Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju er latína enn notuð í líffærafræði?

Um þetta hefur verið fjallað á almennan hátt í svari við spurningunni Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði? og bendum við lesendum á að lesa það svar fyrst. Sömu ástæður og koma fram í því svari gilda um líffærafræðina. Þar er latína notuð í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur verið notuð lengi ...

category-iconÞjóðfræði

Hvað getið þið sagt mér um jólavættinn Krampus?

Víða um heim þekkjast óvættir sem koma til byggða í kringum jólin og refsa börnum sem haga sér illa, einhvers konar andstæða jólasveinsins. Hér á landi er það auðvitað helst Grýla sem vekur ótta og óhug í hjörtum fólks og borðar börn sem haga sér illa í desember. Það verður að teljast frekar líklegt að Grýla og Kr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur þú sagt mér um smáþarmana?

Melting er flókið fyrirbæri þar sem fæðan er brotin niður í nýtanlegt form. Niðurbrot fæðunnar hefst í munni, þaðan fer fæðan niður um vélindað í magann þar sem hún er hnoðuð og brotin enn frekar niður. Smáþarmarnir taka svo við fæðumaukinu frá maganum og taka upp þau næringarefni sem við fáum úr matnum þegar mel...

category-iconHeimspeki

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er víkjandi lán?

Víkjandi lán mæta afgangi ef fyrirtæki geta ekki greitt öllum sem eiga kröfu á þau. Þau eru því áhættusamari fyrir lánveitendur en önnur lán og að öðru jöfnu þarf að greiða hærri vexti af víkjandi lánum en öðrum. Almennt gildir um flest fyrirtæki að þau skulda mörgum aðilum. Ef allt gengur að óskum stendur tilt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður kul í tennurnar?

Tannkul eða viðkvæmni í tönnum getur komið fram þegar fólk borðar eða drekkur eitthvað kalt eða heitt, sætt eða súrt. Snerting við tennur getur líka í sumum tilfellum valdið sársauka og einnig ef kalt loft leikur um þær. Viðkvæmnin stafar af örvun frumna inni í örsmáum göngum sem eru í tannbeininu (e. dentin) ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef það er raunhæfur möguleiki að bora stóra holu í gegnum jörðina, hvað mundi þá gerast ef við stökkvum ofan í holuna, komum við út hinum megin á hvolfi eða fljúgum við óendanlega út í geim?

Til þess að svara þessari spurningu skulum við ímynda okkur að við getum með einföldum hætti borað gat í gegnum jörðina. Við skulum einnig ímynda okkur að í gatinu sé þægilegt hitastig og að innri hiti jarðar hafi engin áhrif á neitt sem fer í gegnum gatið. Spyrjandi vill síðan fá að vita hvað gerist ef við stökkv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar er hægt að finna flóðatöflu á Netinu?

Áratugum saman hefur mátt nálgast flóðatöflur í útgefnum almanökum, svo sem Sjómannaalmanakinu og Almanaki Háskólans. Þessar upplýsingar eru á pappírsformi og fyrir þær þarf að greiða. Einnig er hægt að fá Almanak Háskólans á Netinu, fyrir tiltekið árgjald. Í haus Vísindavefsins (það er efst á síðunni) birtast ...

category-iconLandafræði

Hvers vegna er New York stundum kölluð "The Big Apple"?

Orðin "The Big Apple" eða "stóra eplið" voru upphaflega notuð um veðhlaupabrautina í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum en hún var mesta veðhlaupabraut Bandaríkjanna snemma á 3. áratug aldarinnar. Jazztónlistarmenn sem áttu margir rætur að rekja til borgarinnar tóku orðin upp og létu þau vísa til Harlem-hverf...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru eldgos svona heit?

Í eldgosum koma upp bráðin gosefni með efnasamsetningu sem ekki bráðnar fyrr en við 1000°C. Væru eldgosin ekki svona heit, yrðu þau alls ekki. Í iðrum jarðar myndast meiri varmi við sundrun geislavirkra efna en jörðin getur „losað sig við" með varmaleiðingu og varmageislun (Lesa má um þrenns konar flutning varm...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?

Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í Parí...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig er best að læra undir próf?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig er best að læra undir próf? Það væri gott að fá að vita í bæði tungumálagreinum og bóklegum greinum (spyrjandi: Einar Þór Stefánsson, f. 1988). Hvort er betra að byrja að læra undir próf daginn fyrir og læra allt á einum degi eða að fara rólega og taka um v...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Akureyrarveikin?

Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún gengur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóðlegum læknaritum en er þó stundum jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin er smitsjúkdómur eða sýkingasjúkdómur í hópi þeirra sjú...

category-iconLæknisfræði

Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?

Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með umframbyrði skatta?

Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir...

Fleiri niðurstöður