Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 132 svör fundust
Fyrir hvað stendur J. í Homer J. Simpson?
Samkvæmt viðtali við skapara Simpsons-teiknimyndanna, Matt Groening, stendur J-ið fyrir millinafnið Jay. Þetta kemur fram í þættinum „D'oh-in' in the Wind“ í 10. seríu þáttanna (og ber númerið AABF02) þar sem Homer grefur upp hippafortíð móður sinnar. Brandarinn felst í því að á ensku heitir stafurinn „j“ einfaldl...
Af hverju gáfuð þið út bók?
Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...
Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?
Í 38. grein laga um kosningar til Alþingis segir meðal annars:Dómsmálaráðuneytið skal þegar tilkynna stjórnmálasamtökum, sem eru á skrá, um ný stjórnmálasamtök sem tilkynnt eru og um ósk þeirra um listabókstaf. Ákveður ráðuneytið bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annar...
Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?
Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...
Af hverju er sagt að menn séu tvítugir og sjötugir en síðan níræðir og tíræðir?
Til að tákna hversu marga tugi eitthvað hafði að geyma voru mynduð þegar í fornu máli lýsingarorð, svokölluð tölulýsingarorð, sem enduðu á –tugur (-togr, -tugr). Voru þau notuð um aldur, hæð og dýpt og eru enn. Sagt er að maður sé tvítugur ef hann hefur lifað tvo áratugi, talað er um tvítugt dýpi, tvítugt bjarg og...
Er til orð um það þegar sól og tungl sjást bæði á himni?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Þegar ég var í menntaskóla er ég alveg viss um að íslenskukennarinn sagði að það væri til orð um það þegar sól og tungl sæjust bæði á himni. Ég get ekki munað orðið og enginn kannast við það. Kannist þið við þetta orð? Ég hef spurst víða fyrir um orðið sem spurt var um ...
Hver eru inntökuskilyrðin í Himnaríki?
Handan heimsins, rúms og tíma, er til Guð og ímyndað aðsetur hans má kalla himna. En þegar spurt er hvort Himnaríki sé til og hverjir komist þangað er sennilega einnig verið að spyrja um staðinn sem börnum er kennt að afi þeirra og amma fari til eftir dauðann, og dveljist þar með Guði. Þessi heimur er sá sem Jesús...
Háskólalestin til Bolungarvíkur laugardaginn 13. ágúst!
Háskólalestin heldur nú áfram ferð sinni um landið en nú er komið að Bolungarvík! Þar verður lestin laugardaginn 13. ágúst með sannkallaða vísindaveislu. Sem fyrr verður ýmislegt á boðstólnum fyrir unga sem aldna. Dagskráin fer fram á milli kl. 12 og 16 í Félagsheimilinu og Tónlistarskólanum. Sprengjugengið lan...
Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?
Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...
Jane Goodall skrifar fyrir Vísindavef HÍ
Dr. Jane Goodall er ein merkasta vísindakona heims. Hún hefur helgað líf sitt náttúru- og dýravernd og er einna þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Jane heldur opinn fyrirlestur í Háskólabíói miðvikudaginn 15. júní kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Í tilefni af heimsókninni bað...
Hvernig og hvenær gerðist það að kostnaðarþátttaka sjúklinga varð svona mikil?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?
Spurning Jóns Björns hljómaði svona: Mig langar til þess að forvitnast um allt er tengist íslenska þjóðsöngnum. Getið þið komið því á framfæri t.d. undir leitarorðunum, þjóðsöngur og íslenski þjóðsöngurinn? Þjóðsöngur er kvæði með lagi, flutt við hátíðleg tækifæri sem eins konar tákn um þjóðarvitund. Þjóðsöngv...
Hvenær fréttu Íslendingar fyrst af afstæðiskenningu Einsteins?
Árið 1913 var í fyrsta sinn fjallað um takmörkuðu afstæðiskenninguna hér á landi. Það var í greininni „Ýmsar skoðanir á eðli rúmsins“ eftir Ólaf Dan Daníelsson stærðfræðing, sem birtist í tímaritinu Skírni.[1] Ólafur ræðir þar bæði um heimspekilegar undirstöður rúmfræðinnar og afstæðiskenninguna, án þess þó að mi...
Hvað er fuglaflensan búin að vera til lengi?
Fuglaflensa hefur verið mikið í fréttum undanfarin misseri en er þó ekkert nýtt fyrirbæri þó umræða um hana sé mikil þessa dagana. Veirur sem valda flensu í fuglum hafa sjálfsagt verið til mjög lengi, rétt eins og veirur sem valda flensu í mönnum. Það er hins vegar sjaldgæft að fuglaflensuveirur smiti menn og þega...
Hvaða skáld samdi heilræðavísur og hvað má segja um slíkan kveðskap?
Upphaflega var spurningin: „Hver samdi heilræðavísur?“ Þekktustu heilræðavísur á íslensku eru eftir sr. Hallgrím Pétursson (1614–1674), en um hann má lesa í svari Kristjáns Eiríkssonar við spurningunni Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson? Fyrsta erindi vísnanna hljómar eflaust kunnuglega í eyrum m...