Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju dregur Látrabjarg nafn sitt af?
Látrabjarg er svokallað standberg í Vestur-Barðastrandasýslu. Það skiptist í fjóra hluta: Látrabjarg, Bæjarbjarg, Breiðavíkurbjarg og Keflavíkurbjarg. Skiptingin er tilkomin vegna þess að bæir nálægt bjarginu eignuðu sér tiltekna hluta bjargsins. Þetta voru bæirnir Hvallátrar, Saurbær á Rauðasandi, Breiðavík og...
Gæti hugsanlega verið til annar alheimur?
Það gæti vel verið að til sé annar alheimur en við höfum engan möguleika á því að komast að því hvort svo sé eða ekki! Hugtakið annar alheimur felur nefnilega í sér að handan þess alheims sem við búum í sé annar alheimur sem er algjörlega aðgreindur frá okkar eigin alheimi. Ef hann væri ekki aðgreindur frá okkar e...
Hvað verður um sjóinn þegar það er fjara?
Þetta er góð spurning sem sýnir að spyrjandi hugsar um það sem fyrir augu ber. Margir hugsa til dæmis aldrei út í svona hluti! Auðvitað er vatnið í sjónum varðveitt og getur ekki eyðst eða orðið að engu við venjulegar aðstæður. Sjávarbotninn er heill og breytist ekki heldur þannig að það getur ekki lækkað í sjó...
Hvaðan kemur heitið Síða sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu?
Í heild hljóðar spurningin svona:Hvaðan kemur nafnið „Síða“ sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu og hver er upphafleg merking þess? Síða er eldfornt örnefni yfir byggðarlag í Vestur-Skaftafellssýslu. Nafnið kemur þegar fyrir í Landnámabók og Íslendingabók Ara fróða. Það merkir bókstaflega „hlið...
Hvað er einræktun?
Með einræktun (klónun) er átt við fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökkbreytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkamsf...
Er 1997 prímtala?
Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...
Hvernig virka ormagöng?
Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem ekki hafa fundist í náttúrunni. Hugmyndin um þau kom upp í tengslum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni Með ormagöngum er yfirleitt átt við tengingu á milli tveggja staða í okkar alheimi. Með því að fara inn um annan endann, sem væri svarthol, mætti hugsanlega koma ...
Hversu slæm var einokunarverslunin raunverulega fyrir Ísland?
Árið 1602 veitti Danakonungur kaupmönnum í þrem dönskum borgum einkaleyfi til að versla við Íslendinga. Konungur vildi að ágóði af versluninni rynni í vasa Dana en ekki erlendra kaupmanna. Bjóða skyldi landsmönnum nóg af falslausri erlendri vöru á sanngjörnu verði í tilteknum höfnum. Breytingin vakti ekki hrif...
Hvað er útvarp, hver fann það upp og hvenær kom það til Íslands?
Útvarp er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum sem berast um loftið. Útvarpsbylgjur eru með tíðni fyrir neðan sýnilegt ljós, frá 3 kHz til 300 GHz. Útvarpsmerkið er flutt um tvær tegundir af bylgjum, AM og FM, það er langbylgjur og stuttbylgjur. AM stendur fyrir amplitude modulation en AM-bylgjur eru með tíðnina 1...
Hvað er innrautt ljós og til hvers er hægt að nota það?
Í kringum 1800 beindi ensk-þýski stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) sólarljósi í gegnum þrístrending og festi hitamæli við rauða enda hins sýnilega litrófs. Hitamælirinn sýndi hitastigshækkun sem benti til þess að á honum lenti ósýnileg tegund geislunar en þessi ósýnilega geislun er innrautt ljós. M...
Hvernig mundi verðbólga hafa áhrif á íslenskan efnahag ef Ísland væri aðili að ESB og notaði evru í stað krónu?
Áhrifin af verðbólgu yrðu í raun svipuð þeim sem nú eru til staðar með krónuna sem gjaldmiðil. Hins vegar yrði líklega erfiðara að mæta þeim áhrifum ef Íslendingar hefðu ekki lengur yfir eigin gjaldmiðli að ráða. Einmitt þess vegna er mikilvægt að verðbólga á Íslandi lækki, í sögulegu samhengi séð, gefi Íslendinga...
Verða firðir og víkur einhvern tímann virkjuð með því að nota flóð og fjöru?
Þessu er auðvelt að svara á þá leið að sjávarföll hafa þegar verið virkjuð á ýmsum stöðum á jörðinni. Meðal annars er hægt að gera það svipað og spyrjandi hefur í huga, með því að stífla fjarðar- eða ármynni þar sem munur á flóði og fjöru er mikill og láta sjávarfallastrauminn um stífluna knýja rafala svipað og þe...
Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?
Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld, sem var Svefneyingur, segir frá því í einu rita sinna að eyjarnar dragi nafn af því að Hallsteinn Þórólfsson á Hallsteinsnesi, sem nefndur er í Landnámabók (Íslensk fornrit I:164), hafi fundið þræla sína yfirbugaða af svefni og drepið þá fyrir sviksemi þeirra (samanber Gr...
Af hverju getum við ekki allt?
Við getum ekki gert allt af þeirri einföldu ástæðu að við erum einungis mannleg. Meðal annars getur líkami okkar ekki ráðið við öll þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur. Þar mætti nefna hluti eins og að fljúga eða að anda í vatni. Einnig á maðurinn erfitt með að hugsa um mjög flókna hluti en segja má a...
Af hverju lifa fiskar í sjó en ekki á himninum?
Lífið á jörðinni hófst í hafinu en fyrir tæpum 400 milljónum ára hófst landnám hryggdýra. Áframhaldandi þróun varð og á endanum urðu til að mynda fuglar til. Eins og við vitum lifa fiskar í sjónum og öðrum vötnum en fuglarnir fljúga um himininn. Fiskar eru þannig ekki útbúnir fyrir líf á þurru landi. Þegar hryggdý...