Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er háskerpusjónvarp?

Sævar Helgi Bragason

Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega betri myndgæði en skjár sem hefur upplausnina 1024x768. Aðrir þættir eru ekki síður mikilvægir, þættir eins og kontrast eða birtuskil og þar með litadýpt, sem og geta til þess að sýna hröð atriði eða svonefndur svartími. Sjónvarp með léleg birtuskil sýnir tæpast góða mynd þótt upplausnin sé 1920x1080. Nánar er fjallað um þessa þætti í svari við spurningunni Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?

Í nánustu framtíð verða útsendingar sjónvarpsstöðva í háskerpu. Margar hafa eflaust heyrt talað um háskerpusjónvörp (e. high definition television) en flest plasma- og LCD-sjónvörp teljast til þeirra. Til þess að geta kallast háskerpusjónvarp verður seinni talan í upplausn skjásins að vera að minnsta kosti 720 (til dæmis 1024x768, 1280x768, 1366x768 eða 1920x1080). Seinni talan í upplausninni skiptir öllu máli, sú fyrri minna. Sjónvarp sem er 1366x768 sýnir ekkert endilega betri mynd en sjónvarp sem er 1024x768.

Sé seinni talan 720 eða hærri er tækið oft merkt HD Ready og er þá fært um að sýna tvær tegundir af háskerpuefni, það er 720p og 1080i. Upplausnin 720p merkir að sjónvarpsskjárinn sýnir 720 línur lárétt sem er umtalsvert meira en hefðbundin sjónvarpsútsending sem er 480 línur lárétt. Myndin verður þá skýrari og skarpari í flestum tilvikum.



Háskerpusjónvarp á eðli málsins samkvæmt að sýna skarpari mynd en hefðbundin tæki. Hér má þó hafa í huga að þessi mynd er gerð af seljanda HD-sjónvarpa og hugsanlega er munurinn á myndgæðum eitthvað ýktur.


Svokölluð Full HD-sjónvörp hafa 1920x1080 upplausn og eru merkt HD Ready – 1080p. Sú upplausn verður einungis fáanleg á svonefndum HD-DVD eða Blu-ray spilurum, sem leysa munu DVD af hólmi, en sjónvarpsstöðvarnar hafa ekki í hyggju að senda út í þessari upplausn. Með þessari upplausn fást bíógæði heima í stofu, að því gefnu að tækið sé fært um að sýna 24 ramma á sekúndu, eins og í bíói. Þeir sem ætla að fá sér tæki með 1920x1080 upplausn ættu að spyrja seljandann hvort það geti sýnt 24 ramma á sekúndu, sem gefur tærustu og bestu myndina. Upplausnin er þá yfirleitt táknuð 1920x1080p 24.

Gott er að hafa í huga að upplausnin skiptir meira máli í stærri tækjum, það er stærri en 42 tommur. Fæstir sjá mun á 37 tommu sjónvarpstæki með 1366x768 upplausn og 1920x1080 en fleiri taka eftir muninum sé um 50 tommu tæki að ræða. Þar verður sömuleiðis að hugsa um fjarlægðina frá skjánum. Ef setið er í fimm til sex metra fjarlægð frá 50 tommu sjónvarpi getur verið ansi erfitt að greina muninn á 1920x1080 og 1366x768, en auðveldara ef setið er í tveggja til þriggja metra fjarlægð frá skjánum.

Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að útsendingin eða merkið sem fer inn í tækið skiptir líka máli. Það er lítill hagur í því að horfa á sjónvarp með 1920x1080 upplausn ef útsendingin er aðeins 480 línur, myndin verður nefnilega ekkert skýrari þótt upplausnin sé hærri en merkið.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um sjónvörp, bæði LCD- og plasmasjónvörp og hefðbundin myndlampatæki:

Mynd: Misco.co.uk

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

4.1.2008

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er háskerpusjónvarp?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2008, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6984.

