Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3029 svör fundust
Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis: Þegar stúlkur byrja á blæðingum, hversu óreglulegar eru þær? Hvenær hætta brjóst að stækka? Hvernig stækka brjóstin? Á kynþroskaskeiðinu verða ýmsar breytingar á líkamanum vegna áhrifa kynhormóna,...
Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?
Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...
Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?
Til forna höfðu Kínverjar tunglmiðað tímatal sem byggði á 60 eininga hringrás. Slíkt dagatal er ævagamalt, eða allt frá þeim tíma sem kenndur er við Shang-ríkið frá um 1600 til 1040 f.Kr. Nú er ár galtarins samkvæmt kínversku tímatali (þegar þetta er skrifað í maí 2007). Ekki er með fullu ljóst hvernig daga...
Hver var Jón lærði Guðmundsson?
Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...
Hver var Alexander mikli og fyrir hvað er hann þekktur?
Alexandros III af Makedóníu, betur þekktur sem Alexander mikli, var sonur Filipposar II, konungs í Makedóníu. Hann er af mörgum talinn einn snjallasti herforingi allra tíma og er þekktur fyrir að hafa lagt undir sig eitt mesta stórveldi fornaldar. Alexander fæddist 20. júlí árið 356 f.Kr. Sem unglingur nam han...
Hver var Andreas Vesalius?
Flestir hafa heyrt um menn eins og Charles Darwin og þróunarkenningu hans, Sir Isaac Newton og lögmálin hans, sólmiðjukenningu Aristarkosar og síðar Kópernikusar eða Galíleó og tungl Júpíters. Færri hafa þó heyrt um Andreas Vesalius og aðferðir hans, en hann er einn þeirra manna sem lögðu grunn að nútímalæknavísi...
Hvernig lýsir leghálskrabbamein sér og hvernig er unnið á því?
Leghálskrabbamein á upptök sín í þeim hluta legsins sem kallast legháls en hann er þar sem leggöng tengjast neðsta hluta legbolsins. Frumulag sem kallast flöguþekja þekur leggöngin en svokölluð kirtilþekja sjálfan legbolinn. Langflest leghálskrabbamein (um 90%) eiga upptök sín þar sem kirtilþekjan mætir flöguþekju...
Er hægt að losna við frjókornaofnæmi?
Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir frjókornum frá gróðri. Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir á...
Hver var Arthur Holmes og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Arthur Holmes (1890-1965) er þekktastur fyrir fernt: (1) þátt sinn í að tímakvarða jarðsöguna, (2) bókina The Age of the Earth 1913, (3) að skýra fyrstur (um 1930) orsakir landreks og (4) afbragðskennslubók sína Principles of Physical Geology 1944. Um aldamótin 1900 voru þær hugmyndir helstar um aldur jarðar, a...
Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einstaklingar nudda saman opnum sárum á þumalfingrum?
Margir hættulegir sjúkdómar, til dæmis alnæmi og lifrarbólga C, smitast manna á milli með blóði. Smit getur átt sér stað jafnvel þó um lítið magn blóðs sé að ræða eins og til dæmis ef sár snertast. Það eru þekkt dæmi um það að einstaklingar beri sjúkdóm sem þeir vita ekki af og smiti fólk óvart með þessum hætti. ...
Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?
Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt ...
Hver var Karl Landsteiner?
Austurrísk-bandaríski líffræðingurinn og læknirinn Karl Landsteiner (1868-1943) er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað blóðflokkana, það er að hafa þróað ABO-blóðflokkakerfið árið 1901 og Rhesus-kerfið árið 1940 og gerði uppgötvun hans mönnum kleift að framkvæma blóðinngjafir á öruggari og árangursríkari hátt. Fyri...
Fyrir hvað stendur Hgb í skírteini blóðgjafa og hvaða gildi er æskilegt að hafa þar?
Hgb er skammstöfun fyrir hemóglóbín, eða blóðrauða, sem er flutningsprótín í rauðum blóðkornum í blóði. Hemóglóbín bindur súrefni frá lungum og flytur til vefja líkamans. Þar er það losað til að brenna næringarefnum og mynda orku sem notuð er til að viðhalda líkamsstarfsemi. Við brunann í vefjum myndast koltvíildi...
Hvað getur þú sagt mér um gosið í Eyjafjallajökli árið 2010?
Mikil umbrot urðu í Eyjafjallajökli fyrri hluta árs 2010. Í kjölfar mikilla jarðskorpuhreyfinga, landriss og jarðskjálftavirkni, varð lítið flæðigos á norðanverðum Fimmvörðuhálsi. Það gos hófst 20. mars og stóð í 23 daga. Hlé varð í hálfan annan sólarhring, en 14. apríl hófst sprengigos í toppöskju Eyjafjallajöku...
Hvort er íslenskt vatn hart eða mjúkt og hvert er sýrustig þess?
Íslenskt drykkjarvatn er með því besta sem gerist í heiminum. Það er yfirleitt efnasnautt og ekki er þörf fyrir að bæta það með hreinsiefnum. Þannig er það með vatnið á höfuðborgarsvæðinu sem sótt er í borholur Gvendarbrunna í Heiðmörk. Við þurfum að hafa í huga að kalda vatnið er okkar dýrmætasta auðlind sem við...