Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna eru flestir sveitabæir á Íslandi hvítir með rauðu þaki?

Málun þaka í sterkum lit á húsum hér á landi tengist án vafa almennri notkun bárujárns sem þakefnis. Galvanhúðað, bárótt þakjárn (bárujárn) var fyrst sett á húsþök í Reykjavík á árunum 1874-76. Notkun þess sem klæðningar á þök og veggi timburhúsa varð þó ekki almenn fyrr en eftir 1880. Þessu annars hentuga þak...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?

Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða bergtegundir finnast í Viðey og hvað getur jarðfræðin sagt um okkur um sögu eyjunnar?

Viðey hefur verið sögustaður frá upphafi Íslandsbyggðar. Þar var klaustur reist á 13. öld og eyjan kom mikið við sögu á tímum siðaskiptanna. Rétt upp af núverandi bátalægi standa einar elstu byggingar landsins, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, byggðar upp úr miðri átjándu öld. Austast á eyjunni byggðist upp lítið ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur vindgangi?

Vindgangur og ropi virðast vekja forvitni margra. Hér er einnig svarað öðrum spurningum sem borist hafa um þetta efni, en þær eru:Af hverju prumpar maður?Hvað veldur lyktinni sem fylgir vindgangi?Hvað er hægt að gera til að stoppa vindgang?Hversu oft á dag leysir manneskja vind?Hvaða leið fer prumpið?Af hverju rop...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður ofnæmi?

Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru til margar tegundir af lifrarbólgu og hvað veldur þeim?

Margar tegundir eru til af lifrarbólgum og orsakast flestar þeirra af veirum. Sumar tegundir smitast með óhreinu vatni eða matvælum, sumar smitast á svipaðan hátt og alnæmi og enn aðrar eru hitabeltissjúkdómar sem moskítóflugur bera á milli manna. Sumar lifrarbólgur eru tiltölulega vægir sjúkdómar en aðrar eru mjö...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?

Fyrirspurnin um hvers vegna bókum sé yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar kemur frá ungum lesanda sem greinilega hefur ræktað með sér bókfræðilegan áhuga og veltir vöngum yfir tilverunni. Þótt fyrirspurnin sjálf kunni að virðast einföld er þó ekki hægt að svara henni með einni setningu. Til þe...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er skammdegisþunglyndi og hvað veldur því?

Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi. Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst ...

category-iconLögfræði

Eru til einhver lög um sjálfsvörn? Sá sem beitir sjálfsvörn fer yfirleitt verr útúr kærunni heldur en árásarmaðurinn, hvernig verkar þetta?

Til eru lög um neyðarvörn sem oft er kölluð sjálfsvörn í daglegu tali. Í 1. málsgrein 12. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir svo: Það verk er refsilaust, sem menn vinna af neyðarvörn, að því leyti sem það hefur verið nauðsynlegt til þess að verjast eða afstýra ólögmætri árás, sem byrjuð er eða vofir ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna átti lýðræðið erfitt uppdráttar á 19. öld? Hvers vegna vildu menn takmarka kosningarétt og kjörgengi við eigna- og menntamenn?

Fyrst er rétt að gæta þess að takmarkanir á kosningarétti og kjörgengi á nítjándu öld voru ámóta miklar á Íslandi og í öðrum löndum Vestur- og Mið-Evrópu. Indriði Einarsson skrifaði fróðlega grein um kosningar til Alþingis í Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags árið 1884 og bar þar meðal annars saman hlutfall íbú...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær var hinn svokallaði „nefskattur“ Margrétar Thatcher afnuminn?

Þangað til árið 1989 stóðu tveir tekjustofnar einkum undir rekstri breskra sveitarfélaga, annars vegar fasteignagjöld og hins vegar hlutdeild sveitarfélaganna í sköttum sem innheimtir voru af landstjórninni og úthlutað til sveitarfélaga eftir tilteknum reglum. Fasteignagjöldin áttu sér langa sögu, að minnsta kosti...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig eru loftbelgir, hvernig fljúga þeir, hvaða eldsneyti þurfa þeir og hve stórir eru þeir?

Við höfum gert grein fyrir ýmsum grundvallaratriðum loftbelgja í svari okkar við spurningunni Hvaða gas var notað í loftskip? Hyggilegt kann að vera að lesa það svar áður en lengra er haldið hér. Loftbelgir eru belgir með léttu gasi, nógu léttu til að belgurinn í heild, með umbúðum, farmi og farþegum, geti lyfs...

category-iconHugvísindi

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju?

Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna ...

category-iconSálfræði

Hvað ákveður nákvæmlega tónhæð hvers tóns?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju finnst okkur tvær nótur á nótnaborði sem heita sama nafni (t.d. c' og c'') hljóma eins og þær væru sama nótan? (Ólafur Heiðar Helgason, f. 1992) Hljóðbylgjur myndast þegar eitthvað, til að mynda tónkvísl sem sveiflast, kemur ögnum í andrúmsloftinu (eða öðru efni, svo ...

Fleiri niðurstöður