Sævar Helgi Bragason. (2008, 4. janúar). Hvað er háskerpusjónvarp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6984

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er háskerpusjónvarp?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2008. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6984>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er háskerpusjónvarp?
Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega betri myndgæði en skjár sem hefur upplausnina 1024x768. Aðrir þættir eru ekki síður mikilvægir, þættir eins og kontrast eða birtuskil og þar með litadýpt, sem og geta til þess að sýna hröð atriði eða svonefndur svartími. Sjónvarp með léleg birtuskil sýnir tæpast góða mynd þótt upplausnin sé 1920x1080. Nánar er fjallað um þessa þætti í svari við spurningunni Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?

Í nánustu framtíð verða útsendingar sjónvarpsstöðva í háskerpu. Margar hafa eflaust heyrt talað um háskerpusjónvörp (e. high definition television) en flest plasma- og LCD-sjónvörp teljast til þeirra. Til þess að geta kallast háskerpusjónvarp verður seinni talan í upplausn skjásins að vera að minnsta kosti 720 (til dæmis 1024x768, 1280x768, 1366x768 eða 1920x1080). Seinni talan í upplausninni skiptir öllu máli, sú fyrri minna. Sjónvarp sem er 1366x768 sýnir ekkert endilega betri mynd en sjónvarp sem er 1024x768.

Sé seinni talan 720 eða hærri er tækið oft merkt HD Ready og er þá fært um að sýna tvær tegundir af háskerpuefni, það er 720p og 1080i. Upplausnin 720p merkir að sjónvarpsskjárinn sýnir 720 línur lárétt sem er umtalsvert meira en hefðbundin sjónvarpsútsending sem er 480 línur lárétt. Myndin verður þá skýrari og skarpari í flestum tilvikum.



Háskerpusjónvarp á eðli málsins samkvæmt að sýna skarpari mynd en hefðbundin tæki. Hér má þó hafa í huga að þessi mynd er gerð af seljanda HD-sjónvarpa og hugsanlega er munurinn á myndgæðum eitthvað ýktur.


Svokölluð Full HD-sjónvörp hafa 1920x1080 upplausn og eru merkt HD Ready – 1080p. Sú upplausn verður einungis fáanleg á svonefndum HD-DVD eða Blu-ray spilurum, sem leysa munu DVD af hólmi, en sjónvarpsstöðvarnar hafa ekki í hyggju að senda út í þessari upplausn. Með þessari upplausn fást bíógæði heima í stofu, að því gefnu að tækið sé fært um að sýna 24 ramma á sekúndu, eins og í bíói. Þeir sem ætla að fá sér tæki með 1920x1080 upplausn ættu að spyrja seljandann hvort það geti sýnt 24 ramma á sekúndu, sem gefur tærustu og bestu myndina. Upplausnin er þá yfirleitt táknuð 1920x1080p 24.

Gott er að hafa í huga að upplausnin skiptir meira máli í stærri tækjum, það er stærri en 42 tommur. Fæstir sjá mun á 37 tommu sjónvarpstæki með 1366x768 upplausn og 1920x1080 en fleiri taka eftir muninum sé um 50 tommu tæki að ræða. Þar verður sömuleiðis að hugsa um fjarlægðina frá skjánum. Ef setið er í fimm til sex metra fjarlægð frá 50 tommu sjónvarpi getur verið ansi erfitt að greina muninn á 1920x1080 og 1366x768, en auðveldara ef setið er í tveggja til þriggja metra fjarlægð frá skjánum.

Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að útsendingin eða merkið sem fer inn í tækið skiptir líka máli. Það er lítill hagur í því að horfa á sjónvarp með 1920x1080 upplausn ef útsendingin er aðeins 480 línur, myndin verður nefnilega ekkert skýrari þótt upplausnin sé hærri en merkið.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um sjónvörp, bæði LCD- og plasmasjónvörp og hefðbundin myndlampatæki:

Mynd: Misco.co.uk...