Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3263 svör fundust
Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?
Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2] Í íslenskri rannsókn á 105 sjúkling...
Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?Hvar er hægt að nálgast þær?Eru apókrýfar bækur Biblíunnar bannaðar af sumum kirkjudeildum en ekki öðrum? Hugtakið apókrýfur er notað í dag í biblíuvísindum og almennum trúarbragðafræðum um rit sem mynda hluta af rituðum trúararfi hinna fjö...
Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?
Svarið við fyrri spurningunni er nei, fæstar þeirra rúmlega 300 tegunda hákarla sem þekktar eru hafa orðið uppvísar að mannáti. Alls eru skráðar 42 tegundir hákarla sem ráðist hafa á menn, báta eða önnur sjóför á síðastliðnum fjórum öldum, þar af eru 24 tegundir sem vitað er að hafi gert slíkar árásir oftar en þrí...
Um hvað fjallar Gaiakenningin?
James Lovelock. Gaiakenningin fjallar um Jörðina sem órofa, lifandi heild. Nánar tiltekið segir kenningin að lífið á Jörðinni sé ekki til komið af tilviljun einni (háðri heppilegri staðsetningu hnattarins í sólkerfinu) heldur stuðli lífmassinn allur að því, með virkum hætti, að hin heppilegu skilyrði til lífs á...
Var Betlehemstjarnan raunverulega til?
Betlehemstjarnan er dularfullt tákn og hún hefur valdið stjörnufræðingum, sagnfræðingum og guðfræðingum miklum heilabrotum í tæp tvö árþúsund. Í þessu svari ætlum við skoða fjóra möguleika:Stjarnan var einstakt tilvik, hún hafði aldrei sést áður og hefur ekki sést síðan. Guð lét hana birtast til að opinbera fæð...
Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus?
Rússland, eða Rússneska ríkjasambandið (e. Russian Federation) eins og landið heitir formlega, skiptist niður í 89 stjórnsýslueiningar sem hafa mismunandi mikið sjálfræði í eigin málum. Mest sjálfstæði hafa lýðveldin sem eru 21 talsins. Þau hafa eigin stjórnarskrá, þing og forseta en lúta Moskvustjórninni í utanrí...
Hvernig stendur á eyðingu regnskóga og hvaða áhrif hljótast af henni?
Hér er einnig svarað spurningum: Hvers vegna eru regnskógarnir að eyðast? (Helga Þorsteinsdóttir, f. 1991)Hvað er áætlað að búið sé að fella mörg prósent af regnskógum S-Ameríku? (Gunnlaugur Úlfsson)Hvar get ég fengið upplýsingar um regnskóga, eyðingu þeirra og áhrifin sem þeir hafa? (Aldis Guðlaugsdóttir) Re...
Hvers vegna getur maður fengið kvíðakast skyndilega og án þess að vita neina sérstaka ástæðu fyrir kvíðanum?
Ofsakvíði, eða felmtursröskun, er óþægilegur og hamlandi kvilli sem einkennist meðal annars af hræðslu, hröðum hjartslætti, skelfingu, feigðartilfinningu og svima. Horfurnar eru þó góðar, en meðferðir hafa reynst afar áhrifaríkar og er því afar mikilvægt að fólk sem þjáist af ofsakvíða leiti sér upplýsinga um vand...
Hver var Gerhard Domagk og fyrir hvað er hann þekktur?
Á öðrum og þriðja áratugi 20. aldar voru gerðar margar af hinum miklu læknisfræðilegu uppgötvunum sem áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á lífslíkur manna. Bakteríusýkingar voru mjög skæðar. Klasakokka- (staphylococcal) og streptókokkasýkingar (streptococcal) ásamt lungnasýkingum (pneumpcoccal) og berklum voru mjö...
Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?
Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...
Hver var Maria Goeppert-Mayer og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Maria Goeppert-Mayer fæddist 28. júní 1906 í Kattowitz í Efri-Slesíu, sem þá tilheyrði Þýskalandi en er nú í Póllandi. Hún var einkabarn hjónanna Friedrichs og Mariu Goeppert. Faðir hennar var barnalæknir og þegar Maria var fjögurra ára fluttist fjölskyldan til Göttingen, þar sem faðir hennar hafði fengið stöðu pr...
Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?
Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...
Hver var Otto Warburg og hvert var framlag hans til rannsókna á krabbameinum?
Otto Heinrich Warburg fæddist í Freiburg í Þýskalandi árið 1883, sonur virts eðlisfræðings, Emil Warburg (1846-1931) og eiginkonu hans. Hann lagði stund á efnafræði í Berlín undir leiðsögn Emils Fischers (1852-1919) Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði og lauk doktorsprófi árið 1906. Síðar hóf hann nám í læknisfræði hj...
Hverjar eru helstu smitleiðir HPV-sýkinga og hverjir eru í mestri hættu á að smitast?
Nær allar rannsóknir um algengi og nýgengi HPV-sýkinga (e. Human Papillomavirus) benda til að aðaláhættan sé tengd fjölda kynlífsfélaga. Ungt fólk sem er mjög virkt kynferðislega er í mestri áhættu að fá HPV-sýkingu og er tíðnin hæst hjá ungmennum á aldrinum 18-28 ára.1,2 Áhættuþættir sem tengjast HPV-sýkingum hjá...
Hver var Burrhus Frederic Skinner og hvert var framlag hans til vísindanna?
Er ekki augljóst að hegðun fólks ræðst af sálarlífi þess? Að fólk aðhefst vegna þess sem það hugsar, veit, vill og finnur til? Í daglegum samskiptum taka flestir þessu sem gefnum hlut og lesa tilfinningu, hugsun og löngun – meðvitaða og ómeðvitaða – í hugskot samferðamanna. Er ekki jafnaugljóst að ef sálfræði á að...