Sólin Sólin Rís 03:00 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:05 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:08 í Reykjavík

Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?

ÍDÞ

Nei, Plútó er enn á sínum stað í Vetrarbrautinni. Upphaflega var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. Þann 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna.

Dvergreikistjarnan Plútó sést hér frá mismunandi sjónarhornum.

Þrátt fyrir þetta hefur Plútó sjálfur ekkert breyst, einungis sú skilgreining sem við notum yfir hann. Sævar Helgi Bragason útskýrir þetta ágætlega í svari sínu við spurningunni: Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna? en þar segir:
Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó litlu máli hvernig fólk skilgreinir hina og þessa hnetti í sólkerfinu. Það er einstaklega heillandi og spennandi staður hvort sem reikistjörnurnar eru átta, níu eða tólf talsins. Það sem öllu máli skiptir er að læra um hnettina sjálfa, hvort sem þeir kallast tungl, reikistjörnur eða eitthvað annað, því nóg er af töfrandi stöðum í sólkerfinu. Plútó sjálfur hefur til dæmis ekkert breyst við það að íbúar jarðarinnar velti því fyrir sér hvernig þeir vilji flokka hann sér til hægðarauka.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

24.5.2012

Spyrjandi

Sylvía Sól Magnúsdóttir, f. 2000

Tilvísun

ÍDÞ. „Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?“ Vísindavefurinn, 24. maí 2012. Sótt 28. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=60710.

ÍDÞ. (2012, 24. maí). Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60710

ÍDÞ. „Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?“ Vísindavefurinn. 24. maí. 2012. Vefsíða. 28. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60710>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?
Nei, Plútó er enn á sínum stað í Vetrarbrautinni. Upphaflega var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. Þann 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna.

Dvergreikistjarnan Plútó sést hér frá mismunandi sjónarhornum.

Þrátt fyrir þetta hefur Plútó sjálfur ekkert breyst, einungis sú skilgreining sem við notum yfir hann. Sævar Helgi Bragason útskýrir þetta ágætlega í svari sínu við spurningunni: Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna? en þar segir:
Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þó litlu máli hvernig fólk skilgreinir hina og þessa hnetti í sólkerfinu. Það er einstaklega heillandi og spennandi staður hvort sem reikistjörnurnar eru átta, níu eða tólf talsins. Það sem öllu máli skiptir er að læra um hnettina sjálfa, hvort sem þeir kallast tungl, reikistjörnur eða eitthvað annað, því nóg er af töfrandi stöðum í sólkerfinu. Plútó sjálfur hefur til dæmis ekkert breyst við það að íbúar jarðarinnar velti því fyrir sér hvernig þeir vilji flokka hann sér til hægðarauka.

Mynd:...