Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4765 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Af hverju brotnaði Pangea upp?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Voru allar heimsálfurnar einu sinni eitt land? Verður nokkurn tíma til aftur meginland eins og Pangea? Pangea varð til seint á perm (en perm-tímabilið var frá 285-250 milljónum ára) við samruna Gondwanalands og Evrameríku. Þetta risameginland náði milli heimskauta og t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er slangur gamalt fyrirbrigði?

Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað átt er við með orðinu slangur. Það nær yfir óformlegt orðfæri sem er frábrugðið viðurkenndu málsniði. Slanguryrðin eru oft tengd ákveðnum hópum í samfélaginu sem nota þau sem sitt sérstaka mál. Slangur einkennist af óvenjulegri orðmyndun, orðaleikjum og myndmáli og er fyrst ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mörgum eggjum verpir fýllinn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hversu gamlir geta múkkar (fýlar) orðið, hversu mörgum eggjum verpa þeir á vori og hvenær verða þeir kynþroska? Í svari við spurningunni Verður fýll allra fugla elstur? er fjallað um aldur fýla og kynþroska og er vísað hér í það svar. Flestir hafa líklega séð fýla (Fulmar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?

Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp. Ef við lítum fyrst á prent...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig þróuðust spenar á spendýrum?

Eitt helsta einkennið sem skilur að spendýr og önnur hryggdýr er sá hæfileiki að geta alið ungviði sitt á næringarríkri mjólk sem framleidd er í spenum (e. mammary glands). Það er hins vegar afar erfitt að svara nákvæmlega spurningunni um hvernig spenarnir komu til í þróun þessa hóps dýra. Ýmsar kenningar haf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kemur blóð þegar við dettum?

Til þess að það komi blóð þegar við dettum, rekum okkur í eða meiðum okkur á annan hátt þarf húðin að skerast í sundur. Í húðinni og mjúku vefjunum undir henni eru æðar og ef þær skerast í sundur og „gat“ er á húðinni berst blóð úr þeim út á yfirborð líkamans. Þá er sagt að það blæði. Ef litlar bláæðar og háræðar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu ljón lifað á grænmetisfæði?

Svarið við þessari spurningu er að öllum líkindum nei. Engu að síður eru dæmi um það að ljón hafi verið alin á grænmetisfæði. Snemma á seinustu öld var ljónshvolpinum Tyke bjargað úr kjafti móður sinnar sem hafði sært hann illa og drepið systkini hans. Hugrakkur dýragarðsstarfsmaður bjargaði Tyke og gaf hann hjónu...

category-iconLæknisfræði

Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram?

Krabbamein eru illkynja æxli sem átt geta upptök sín í því sem næst öllum vefjum og líffærum líkamans. Krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur flokkur fjöldamargra sjúkdóma sem hver fyrir sig er mismunandi bæði með tilliti til vaxtarhraða og getunnar til þess að valda dauða. Þannig eru til margar gerðir lungnakr...

category-iconFornfræði

Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?

Samræðan Gorgías eftir Platon fjallar að minnsta kosti á yfirborðinu um mælskulist enda hlaut hún undirtitilinn Um mælskulistina þegar í fornöld. Samræðan á að eiga sér stað einhvern tímann á 3. áratug 5. aldar f. Kr. Mælskulistarkennarinn Gorgías frá Leontíní (um 485-380 f. Kr.) er kominn til Aþenu og þegar samræ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til einhver séríslensk mannanöfn?

Elstu heimildir um nöfn manna sem fluttust hingað til lands og settust hér að er að finna í Landnámu. Þótt engin vissa sé fyrir því að allir þeir menn sem þar eru nefndir hafi verið til hafa þó landsmenn borið flest þessara nafna um aldir. Til Landnámu og Íslendinga sagna hafa einnig verið sótt nöfn á síðari öldum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru kyrkislöngur flokkaðar?

Í dýrafræðinni er ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur, heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra á eftir krókódílum og stærstu skjaldbökum. ...

category-iconFélagsvísindi

Hafa fjölmiðlar góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs?

Á undanförnum átta árum hefur orðið helmingsaukning á kynlífstengdri hegðun í bandarísku sjónvarpsefni. Frá árinu 1999 hefur Kaiser Family Foundation látið vinna fyrir sig skýrslur um kynlíf í bandarísku sjónvarpi og kom síðasta skýrsla út árið 2005. Niðurstöðurnar sýndu að kynlíf kemur nú fyrir á einn eða annan h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu skyldir eru hundar og kettir?

Það má segja réttilega að hundar og kettir séu fjarskyldir ættingar, enda báðar tegundir innan ættbálks rándýra (Carnivora). Til að átta okkur á skyldleika þeirra þurfum við að fara aftur í jarðsögunni um 60 milljón ár, það er til tíma áður en eiginleg rándýr komu til sögunnar. Eftir að risaeðlur dóu út varð mi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna eru nýfædd börn með fleiri bein en fullorðnir?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þegar börn fæðast hafa þau 300 bein í líkamanum en fullorðnir hafa 206 bein. Hvernig stendur á þessu? Hvað verður um hin beinin? Það er nokkuð á reiki nákvæmlega hve mörg bein eru í líkama okkar við fæðingu og má sjá tölur allt frá 275 upp í 350 í mismunandi heimildum. Nokk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert fara langreyðar sem eru við Ísland á sumrin á veturna?

Langreyður (Balaenoptera physalus) telst vera algengust stórhvela hér við land. Hún heldur sig á djúpslóð eins og aðrir risavaxnir reyðahvalir og kann best við sig í kaldtempruðum sjó á sumrin. Langreyðurin er fardýr líkt og flestir aðrir hvalir hér við land. Hún kemur hingað snemma á vorin og fer seint á haus...

Fleiri niðurstöður