Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3522 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?

Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?

Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að losna við frjókornaofnæmi?

Frjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmið sem kemur fram í nefi og augum. Ástæðan er ofnæmi fyrir frjókornum frá gróðri. Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir á...

category-iconStærðfræði

Af hverju margföldum við stundum í kross þegar við leysum jöfnur með brotum í stað þess að finna samnefnara og lengja með honum?

Fyrst er rétt að gera grein fyrir tveimur hugtökum sem koma fyrir í spurningunni: Samnefnari tveggja eða fleiri brota er tala sem allir nefnarar brotanna ganga upp í. Ef við höfum til dæmis brotin $\frac7{9}$ og $\frac5{12}$, þá er talan $36$ samnefnari þeirra, því báðir nefnararnir $9$ og $12$ ganga upp í han...

category-iconHeimspeki

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...

category-iconLæknisfræði

Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einstaklingar nudda saman opnum sárum á þumalfingrum?

Margir hættulegir sjúkdómar, til dæmis alnæmi og lifrarbólga C, smitast manna á milli með blóði. Smit getur átt sér stað jafnvel þó um lítið magn blóðs sé að ræða eins og til dæmis ef sár snertast. Það eru þekkt dæmi um það að einstaklingar beri sjúkdóm sem þeir vita ekki af og smiti fólk óvart með þessum hætti. ...

category-iconFornleifafræði

Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?

Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...

category-iconLæknisfræði

Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur?

Já, að vissum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur gefið hluta lifrar sinnar til annarrar manneskju með skemmda lifur. Þessi skilyrði eru að vera á aldrinum 18-60 ára, vera í blóðflokki sem hæfir blóðflokki lifrarþegans og vera jafnstór eða stærri en þeginn. Hvað mestu máli skiptir er þó að lifrargjafi sé hrau...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er storkukerfi?

Storkukerfið er flókið ferli sem fer í gang þegar skemmdir verða á æðakerfinu. Blæðing leiðir til dauða ef líkaminn bregst ekki við. Storkukerfið stuðlar að því að blóðið storknar sem er þáttur í blæðingarstöðvun (e. hemostasis) og lífsnauðsynlegur þáttur í samvægi líkamans (e. homeostasis). Í grófum dráttum fer b...

category-iconEfnafræði

Nú hefur arsen í hrísgrjónum og hrísmjólk verið töluvert í fréttum, hvað er arsen og hvers konar eitrunaráhrifum getur það valdið?

Arsen (As) er frumefni með sætistöluna 33. Efnafræðilega hegðar það sér að hluta sem málmur og að hluta sem málmleysingi. Arsen getur komið fyrir frítt í náttúrunni en langmest af því er þó á formi þrígildra As (III) og fimmgildra As (V) sambanda. Það er oft í tengslum við málma eins og til dæmis kopar, sink og b...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til einhver skýring á örnefninu Sörkushólar?

Sörkushólar er sérkennilegt örnefni. Það kemur tvisvar fyrir í Austur-Skaftafellssýslu en að því er virðist hvergi annars staðar. Nafnið er torskýrt. Menn hafa í hálfkæringi giskað á að nafnið kunni að vera dregið af enska (og alþjóðlega orðinu) Circus (framburðurinn verandi Sörkus) og stafi af því að hólarnir min...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær hófst kaffidrykkja í heiminum og hvernig breiddist hún út?

Kaffitré vaxa villt á nokkrum svæðum í Afríku og sú tegund (Coffea arabica) sem fyrst nýttist til kaffigerðar rekur upphafleg heimkynni sín til fjalla í Eþíópíu. Ekki er ólíklegt að þar hafi menn lengi tuggið kaffiber sér til hressingar, en þess verður fyrst vart í Jemen (handan við Rauðahaf) um eða fyrir miðja 15...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir tilvist Guðs út frá mögulegum útskýringum á tilvist alheimsins?

Tilvist alheimsins hefur verið mönnum nokkurt undrunarefni svo langt sem heimildir ná, og að öllum líkindum lengur, svo að ekki þarf að koma á óvart þótt reynt hafi verið að leita svara við slíkum spurningum í tímans rás. Hefðbundið svar felst í svonefndum „heimsfræðirökum“, sem eru ein af nokkrum sígildum rökfærs...

category-iconLæknisfræði

Hvað er leishmaniusýki og hvernig lýsir hún sér?

Leishmaniusýki eða leishmanssótt (e. leishmaniasis) er sýking af völdum frumdýra af ættkvíslinni Leishmania. Frumdýrið er innanfrumusníkjudýr (e. intracellular parasite) í bæði mönnum og dýrum. Að minnsta kosti 15 tegundir geta sýkt menn. Smit berst til manna með sandflugum sem lifa í heitu og tempruðu loftslagi o...

category-iconEfnafræði

Hvaða mjólkurtegund hentar best sem mjólkurfroða í kaffi?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum frá sama spyrjanda:Af hverju freyðir G-mjólk en ekki venjuleg mjólk? Af hverju freyðir lífræn mjólk? Af hverju getur verið munur á framleiðslulotum lífrænnar mjólkur með tilliti til froðu? Mjólk samanstendur að mestu af eftirtöldum efnisþáttum: vatni, mjólkursykri, f...

Fleiri niðurstöður