Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8333 svör fundust
Hafa drepsóttir haft áhrif á erfðaefni og þróun mannsins?
Faraldrar eru ein alvarlegasta áskorun sem lífverur standa frammi fyrir. Í sögu mannkyns eru þekktir nokkrir sérstaklega skæðir heimsfaraldrar, eins og spánska veikin, svartidauði og HIV, sem leiddu til dauða milljóna einstaklinga. Í ljósi þeirrar staðreyndar að breytingar á tíðni gerða[1] yfir kynslóðir leiða til...
Hvaða dýr lifa í laufskógum?
Laufskógar eru ríkjandi á tempruðum og frjósömum svæðum jarðar þar sem sumrin eru venjulega hlý og rök og vetur mildir. Helstu einkenni þeirra eru sumargræn tré sem fella lauf á haustin eftir að hafa skartað fallegum haustlitum. Helstu trjátegundir laufskóganna eru eik, askur, beyki og hlynur. Laufskógabeltið ...
Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?
Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...
Hvenær í þróunarsögu hryggdýra kom kjálkinn fyrst fram og hvaða áhrif hafði það?
Tilkoma kjálkans er talin vera eitt af merkilegustu atvikum í þróunarsögu hryggdýra því hún opnaði nýja möguleika í fæðuöflun. Kjálkar gerðu hryggdýrum kleift að bíta í önnur dýr og þannig nýta aðra fæðu og beita veiðiaðferðum sem voru kjálkleysingjum ómögulegar.[1] Uppruni hryggdýra er að mörgu leyti nokkuð ól...
Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?
Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa v...
Hvernig verka disklingar og harðir diskar í tölvum?
Harði diskurinn og disklingar tilheyra svokölluðu ytra minni í tölvu. Ytra minnið geymir gögn, forrit og næstum allt það sem á að varðveita eftir að slökkt hefur verið á tölvunni. Á hörðum diskum og disklingum eru segulsvið og járnseglandi efni notuð til að skrá upplýsingar. Járnseglandi efni hafa þann eiginlei...
Hvaða rannsóknir hefur Brynhildur Þórarinsdóttir stundað?
Brynhildur Þórarinsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa helst að lestraráhuga og lestrarvenjum, lestraruppeldi og sambandi lestraráhuga og lestraruppeldis eða bakgrunns barna. Hún hefur til að mynda birt greinar um þróun lestrarvenja íslenskra unglinga í evrópskum samanbur...
Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?
Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...
Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?
Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...
Er heitur reitur undir Íslandi?
Réttari væri spurningin tvíþætt: „Er Ísland heitur reitur?“ og „Hvað veldur því að Ísland er heitur reitur?“ Heitir reitir nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það dei...
Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?
Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...
Hvað er Lou Gehrigs-sjúkdómur og er hægt að lækna hann?
Lou Gehrigs-sjúkdómur er annað nafn yfir blandaða hreyfitaugahrörnun (e. amylotrophic lateral sclerosis, ALS) sem er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (e. motor neuron disease, MND). Þeir sem þjást af ALS eru með skaddaða efri og neðri heilataugar en önnur form MND eru ágeng hreyfitaugahrörnun (e. primary later...
Hvernig virkar torrent?
Torrent eða BitTorrent er samskiptastaðall til skráaskipta yfir Netið. Enska orðið torrent þýðir meðal annars stríður straumur eða flóð og er einnig notað um hellirigningu. Torrent-tæknin byggist á svokallaðri deilitækni (e. Peer-to-peer, P2P) sem gengur út á að notendur sækja og senda gögn beint sína á milli án þ...
Hver var Caroline Herschel og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Caroline Lucretia Herschel (1750-1848) var breskur stjörnufræðingur. Hún er kunnust fyrir að uppgötva átta halastjörnur og dvergvetrabrautina M110 sem er fylgivetrarbraut Andrómeduþokunnar. Caroline var systir stjörnufræðingsins Williams Herschel (1738-1822) sem var tólf árum eldri en hún og er frægur fyrir að haf...
Hvað getið þið sagt mér um þjóðernishreinsanir Króata í Balkanskagastríðinu?
Upphaflegu spurningarnar voru eftirfarandi: Hversu rösklega gengu króatísk stjórnvöld fram í þjóðernishreinsunum á 10. áratug 20. aldar? Hafa króatísk stjórnvöld sýnt iðrun og yfirbót, t.d. með því að bjóða burtreknu fólki að flytja aftur heim til sín? Undanfari þjóðernishreinsana er þjóðernishyggja sem komin ...