Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3204 svör fundust
Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?
Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...
Hvað getur þú sagt mér um Grímsvötn?
Grímsvötn liggja vestan til í miðjum Vatnajökli, nálægt norðurenda samnefnds eldstöðvakerfis sem er yfir 100 kílómetra langt og nær suður fyrir Lakagíga. Stór hluti þess liggur undir Vatnajökli. Þau eru virkasta eldstöð Íslands, og þekkt eru meira en 60 gos í og við Grímsvötn frá því um 1200. Jafnframt eru þau eit...
Hver er spurningin sem tilvist okkar er svar við?
Nauðsynlegt er að byrja umræðu um þetta með því að gera sér ljóst að spurning er texti og svar við spurningu er líka texti. Eins og fram kemur í svari Erlendar Jónssonar við spurningunni Er þetta spurning? þá er spurning í rauninni beiðni um upplýsingar og svarið felst í að veita umbeðnar upplýsingar. Spurning er ...
Af hverju eru Hafnfirðingar heimskir?
Í mörgum löndum eru héruð eða landsvæði sem sérstaklega eru notuð sem bakgrunnur fyrir ýmiss konar skopsögur. Sem dæmi má nefna Mols á Jótlandi sem er heimkynni Molbúa (d. Molboer) og af þeim eru margar sögur af þessum toga. „Molbúi“ er líka nokkuð algengt orð í íslensku nútímamáli samkvæmt leitarvélum á Veraldarv...
Hvernig er brugðist við athugasemdum á Vísindavefnum?
Vísindavefnum berast stundum athugasemdir við svör á vefnum, enda eru lesendur beinlínis hvattir til að senda tölvupóst eða koma skilaboðum á annan hátt til vefsins ef þeir sjá eitthvað sem þeim sýnist athugavert. Stundum snúast athugasemdirnar um smáatriði eins og stafavíxl, vitlaust ártal, ónákvæmni í meðferð ve...
Er löglegt að prenta íslenska málshætti á boli til að selja?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða skilningur er lagður í hugtakið málsháttur. Fólki er almennt heimilt að prenta það sem það vill á boli og selja þá, nema textinn sé varinn einhverskonar hugverkarétti. Spyrjanda væri til að mynda óhætt að prenta máltækið „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ á...
Hvernig varð jörðin til?
Í svari Tryggva Þorgeirssonar við sömu spurningu segir meðal annars:Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún myndaðist við það að efnisagnir sem gengu umhverfis sólina, sem þá var líka að myndast, hnoðuðust saman í sífelldum árekstrum. Þannig urðu til sífellt stærri efnisheildir sem að lokum mynduð...
Hver er fólksfjölgunin í % á þessu ári?
Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember 2004 voru íbúar Íslands 293.291 talsins og aukningin var 0,96% frá því í fyrra. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar mun íbúatalan halda áfram að vaxa á komandi árum. Íslendingar verða þá 304.711 árið 2010, 325.690 árið 2020 og 353.416 árið 2045. Þeir sem vilja f...
Hvenær er fyrsti sunnudagur í aðventu í ár? Er aðfangadagur talinn með?
Stutta svarið við seinni hluta spurningarinnar er einfaldlega já. Þegar aðfangadagur lendir á sunnudegi er hann síðasti sunnudagurinn í aðventu. Um fyrri hluta spurningarinnar er þetta að segja: Fyrsti sunnudagur í aðventu árið 2024 er 1. desember, annar 8. desember, þriðji 15. desember og fjórði 22. desember. ...
Er hægt að finna svar við öllu milli himins og jarðar?
Að sjálfsögðu er hægt að finna svar við öllu á milli himins og jarðar. Ef einhver spyr til að mynda hvernig sólin sé á litinn er hægt að gefa mörg svör, til að mynda "sólin er gul", "sólin er græn", "sólin hefur ekki lit heldur eru litir einungis til í huga skynjandans" eða jafnvel bara "42" (en 42 var samkvæmt bó...
Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá tilteknum stað?
Upphafleg spurning hljóðaði svo: Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá Sauðárkróki og/eða Eyjafirði. Og hvenær ársins séð frá norðanverðu Seltjarnarnesi?Spyrjandi á við það, hvenær sólin setjist í hafið í stað þess að setjast á land, séð frá viðkomandi stað. Stutta svarið er að þetta er algerlega háð staðháttu...
Hvað er hægt að búa til margar mismunandi sudokuþrautir?
Fjöldi mismunandi sudokumynstra (e. Sudoku grids) á borði af stærðinni 9×9 er 6.670.903.752.021.072.936.960. Þessi tala er gefin upp í grein eftir Þjóðverjann Felgenhauer og breska stærðfræðinginn Jarvis sem kallast Enumerating possible Sudoku grids (Talning mögulegra sudokumynstra). Til þess að reikna þessa tölu ...
Hvenær fréttu Íslendingar fyrst af afstæðiskenningu Einsteins?
Árið 1913 var í fyrsta sinn fjallað um takmörkuðu afstæðiskenninguna hér á landi. Það var í greininni „Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins“ eftir Ólaf Dan Daníelsson stærðfræðing, sem birtist í tímaritinu Skírni.[1] Ólafur ræðir þar bæði um heimspekilegar undirstöður rúmfræðinnar og afstæðiskenninguna, án þess þó að mi...
Hvað eru mörg prósent fugla ekki með fjaðrir?
Sameiginlegt einkenni allra núlifandi fuglategunda er fjaðurhamurinn. Þær tegundir fugla sem eru ófleygar hafa meira að segja oft mjög skrautlegan og fallegan fjaðurham. Þetta á til dæmis við um strúta, kívífugla og jafnvel mörgæsir. Þó lifnaðarhættir mörgæsa eigi meira skylt við sjávarspendýr en fugla háloftanna,...
Er Látrabjarg vestasti staður Evrópu?
Á Vísindavefnum er að finna svar við spurningunni Hver er vestasti oddi Evrópu? þar sem velt er upp nokkrum möguleikum að svari við spurningunni. Fyrst þarf að skilgreina hvort verið sé að tala um vestasta odda í þeim löndum sem tilheyra Evrópu landfræðilega, þeim löndum sem hafa stjórnmálaleg tengsl við Evrópu eð...