutt sér til rúms, getur skapað lækninum bótaskyldu.[2]

Samkvæmt fjölda lagabálka[3] þá hvílir einnig rík þagnarskylda á læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum um allt það sem þeir komast að í starfi sínu sem snertir heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð, ásamt öðrum persónulegum upplýsingum.

Það gæti talist í trássi við starfsskyldur lækna að mæla sérstaklega með reykingum á sígarettum fyrir lungnaveika, í ljósi þess að vísindarannsóknir benda eindregið til að þess athæfið hafi skaðleg áhrif.

Einnig gætu ósannar yfirlýsingar um opnunartíma Kringlunnar úr ranni samkeppnisaðila talist óréttmætir viðskiptahættir samkvæmt lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Viðurlög vegna brota gegn þeim lögum geta varðað fésektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef sakir eru miklar samkvæmt 26. gr. laganna.

Í þessum tveimur tilfellum sem nefnd eru hér að framan eru löggjafinn og stjórnvöld búinn að setja tjáningarfrelsinu tilteknar skorður til verndar annars vegar heilsu manna og hins vegar réttindum annarra. Þetta eru einungis tvenn af fjöldamörgum dæmum um slíka lagasetningu.

Af þessari stuttu yfirferð má draga þá ályktun að sannarlega sé sá möguleiki fyrir hendi að mönnum sé refsað fyrir ósanna tjáningu. Þar skiptir máli hver viðhefur tjáninguna, að hverjum hún beinist og hvaða lög gilda um hana.

Tilvísanir:
 1. ^ Gunnar Thoroddsen: Fjölmæli, bls. 195 og 198-199.
 2. ^ Guðjón St. Marteinsson: „Skaðabótaábyrgð lækna og sjúkrastofnana”. Úlfljótur, 1. tbl. 2008 bls. 33.
 3. ^ Til dæmis í lögum um heilbrigðisstarfsmenn, lögum um réttindi sjúklinga, lög um sjúkraskrár o.fl.

Myndir:...