Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3029 svör fundust
Hvernig virka hinir svokölluðu Lagrange-kyrrstöðupunktar í sólkerfinu?
Lagrange-punktarnir eru nefndir eftir stærðfræðingnum Joseph Louis Lagrange (1736-1813) sem gaf út rit um þá árið 1772. Lagrange-punktarnir verða til út frá þyngdarkrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, til dæmis sól og reikistjarna. Til þess að útskýra kyrrstöðupunktana þarf fyrst að minnast á ...
Hvað eru interferón?
Interferón eru flokkur prótína sem tilheyra ónæmisviðbrögðum líkamans. Þau eru mynduð af frumum sem hafa sýkst af sýklum (veirum, bakteríum, sníkjudýrum) eða eru mynduð gegn æxlisfrumum. Interferón finnast í öllum hryggdýrum og tilheyra svokölluðum frumuboðum (e. cytokines) sem eru stór flokkur sykurprótína sem st...
Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?
Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfit...
Gerir sápa vatnið „blautara“?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Okkur í Bítinu á Bylgjunni langar að vita hvernig sápa virkar í raun á vatn? Gerir hún vatnið „blautara“? Kv. Heimir Karls. Til þess að svara spurningunni þurfum við fyrst að átta okkur á vatnssameindum og hegðun þeirra. Svonefnd vetnistengi verka milli vatnssamei...
Hvers konar dýr er trektkönguló og er hún hættuleg?
Til svonefndra trektköngulóa teljast nokkrar tegundir innan ættkvíslarinnar Hydronyche og ein innan ættkvíslarinnar Atrax (A. Robust), alls 42 tegundir. Ástæðan fyrir nafngiftinni er gerð köngulóarvefsins sem er trektlaga og frábrugðinn hefðbundnum flatlaga vefjum flestra köngulóategunda. Trektköngulær eru sva...
Hvað er Huntingtonssjúkdómur og hvernig lýsir hann sér?
Huntingtonssjúkdómur er ættgengur sjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Honum var fyrst lýst 1872 af bandaríska lækninum George Huntington. Það sem veldur sjúkdómnum er ríkjandi galli á litningi númer fjögur. Þar er CAG-basaþrenndin endurtekin 36-120 sinnum í DNA-inu í staðinn fyrir 10-35 sinnum. Eftir ...
Hvaða stríð hafa verið á Íslandi?
Svarið við spurningunni fer eiginlega eftir skilgreiningunni á því hvað er stríð. Samkvæmt íslenskri orðabók hefur orðið stríð nokkrar merkingar. Stríð merkir til dæmis „styrjöld, vopnuð stórátök þjóða (eða fjölmennra hópa)“. Þau stríð sem við heyrum oftast um í fréttum, til dæmis stríðið í Írak, Afganistan, Sómal...
Hvernig var menntun í Róm til forna? Var það bara yfirstéttin og drengir sem fengu æskilega menntun?
Menntun Rómverja gat verið nokkuð mismunandi eftir stétt og samfélagsstöðu og tók auk þess breytingum í aldanna rás. Í fyrstu voru börn menntuð heima hjá sér en snemma var farið að fela sérstökum kennurum að mennta börnin. Á 3. öld f.Kr. voru komnir sérstakir barnaskólar sem fólk gat sent börnin í en einnig var al...
Hver var Wilhelm Wundt og hvernig lagði hann grunninn að sálfræði sem vísindagrein?
Í sálfræði, ekki síður en öðrum greinum, hefur orðið vinsælt, í anda Tómasar Kuhn, að segja söguna með áherslu á byltingar. Sumir sjá þá byltingu við hvert fótmál, atferlisbyltingu á fyrri hluta 20. aldar og hugræna tölvubyltingu á síðari hluta aldarinnar. Sumir sjá jafnvel enn fleiri, en aðrir eru sparari á bylti...
Hver var Sigurður Þórarinsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var bóndasonur, alinn upp á Teigi í Vopnafirði. Þrátt fyrir lítil efni foreldranna var hann settur til bókar og lauk stúdentsprófi frá MA 1931. Eftir eins vetrar jarðfræðinám í Kaupmannahöfn flutti hann sig til Stokkhólms þar sem jarðfræðideildin státaði á þeim tíma af merkum og fj...
Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.
Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndi...
Hvers konar gos varð í Nevado del Ruiz 1985 og af hverju dóu svona margir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um eldgosið í eldfjallinu Nevado del Ruiz árið 1985? Hinn 13. nóvember 1985 hófst gos í eldfjallinu Nevado del Ruiz í Kólumbíu. Þetta var ekkert sérstaklega stórt gos en olli engu að síður einu mesta manntjóni sem orðið hefur í eldgosi á tuttugu...
Hvað er snákaolía og hverjir seldu hana?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjir voru snákaolíusölumenn? Hugakið snákaolía er notað um ýmsar vörur ætlaðar til hjálækninga. Íslenska hugtakið hjálækningar er þýðing á ensku orðunum 'complementary' eða 'alternative medicine'. Til hjálækninga flokkast þær aðferðir til lækninga sem samrýmast e...
Hvaða konur voru öflugar snemma í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða konur voru öflugar í kvenréttindabaráttunni aðrar en Bríet Bjarnhéðinsdóttir á sínum tíma? Hvað gerðu þær til að hafa áhrif ? Bríet Bjarnhéðinsdóttir hefur orðið áberandi í sögunni af kvenréttindabaráttunni, eðlilega þar sem hún var frumherji á svo mörgum sviðum: hún hélt...
Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...