Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8494 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Er eitthvert mark takandi á spádómum og þess háttar?

Spurningin í heild var sem hér segir:Er eitthvert mark takandi á spádómum, draumaráðningum og þess háttar?en síðari hlutanum verða gerð sérstök skil í öðru svari um drauma. Fleiri spurningar um svipuð efni hafa borist og er þeim jafnframt svarað hér. Meðal þessara spurninga má nefna:Er hægt að spá fyrir um fram...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því?

Hnetur skiptast almennt í jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur) annars vegar og trjáhnetur hins vegar (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Hnetur eru með algengustu ofnæmisvökum í fæðu og er jarðhnetan þeirra þekktust. Yfirleitt beinist ofnæmið að einni tegund af hnetum en þó er til að ei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til mörg kyn í náttúrunni?

Stutta svarið við spurninginni er að það er afar breytilegt. Sumar tegundir fjölga sé kynlaust og hjá öðrum tegundum þekkist að kynin séu rúmlegu tuttugu þúsund. Algengast er þó meðal meðal heilkjörnunga að kynin séu tvö. Lengra svar Þótt margt sé á huldu um fyrstu lífverur á jörðinni, er sennilegast að þær ...

category-iconHeimspeki

Hvað er samfélagsábyrgð?

Hugtökin „samfélagsábyrgð“ eða „samfélagsleg ábyrgð“ geta haft margvíslegar og ólíkar merkingar. Í sinni einföldustu mynd vísa þau til þess að manni ber að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni. Ein birtingarmynd þessa viðhorfs er að maður horfi til framtíðar í ákvarðanatöku og ígru...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð alheimurinn til?

Með þessu svari er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvað var áður en heimurinn varð til? (þ.e. áður en svonefndur "Miklihvellur" varð?) Spyrjandi: Atli Týr Ægisson Hvenær varð heimurinn til? Guðfinnur Sveinsson Hvaða efni var það sem sprakk í byrjun alheimsins? Sveinbjörn GeirssonTil að svara þessum spu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?

Vegna þess hvað hundar og úlfar eru skyldir og líkir líffræðilega geta þeir eignast afkvæmi vandkvæðalaust. Þá virðist ekki skipta máli hvaða hundakyn eða úlfastofn eiga í hlut en hins vegar geta skapast vandræði ef stærðarmunur er mikill. Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um þ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef aðdráttarafl jarðar er svo kröftugt að það afmyndar mánann (gerir hann egglaga) er þá ekki máninn smátt og smátt að nálgast jörðina?Það er rétt að tunglið eða öllu heldur dreifing massans í því er lítið eitt ílöng í stefnu línunnar milli jarðar og tungls. Það hefur auk þess ...

category-iconJarðvísindi

Er til flokkunarkerfi yfir hveri?

Ýmis orð eru höfð um jarðhita á yfirborði sem fram kemur sem vatn eða gufa. Aðalnöfnin eru hver, laug og volgra, sem öðrum er síðan skeytt við, allt eftir eðli og útliti. Safnheiti eða sameiginlegt orð um þetta hefur ekki náð festu í málinu, annað en jarðhiti. Orðið varmalind sem safnheiti hefur sést en er sja...

category-iconLandafræði

Eru Pitcairn-eyjar í Kyrrahafi sjálfstætt ríki?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða lönd tilheyra Bretlandi? er Pitcairn-eyja í Suður-Kyrrahafi meðal þeirra örfáu eyja og svæða utan Bretlandseyja sem enn lúta yfirráðum Breta. Formlega fer samveldissendiherra Breta (British High Commissioner) á Nýja Sjálandi með málefni Pitcairn-...

category-iconHeimspeki

Hvað er vísindaheimspeki?

Hér gefst ekki rými til að líta yfir sögu vísindaheimspekinnar en hún teygir sig alveg aftur til frumherja forngrískrar heimspeki (6. öld f.Kr.). Hins vegar verður vísindaheimspeki ekki að sjálfstæðri fræðigrein fyrr en í upphafi 20. aldarinnar. Einn mikilvægasti áfangi á þeirri löngu vegferð var vísindabylting 16...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er og hvernig verkar dulkóðun?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað er og hvernig verkar dulkóðun (public-key-encryption)? (Davíð) Hvað getið þið sagt mér um dulkóðun? (Kristjana) Dulritun (dulkóðun, e. encryption) felst í stuttu máli í því að umrita tiltekin skilaboð þannig að óviðkomandi geti alls ekki komist að innihaldi þeirr...

category-iconBókmenntir og listir

Getið þið sagt mér hvað barokktónlist er?

Hér er einnig svarað spurningu Hugrúnar Jónsdóttur (f. 1989): Hvað einkenndi barokktímabilið í sögu tónlistarinnar? Barokktónlist er tónlist sem samin er á svokölluðu barokktímabili, eða um 1600-1750. Stundum er tímabilinu skipt í þrennt og er þá talað um frumbarokk (um 1600-1650), miðbarokk (1650-1700) og síðba...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Jane Addams og hvert var framlag hennar til fræðanna?

Erum við öll börnin hennar Jane frænku? Á þessa leið hljómaði spurning lítillar sex ára frænku Jane Addams við fjölmenna útför hennar árið 1935. Spurningin er til vitnis um hið mikla starf frumkvöðulsins Jane Addams og þann hug sem hún bar til samfélagsins. Jane bar mikla virðingu fyrir fólki og áttaði sig vel á þ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru geimþokur?

Geimþokur (e. nebulae) eru miðgeimsský úr ryki, vetni, helíni og öðrum jónuðum gastegundum. Orðið nebula er latneskt og þýðir ský en það var upphaflega notað yfir öll þokukennd fyrirbæri á himninum, þar á meðal stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir eins og Andrómeduvetrarbrautina, en það tíðkast ekki lengur þótt vetra...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn avascular necrosis eða blóðþurrðardrep?

Avascular necrosis (AVN), eða blóðþurrðardrep, er vefjadrep vegna ófullnægjandi blóðrennslis til beina. Vegna truflunar á blóðflæði verður frumudauði í beinvef sem leiðir til beineyðingar, sársauka og skertrar hreyfigetu liða. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram í endum langra beina svo sem lærleggs (lat. femur...

Fleiri niðurstöður