Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 428 svör fundust
Hvað er vedísk stærðfræði?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er vedísk stærðfræði/reikningur og er hún kennd hér á landi? Vedísk stærðfræði getur þýtt tvennt: Annars vegar var stærðfræði, sem iðkuð var á Indlandi á svonefndu vedísku tímabili frá því um 1500 til um 500 – 400 fyrir Krist, nefnd vedísk stærðfræði. Indversk stær...
Hvað er afstæðiskenningin?
Afstæðiskenningin er nafn á vísindakenningu sem var sett fram af Albert Einstein árið 1905. Kenningin dregur nafn sitt af afstæðislögmálinu sem svo kallast. Þetta lögmál kom fyrst fram á 16. öld og segir í grófum dráttum eftirfarandi: Ef A og B eru tveir menn sem hreyfast innbyrðis með föstum hraða þá er ó...
Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining?
Strengjafræði sameinar lýsingu á öllum þekktum öreindum og víxlverkunum náttúrunnar í einni kenningu. Hún er ennþá á rannsóknastigi og gæti átt eftir að víkja fyrir öðrum betri kenningum í framtíðinni, en sem stendur eru miklar vonir bundnar við hana sem sameiningarkenningu öreindafræðinnar. Strengjafræðin byggir ...
Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?
Svarið er í stuttu máli: Engar - ef miðað er við alla tónlist mannkynsins. Reglur hafa orðið til og þróast um tónlist í ákveðnum samfélögum á tilteknum skeiðum. Einstök tónskáld eða hópar þeirra hafa sett sér reglur og tónskáld setja sér jafnvel reglur um einstök verk. En almennar reglur sem gildi um alla tónlist ...
Hvað er gláka?
Gláka (glaucoma) er safn sjúkdóma sem einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Algengasti sjúkdómurinn af þessum flokki er gleiðhornsgláka. Þessir sjúkdómar einkennast af of háum þrýstingi inni í auganu. Þessi þrýstingur skemmir smám saman taugafrumur sjóntaugarinnar og getur á löngum tíma ...
Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?
Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu. Sagan ...
Hvert leituðu norrænir ásatrúarmenn til lækninga? Hver var guð lækninga?
Svo virðist sem bæði konur og karlar hafi fengist við lækningar að fornu. Í Snorra-Eddu er sagt að gyðjan Eir sé „læknir bestur" og í fornsögum kemur víða fyrir að konur og karlar geri að sárum manna. Hildigunnur læknir er nefnd í Njálu, Hjalti Skeggjason læknar blástur í fæti Ingjalds frá Keldum í sömu sögu, Álfg...
Hvað er umhverfi?
Stundum notum við orðið umhverfi til að tala um veröldina í kringum okkur í mjög víðum en jafnframt óljósum skilningi, en stundum notum við það í þrengri merkingu, til dæmis þegar við tölum um umhverfi á vinnustað og höfum í huga innviði skrifstofubyggingar en til dæmis ekki götuna sem hún stendur við. Við not...
Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?
Adolf Hitler hét aldrei annað en Adolf Hitler. Hins vegar munaði minnstu að svo yrði ekki þar sem forfeður hans hringluðu með nöfn sín. Nafnið Hitler kemur fyrst fyrir á 15. öld. Það er ef til vill tékkneskt að uppruna (Hidlar eða Hidlarcek) og á þýsku hefur það verið stafsett á að minnsta kosti þrjá mismunandi v...
Hvað er krossferð?
Hér er einnig svarað spurningu Guðlaugar Jónu Helgadóttur: Hvað getið þið sagt mér um fyrstu krossferðina?Orðið krossferð hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar er það notað um hvers kyns ofstækisfulla baráttu fyrir 'heilögu' málefni og hins vegar merkir það herför kristinna manna til landsins helga til að frel...
Getur fólk sem missir útlim enn fundið fyrir honum þótt hann vanti?
Hægt er að finna fyrir útlim sem fólk hefur misst eða fæðst án og nefnist það að hafa vofuverk eða gerningaverk. Á ensku kallast útlimurinn sem er horfinn 'phantom limb' og á íslensku draugalimur. Draugalimur er nokkuð algengur þar sem um 70% fólks sem missir útlim finnur fyrir honum áfram. Algengast er að fólk fi...
Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?
Ránsmenn árið 1627 voru kallaðir Tyrkir en það heiti á lítið sameiginlegt með Tyrkjum nútímans sem takmarkast við það Tyrkland sem varð til í byrjun 20. aldar og nær lítið út fyrir Litlu-Asíu (Anatólíu). Í margar aldir var orðið Tyrki notað sem heiti yfir alla múslima (múhameðstrúarmenn) sem bjuggu í grennd við Mi...
Hvað er háskerpusjónvarp?
Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega be...
Eru til einhverjar plöntur á Íslandi sem éta kjöt?
Plöntur sem 'éta kjöt' stunda svokallað ránlífi, það er veiða sér dýr til matar. Með því fá þær mest af næringarefnum úr vefjum dýra. Það eru aðallega skordýr eða aðrar tegundir liðfætla (Arthropoda) sem finnast á matseðli slíkra plantna. Þessar plöntur mætti nefna ránplöntur. Þær hafa aðlagast aðstæðum í nærin...
Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?
Vísindavefurinn hefur ótal sinnum fengið fyrirspurnir um dularfull sokkahvörf. Í meginatriðum er gott samræmi í frásögnum vitna af atburðarásinni: Alltaf hverfur annar sokkur úr pari og stakur sokkur stendur eftir. Með tímanum safnast stöku sokkarnir upp og verða oft að myndarlegri hrúgu; sumir spyrjendur segjast ...