Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2041 svör fundust
Hversvegna heitir þumalputti þessu nafni?
Orðið þumalputti er samsett úr orðunum þumall og putti. Þumall merkti upphaflega ‚digur fingur‘ enda er þumallinn yfirleitt digrasti fingur á mannshöndinni. Þumall er einnig nafn á fingurhólfi á vettlingi, því sem ætlað er þumlinum. Þegar í fornu máli er þessi fingur nefndur þumalfingur en ekki þumalputti. Þum...
Er hægt að koma tvíræðni til skila á táknmáli?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það er vel hægt! Skilgreiningin á tvíræðni er þegar orð eða hugtak sem viðkomandi notar má skilja á tvo vegu en margræðni þegar það má skilja á fleiri vegu. Í táknmálum eru til tákn sem má skilja á marga vegu og eins er hægt að segja eitt en meina annað. Þessi or...
Getið þið sagt mér allt um Jónas Hallgrímsson?
Því miður getum við ekki sagt „allt“ um Jónas Hallgrímsson og það er kannski eins gott að við reynum það ekki. Það mundi örugglega æra óstöðugan ef við segðum lesendum okkar allt sem hefur verið skrifað og sagt um Jónas. Það er líka engin ástæða til að reyna að segja allt um Jónas Hallgrímsson þar sem mikið er ...
Hvað er stjórnlagaþing?
Stjórnlagaþing er þjóðkjörin samkoma sem hefur það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir viðkomandi ríki. Ýmis dæmi eru um það úr sögunni að boðað hafi verið til stjórnlagaþings og gerist það allajafna í kjölfar átaka eða umróts, til dæmis eftir að þjóð hefur lýst yfir sjálfstæði sínu, grundvallarbreytingar ha...
Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Sigurðar Hólm Gunnarssonar og Andra Arnar Víðissonar: Hvað er múslími? Hverju trúa múslimar?Múslimar skiptast í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Súnna þýðir erfikenning, hin rétta kenning sem Múhameð lét skrá á Kóraninn eftir opinberunum sem hann fékk frá Allah, hinu...
Hver er uppruni orðsins bakkelsi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er uppruni orðsins bakkelsi? Er það talið vera mállýti? Hér er einnig svarað spurningu Viktors:Af hverju er talað um bakkelsi? Hvaðan kemur það orð og af hverju tengist það brauðmeti og sætabrauði, það er bakarísmat? Orðið bakkelsi er tökuorð úr dönsku bakkelse og e...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hrafn Loftsson rannsakað?
Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík (HR) og meðlimur í Gervigreindarsetri og Mál- og raddtæknistofu HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirr...
Hvort kom á undan, kvenmannsnafnið Hrefna eða nafnið á hvalategundinni?
Nafnið kemur fyrir í Landnámu og í nokkrum Íslendinga sögum. Hrefna Ásgeirsdóttir hét til dæmis kona Kjartans Ólafssonar í Laxdæla sögu. Nafnið virðist ekki hafa verið notað fyrr en á síðari hluta 19. aldar en þá varð það allvinsælt. Það á við um mörg önnur nöfn sem sótt voru til fornsagnanna í tengslum við sjálfs...
Hvenær fór orðið hinsegin að vísa til samkynhneigðar?
Um uppruna orðsins hinsegin er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvaðan kemur orðið hinsegin? og er lesendum bent á að kynna sér það svar einnig. Elsta dæmi sem höfundur þessa svars hefur fundið á prenti um vísun orðsins hinsegin í samkynhneigð er í Alþýðuhelginni 1949 þar sem segir: „Hvað, er hann n...
Hvað þýðir "prósent" og er til meira en 100%?
Íslenska orðið prósenta eða prósent er tökuorð úr dönsku, procent, sem er aftur tekið eftir þýska orðinu prozent. Þessi orð eru komin með nokkurri ummyndun af latneska orðasambandinu per centum sem þýðir af hundraði, samanber í ensku percent. Við notum þessi orð til að lýsa hlutföllum og tölum þá til dæmis um "...
Hvernig er best að kenna venjulegum páfagauki að tala?
Hér eru góð ráð til þess að fá páfagauk til að tala: Best er að byrja á að segja „Góðan daginn“ á hverjum morgni við gaukinn þegar hann er 4-6 mánaða gamall. Mundu samt að sumir páfagaukar eru fljótari en aðrir að byrja að tala. Haltu fuglinum að munninum þínum þegar þú kennir honum að tala svo að þú fáir athy...
Hvað merkir orðið „blá“ í samhenginu „mýrar og blár“ og „engjar og blár“?
Kvenkynsorðið blá í merkingunni ‘mýri, flói, flatlendi sem liggur undir vatni’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans á til dæmis þrjár heimildir eftir Árna Magnússon handritasafnara úr verkinu Arne Magnussons levned og skrifter sem gefið var út 1930. Blá heiter hvar væt...
Af hverju er sagt að maður sé asni þegar maður gerir eitthvað heimskulegt?
Asninn hefur orð á sér að vera ekki mjög skynsamur og gamall er málshátturinn auðþekktur er asninn á eyrunum sem yfirleitt er notaður í niðrandi merkingu. Það virðist einnig gamalt í málinu að líkja heimskum mönnum við asna. Í Bandamannasögu segir til dæmis „Þú ... hefir eigi vit til helldr en uxi eða asni.“ Í...
Hvers vegna setjið þið ætíð enska þýðingu á vísindalegum (eða jafnvel óvísindalegum) orðum innan sviga í flestum ykkar svörum?
Við viljum leynt og ljóst hvetja lesendur okkar til að afla sér meiri þekkingar en unnt er að birta í svörum okkar. Þetta gerum við með því að geta heimilda og nefna lesefni þegar svo ber undir, en einnig með því að vísa til annarra svara hjá okkur, ýmist með því að birta aðra spurningu í heild í texta eða þá með ...
Hvers kyns er skurn?
Orðið skurn er eitt þeirra orða í íslensku sem til eru í fleiri en einu kyni. Það er reyndar notað í öllum kynjum, það er skurnin, sem er algengasta orðmyndin, skurnið og skurninn. Annað orð sem til er í þremur kynjum er vikur ‘gosmöl’. Karlkyns og kvenkyns eru til dæmis skúr, það er regnskúr, og örn. Karlkyns ...