Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4436 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hefur þróun hrognkelsa verið undanfarin ár?

Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) hafa verið veidd hér við land í áraraðir, bæði grásleppa, sem er hrygnan, og rauðmaginn, sem er hængurinn. Fiskurinn er veiddur í net þegar hann gengur upp á grunnsævið til hrygningar. Hrygning fer fram á grýttum og þanggrónum botni á 0-40 metra dýpi. Venjulega koma fyrstu hrygnurna...

category-iconVísindavefurinn

Hvaða þrautir leystu Borgfirðingar í vísindaveislu Háskólalestarinnar?

Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin í Borgarnesi laugardaginn 12. maí 2018. Þar spreyttu Borgfirðingar og aðrir viðstaddir sig á ýmiss konar þrautum sem Vísindavefur HÍ lagði fyrir gesti. Þrautirnar voru átta talsins og náði enginn að leysa þær allar. Gáta Einsteins var til að mynda enn óleyst í lok dag...

category-iconLögfræði

Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er í alvörunni leyfilegt að keyra á 5 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 og stífla alla götuna? Gilda engin umferðarlög um það? Í 3. málsgrein 36. greinar hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019 segir þetta um hægan akstur að óþörfu og snögghemlun: Ökumaður m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er grásleppa með sundmaga og hvernig hefur hún aðlagast lífi nálægt yfirborði sjávar?

Þar sem hér er spurt um grásleppu er rétt að taka fram að lengi hefur tíðkast að nota það heiti um kvenkynshrognkelsi (hrygnuna), en karlkynshrognkelsið (hængurinn) gengur undir heitinu rauðmagi. Flestir beinfiskar hafa sundmaga en það er loftfyllt blaðra sem stjórnar því hversu djúpt fiskurinn er í vatninu. Ef...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?

Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast kleggjar eða hestaflugur á Íslandi?

Í stuttu máli þá lifa kleggjar ekki á Íslandi. Kleggi (ft. kleggjar) er íslenska heitið á ætt tvívængja sem kallast Tabanidae á latínu. Þær hafa líka verið kallaðar hestaflugur á íslensku, væntanlega vegna enska heitisins 'horse fly'. Meðal margra annarra enskra heita sem notuð eru yfir þessar flugur eru 'deer ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er framlegð?

Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?

Upphaflega spurningin var þessi:Af hverju eru hrossabændum ekki gert skylt að hafa þannig aðbúnað hjá hrossum að þau séu ekki á berangri að vetri til?Það er lífsnauðsyn fyrir hross að komast í skjól í verstu vetrarveðrum, sérstaklega ef tíðarfar er mjög umhleypingasamt. Hross sem standa skjóllítil í höm hafa sig e...

category-iconHeimspeki

Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?

Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?

Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun (Photosynthesis). Með ljóstillífun framleiðir plantan næringarefni eins og kolvetni, prótín og fleira. Dýr og men...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?

Dönskukennsla á Íslandi á rætur að rekja til sameiginlegrar sögu Dana og Íslendinga. Mikill fjöldi sögulegra heimilda er skrifaður á dönsku og um aldir notuðu Íslendingar dönsku í samskiptum sínum við Dani. Langt fram á tuttugustu öld gegndi danska lykilhlutverki í íslenskum skólum þar sem drjúgur hluti námsefnisi...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?

Fólk getur verið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum, en þau fræðilegu rök sem algengast er að menn beri beri fyrir sig eru þessi: Það er rangt að deyða mannverur Fóstur er mannvera Þess vegna er rangt að eyða fóstri Veikasti hlekkurinn í þessari rökfærslu virðist vera 2. Þótt því verði varla á móti m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna halda plastumbúðir ekki súrefni og hvernig er hægt að lágmarka súrefnisflæðið?

Hvaða þættir valda því að plastumbúðir halda ekki súrefni? Öll plastefni eru í raun flóki af risalöngum fjölliðukeðjum sem er líkastur hrúgu af soðnu spaghettíi. Hver fjölliðukeðja er mynduð úr raðtengdum atómum, oft 10-100 þúsundum þeirra, líkt og perlur í perlufesti. Langoftast eru það kolefnisatóm sem er...

category-iconLífvísindi: almennt

Er líf á hafsbotni?

Hafsbotninn hefur að geyma fjölbreytilegt lífríki og kallast lífverurnar á botninum botndýr og botnþörungar. Meðal þeirra fyrrnefndu eru krossfiskar, samlokur, ýmsir krabbar og margt, margt fleira. Einfalt er að kynnast botndýrum og botnþörungum með því að ganga eftir strandlengjunni. Víða á brimasömum ströndum má...

category-iconNæringarfræði

Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?

Spurningunni fylgdi eftirfarandi skýring:Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Ég borðaði mikinn mjólkurmat (skyr, AB-mjólk, súrmjólk, osta) og drakk mörg mjólkurglös á dag. Barnið var mjög órólegt fljótlega á 2. viku, allan sólarhringinn. Ég ráðfærði mig við hjúkrunarfræðinginn sem nefndi við mig að hætta að neyta mj...

Fleiri niðurstöður