Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2019 svör fundust
Hvernig gekk gestum að leysa þrautir í vísindaveislu Háskólalestarinnar á Egilsstöðum?
Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin á Egilsstöðum laugardaginn 26. maí 2018. Vísindavefur HÍ lagði þar þrautir fyrir íbúa Egilsstaða og aðra gesti. Í þetta skiptið voru þrautirnar átta talsins. Flestum tókst að raða saman teningnum en fæstir réðu við Gátu Einsteins. Þær Tinna Sóley Hafliðadóttir og ...
Eru einhverjar líkur á því að lóan komi með fuglaflensuna til Íslands?
Talið er að allar fuglategundir geti borið fuglaflensuveiruna í sér, einnig lóur. Enn er þó ekki vitað til þess að fuglaflensuveira hafi greinst í lóum. Þess vegna er ólíklegt að lóan verði fyrst til þess að bera veikina til Íslands. Það mun að minnsta kosti ekki gerast í ár, því lóurnar eru allar komnar til lands...
Gáfu skólanum verðlaunin sín
Þriðji viðkomustaður Háskólalestarinnar árið 2016 var Stykkishólmur. Á Hótel Stykkishólmi var haldin vísindaveisla laugardaginn 21. maí og þar gátu Hólmarar og aðrir gestir kynnst ýmsum undrum eðlisfræðinnar, búið til japanskt órigamí, skoðað steinasafn lestarinnar og fræðst um hvali, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ge...
Af hverju eru öldutoppar hvítir á lit?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Hæ, hæ, ég heiti Telma og ég hef rosa mikinn áhuga á vísindum. Ég ætla að spyrja einnar spurningar og svona er hún: Af hverju er toppurinn á öldunni úti á sjó hvítur? Vindurinn nær mestum tökum á öldunni í toppnum. Þar ýrir hann sjóinn upp og myndar froðu eða löður. Þetta ...
Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með hugtakinu „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver er það sem heldur utan um þessar eignir mínar og þínar? Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Þjóðarbúið sem slíkt...
Ætti ég að hafa áhyggjur af tilviljanakenndri hrörnun Higgs-sviðsins?
Upprunalega spurningin var: Það er ný kenning sem hræðir mig um false vacuum, er það satt eða ósatt? Hrörnun svonefnds Higgs-sviðs einhvers staðar í alheiminum hefði í för með sér að örsmátt, nærri kúlulaga svæði myndi stækka á ljóshraða í allar áttir. Þessi kúla myndi taka yfir sólkerfi okkar á nokkrum klu...
Hvað getur þú sagt mér um Kerlingarfjöll?
Kerlingarfjöll hafa flest einkenni fullþroska megineldstöðvar, fjölbreytilegar gosmyndanir, reisulega ríólítgúla, öskjubrot og háhitasvæði. Þau eru vel afmörkuð landfræðilega, tignarlegur og litríkur fjallaklasi sem rís upp yfir hálendið við suðvesturhorn Hofsjökuls, milli Kjalar og Þjórsárvera. Ekki er vitað um n...
Hvað eru samfélagsmiðlar?
Samfélagsmiðlar (e. social media) hafa á skömmum tíma orðið mikilvægur þáttur í daglegu lífi margra. Þeir eru meðal annars notaðir til að fylgjast með fréttum, skoða nýjustu tískustrauma, senda skilaboð, deila myndum, bjóða fólki á ýmsa viðburði, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd um allt milli himins og jarðar, f...
Hvað eru margar kirkjur á Íslandi?
Kirkjur á Íslandi eru fjölmargar, sökum þess geta upplýsingar um fjölda kirkna verið örlítið á reiki. Á vefsíðunni Kirkjukort má sjá „allar“ kirkjur á Íslandi. Þar eru skráðar 362 kirkjur þegar þetta er skrifað í júlí árið 2010. Árið 2004 vann Ásta Margrét Guðmundsdóttir kirknaskrá fyrir þjóðkirkjuna. Þar kemur fr...
Hvað er fullveldi?
Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins an...
Eru til einhver lög um sjálfsvörn? Sá sem beitir sjálfsvörn fer yfirleitt verr útúr kærunni heldur en árásarmaðurinn, hvernig verkar þetta?
Til eru lög um neyðarvörn sem oft er kölluð sjálfsvörn í daglegu tali. Í 1. málsgrein 12. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo: Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir ...
Hvað er iktsýki?
Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...
Er ísaldarjökull að hluta til valdur að jarðlagahalla á Íslandi eða er farg gosefna eina ástæðan?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna hallast hraunlögin í Steindórsstaðaöxl í Borgarfirði inn til landsins? Er það vegna jökuls eða yngra hraunlags sem þrýstir því niður? Af hverju hallar jarðlögunum á Austurlandi til vesturs en ekki í einhverja aðra átt? Síðarnefnda uppástungan, það er farg gosefna, e...
Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?
Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...
Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?
Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...