Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8677 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er kólesteról og hvað telst hæfilegt magn þess í blóði?

Kólesteról er fituefni sem er líkamanum nauðsynlegt. Við þurfum kólesteról í frumuhimnur og það gegnir til dæmis sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Líkaminn þarf kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna eins og til dæmis testósteróns og estrógens. Þrátt fyrir þetta hafa faraldsfræðilegar rannsókni...

category-iconSálfræði

Hver eru einkenni meðvirkni?

Enginn veit með vissu hvaðan hugtakið meðvirkni (e. codependence) kemur. Flestir telja að það eigi rætur að rekja til enska hugtaksins co-alcoholic. Einkenni hins meðvirka voru í upphafi rakin til streitunnar sem fólk upplifir við að búa með alkóhólista eða fíkli. Það kom í ljós að þegar alkóhólistinn hætti að dre...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Konrad Zacharias Lorenz, austurrískur dýrafræðingur, fæddist 7. nóvember 1903 á óðali ættarinnar í Altenburg, nærri Vínarborg, og andaðist þar 27. febrúar 1989. Hann var einn af forvígismönnum um rannsóknir á hegðun eða atferli dýra. Sjálfur kallaði hann þessa fræðigrein framan af dýrasálfræði, en síðar festist vi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna má ekki taka upp nýtt ættarnafn á Íslandi?

Til þess að svara þessari spurningu verður að horfa allmarga áratugi aftur í tímann. Rétt er byrja á því að staldra við árið 1925 þegar samþykkt voru lög á Alþingi sem meinuðu fólki að taka upp ný ættarnöfn. Segja má að þetta ákvæði sé að vissu leyti enn í gildi. Í stuttu máli sagt þá má halda því fram að lagasetn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er jáeind?

Óvíst er að lesandinn telji sig miklu nær þó að við segjum að jáeindin (e. positron) sé, eftir því sem best er vitað, andeind rafeindarinnar. En í því felst meðal annars að: jáeindin er öreind (e. elementary particle), ekki samsett úr öðrum (smærri) eindum. hún er létteind (e. lepton), sem þýðir að hún tek...

category-iconHeimspeki

Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er kveðið á um ýmsar gerðir frelsis sem þegnar landsins skuli hafa, eins og ferðafrelsi og atvinnufrelsi. Þó er tekið fram að þetta frelsi geti takmarkast af lögum. Þegar þetta er skrifað hafa þessi form frelsis verið skert með ýmsum hætti vegna heimsfaraldurs veirusjúkdómsins C...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar voru helstu ástæður þess að Mongólar urðu að heimsveldi á miðöldum en ekki Kínverjar?

Hér skal reynt að gera samanburð á ólíkum eiginleikum Mongóla og Kínverja á 9.-13. öld, þá einkum hvað varðar lífsviðurværi, umhverfi og menningu. Eins og flestar þjóðir í norðurhluta Austur-Asíu voru Mongólar hirðingjar sem fluttu sig stöðugt á milli staða til að tryggja aðgang búfénaðar að góðum graslendum. T...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö og Þyrnirós var besta barn um jólin?

Upprunalegu spurningarnar voru: Af hverju syngjum við Adam átti syni sjö á jólunum? Þar er hvorki talað um jólasveina né Jesúbarnið. Af hverju er lagið Adam átti syni sjö jólalag? Hver er uppruni lagsins Þyrnirós var besta barn og af hverju tengist það sérstaklega jólunum? Ýmsir erlendir söngvaleikir, svo sem ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?

Þegar fjallað er um stöðu lífvera og hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð, er mjög gjarnan litið til svokallaðra válista en það eru skrár yfir tegundir sem eiga undir högg að sækja. Við gerð válista er algengt að stuðst sé við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort voru fleiri risaeðlur rándýr eða jurtaætur?

Risaeðlur (Dinosauria) er afar fjölbreytilegur hópur landhryggdýra sem fyrst kom fram fyrir um 230 milljón árum. Þær voru afar áberandi og í raun ríkjandi á mið- og seinni hluta miðlífsaldar eða allt til loka krítartímans fyrir 65 milljón árum, þegar meginþorri þeirra dó út fremur skyndilega eins og frægt er. Það ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Heródótos frá Halikarnassos?

Heródótos frá Halikarnassos var forngrískur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Persastríðanna og hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar. Heródótos fæddist um 484 f.Kr. í Halikarnassos, sem var dórísk nýlenduborg í Litlu-Asíu. Hann ferðaðist víða, meðal annars til Samos og grískra nýlendna umhverfis Svartahaf, til ...

category-iconHagfræði

Hversu gagnleg eru skattagrið til þess að auka skattskil og skatttekjur?

Stjórnvöld beita ýmsum aðgerðum og aðferðum til að ýta undir rétt og góð skattskil. Skattlagning byggir á skýrslugerð skattgreiðandans. Skattgreiðandanum er gert að gefa upplýsingar sem eru þess eðlis að upplýsingagjöfin getur verið honum fjárhagslega kostnaðarsöm. Af þeim sökum skulu skattyfirvöld afla upplýsinga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er elsta hundategund í öllum heiminum?

Eins ólíkir og hundar geta verið er rétt að taka fram strax í upphafi að í raun tilheyra allir hundar sömu tegund. Hún kallast á latínu Canis lupus familiaris eða Canis familiaris. Tegundin greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Það er enn deilt um það meðal vísindamanna hvenær tegundin hundur kom fram en e...

category-iconJarðvísindi

Er eitthvað líkt með hegðun Kötlu núna og hegðun Eyjafjallajökuls fyrir eldgosið 2010?

Stutta svarið Nei. Lengra svar Hegðun þessara eldstöðva er mjög ólík. Katla hefur verið skjálftavirk í marga áratugi, nánast samfellt. Jarðskorpuhreyfingar hafa mælst umhverfis fjallið en þær eru litlar og samsvara engan veginn því rúmmáli kviku sem búast má við í venjulegu gosi. Eyjafjallajökull lét lítið á...

category-iconHeimspeki

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar f...

Fleiri niðurstöður