Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær ætli fljúgandi bílar komi til sögunnar?
Við höfum áður fjallað um flugbíla á Vísindavefnum, til að mynda í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni? Niðurstaða þess svars eru sú að ekki er líklegt að hentugir og hagkvæmir flugbílar verði almenningseign í náinni framtíð. Ýmsar tæknilegar og ...
Geta lífverur lifað á öðrum plánetum án vatns?
Lífið eins og við þekkjum það hér á jörðinni þarfnast vatns. Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og vatnið er virkur þátttakandi í allri lífsstarfsemi frumna. Það er því útilokað að hugsa sér líf af þeirri gerð sem við þekkjum það án vatns. Vísindamenn hafa hins vegar velt því fyrir sér hvort líf hafi einhvers st...
Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?
Nei, Plútó er enn á sínum stað í Vetrarbrautinni. Upphaflega var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. Þann 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Dvergreikistja...
Hversu löng er „langa hríð“?
Í heild hljóðaði spurninginni svona:Getur orðtakið „langa hríð“ vísað til margra ára eða jafnvel áratuga í nútímaíslensku? Væntanlega hefur þetta átt við um nokkra daga í mesta lagi. Orðið hríð hefur margar merkingar og meðal þeirra er merkingin ‘tímaskeið, stund, lota’. Það þekkist einnig í öðrum Norðurlandam...
Hver er lausnin á gátunni sem felst í þessum þríhyrningamyndum?
Lesendum sem vilja spreyta sig á þessu sjálfir er bent á að lesa ekki lengra í bili! Í myndunum er sjónhverfing sem felst í því að skálínan sem myndar efri brún þríhyrningsins er ekki bein. Hún sveigir niður á við á efri myndinni en upp á við á þeirri neðri. Þar afmarkast þá meira flatarmál sem nemur einmit...
Hvernig gat Guð skapað heiminn?
Flest trúarbrögð eiga sögur af sköpun veraldarinnar. Í Biblíunni segir Guð: 'Verði ljós' og það varð ljós. Síðan sagði hann 'Verði' hitt og þetta og þá urðu hlutar heimsins til. 'Guð' er orð sem hefur meðal annars verið notað yfir það sem menn skilja ekki og vekur þeim furðu. Það skilur í raun enginn hvernig þe...
Er hægt að búa til svart ljós?
Litur venjulegra hluta ræðst af ljósinu sem þeir endurkasta eins og nánar er lýst í nýlegu svari okkar við spurningunni Af hverju varpast skuggar ekki í lit? Þannig eru hlutir svartir af því að þeir senda ekkert ljós frá sér. Í fyrrnefndu svari er líka bent á að allir hlutir verða svartir í myrkri. Við tölum of...
Hvernig segir maður 'íslensk rímorðasíða' á latínu og af hverju?
Hugtakið rím er ekki til í klassískri latínu. Rómverjar höfðu engan áhuga á rími og hugtakið varð sennilega ekki til fyrr en á miðöldum enda þótt lengi hefði tíðkast í mælskufræði að vekja athygli á orðum með svipaðar endingar. Það nefndu Grikkir homoiotelevton. Þá hefur sennilega ekki verið til neitt eitt orð fyr...
Af hverju er Drangey svona grasi vaxin?
Við höldum að fyrir þessu séu tvær ástæður sem verka saman. Í fyrsta lagi er fuglalíf mikið í Drangey og áburður því nógur. Í öðru lagi eru grasbítar yfirleitt ekki í eynni. Drangey í Skagafirði. Við getum stundum séð hliðstæð fyrirbæri í hólmum eða eyjum í ám eða vötnum, þar sem grasbítar komast ekki að en fugl...
Er það satt að genið sem veldur rauðu hári, ljósri húð og freknum komi frá neanderdalsmanninum?
Svarið við þessu hlýtur að vera „nei”. Eins og fram kemur í svari Einars Árnasonar við Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? og svari Haraldar Ólafssonar við Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn? er nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens, ekki kominn af neanderdal...
Verpir bjartmáfur hér á landi og blandast hann þá við silfurmáf?
Bjartmáfurinn (Larus glaucoides) telst ekki til íslenskra varpfugla en íslenskir fuglaskoðarar sjá töluvert af bjartmáfum við sjávarsíðuna á veturna enda eru þeir mjög algengir vetrargestir á Íslandi. Varpstöðvar bjartmáfsins eru syðst á Baffinslandi (Kanada) og víða á sunnanverðu Grænlandi. Á veturna heldur ...
Hvað heitir japanska fyrirbærið karaoke á íslensku?
Þótt orðið karaoke sé ekki alveg nýtt í málinu hefur ekkert eitt íslenskt orð fest sem nýyrði yfir þetta hugtak. Í nýyrðabanka Íslenskrar málstöðvar eru fjögur orð sem þangað hafa borist. Þau eru: lagvísir, sem sennilega er þannig hugsað að það vísar á lagið, hjálpar til við að halda lagi tónhjarl, karlky...
Fyrir hvað stendur g-ið í g-strengs nærbuxum?
Það sem heimildum okkar ber saman um í þessum efnum er að uppruni orðsins G-string í ensku er óviss. Ef það vefst fyrir einhverjum hvers konar klæðaplagg er um að ræða þá er hér átt við nærbuxur sem eru örmjóar að aftan og hylja ekki rasskinnarnar. Seint á 19. öld var orðið G-string eða geestring haft um lendas...
Felst neikvæð merking í því „að eitthvað sé yfirvofandi“?
Spyrjandi bætir við í þessu sambandi að talað sé um að ferming, fæðing og sumartíð séu yfirvofandi. Sögnin að vofa merkir 'svífa, sveifla, hanga yfir, ógna' og er náskyld nafnorðinu vofa 'andi framliðins manns, draugur'. Sagnarsambandið að vofa yfir er notað í merkingunni 'svífa yfir, vera í vændum, ógna' og...
Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?
Orðið lambhús er fjárhús sérstaklega ætlað lömbum. Hvers vegna hettan er kölluð lambhúshetta er ekki að fullu vitað. Hún var upphaflega notuð úti við til sveita í verri veðrum og meðal annars þegar menn þurftu í lambhúsið. Gamall maður sagði mér þá skýringu að hettan væri eins konar hús á höfuðið og það sem út úr ...