Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2243 svör fundust
Er til lyf við bólusótt?
Nei, ekkert þekkt lyf er til við bólusótt annað en tafarlaus bólusetning. Engu að síður hafa veirulyfjameðferðir verið notaðar og lyfjarannsóknir hafa gefið til kynna að veirulyfið Cidofovir gæti gefið góða raun.1 Bóluefni er gefið innan fjögurra daga eftir smitun og áður en útbrot koma fram. Bóluefnið kemur í veg...
Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?
Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...
Hvernig vita vísindamenn hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í skógareldum?
Til að reikna hversu mikið losnar af gróðurhúsalofttegundum í gróðureldum (sem skógareldar tilheyra) þarf að vita hversu stórt svæði hefur brunnið, hvaða gróður er á svæðinu og hversu mikið af honum brann, en ekki brennur alltaf allt að fullu. Þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er hægt að nota vel þekkta stuðla...
Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?
Upprunalega spurningin var: Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum? Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður. Undantekning er gerð...
Hver er elsta manneskja sem hefur lifað og hvað lifði hún lengi?
Japaninn Shigechiyo Izumi varð allra karla elstur. Izumi fæddist 29. júní árið 1865 og dó 21. febrúar 1986, líklega af völdum lungnabólgu. Hann náði því 120 ára aldri, og 237 dögum betur. Það er aftur á móti hin franska kona Jeanne-Louise Calment sem hefur lifað lengst allra. Hún fæddist í 21. febrúar árið 187...
Hvað getið þið sagt mér um Jacob Bernoulli og framlag hans til stærðfræðinnar?
Jacob Bernoulli (1655-1705) var svissneskur stærðfræðingur sem þróaði örsmæðareikning Leibniz, hnikareikning, algebru, aflfræði, raðir og líkindafræði. Hann sannaði meðal annars fyrstu meginsetningu líkindafræðinnar, lögmál mikils fjölda. Og þótt hann sé yfirleitt ekki kallaður heimspekingur þá setti hann fram nýs...
Er hægt að setja 'óendanlegt' í annað veldi?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er hægt að setja endalaust í annað veldi?Þessa spurningu má skilja á fleiri en einn veg en við höfum kosið að skilja hana eins og fram kemur í spurningarreitnum. Vikið er að öðrum kostum í lok svarsins. Svarið er já, og útkoman er aftur „endalaust“ eða óendanlegt. En hér ...
Ef svartur köttur gengur fram hjá manni, þá boðar það ógæfu. Ef hann gengur aftur til baka, hverfur þá ógæfan eða tvöfaldast hún?
Vísindavefurinn gekkst fyrir viðamikilli rannsókn á þessu efni í samvinnu við Kattavinafélagið. Viðföngum rannsóknarinnar var skipt í fjóra hópa og hver hópur var látinn gangast undir eina af eftirfarandi tilraunum: Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðfang. Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðf...
Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?
Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...
Hvað er bór?
Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita. Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var þ...
Hvenær tóku Íslendingar fyrst þátt á Ólympíuleikunum?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig hefur þátttaka Íslendinga verið á Ólympíuleikunum? Á vef ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) er að finna lista yfir íslenska keppendur á sumarólympíuleikum frá upphafi. Íslendingur tók fyrst þátt á sumarólympíuleikum árið 1908 þegar Jóhannes Jósefsson keppti í grí...
Hvernig breytist snjór í jökulís?
Þegar snjór fellur á jörðina byrjar hann strax að umbreytast. Kristallarnir missa greinótta stjörnulögun sína (1. mynd), verða óreglulegri og renna síðan saman við aðra kristalla. 1. mynd. Snjókristall. Verður þá fyrst til grókornóttur snjór sem oft er kallaður hjarn. Ummyndunin heldur áfram og kornin verða...
Er það Júpíter sem skín svona skært á morgunhimninum núna?
Það er ekki Júpíter heldur Venus sem hefur skinið skært í suðaustri á morgnana undanfarnar vikur og vakið athygli margra. Sýningin nær hámarki 2.-4. desember (2018) þegar tunglið verður skammt frá í birtingu. Tunglið er sigðarlaga og minnkandi og nálgast sólina þangað til það verður nýtt föstudaginn 7. desembe...
Hvað er urðarköttur?
Orðið urðarköttur er stundum notað sem samheiti fyrir útigangskött eða villikött en í raun – eða samkvæmt þjóðtrúnni – er hann miklu hræðilegri skepna. Þar tilheyrir urðarköttur hópi óvættadýra á borð við skoffín, finngálkn, skuggabaldur og moðorm. Flest þessi furðudýr eru talin hafa orðið til á einhvern ónáttúrul...
Hvaða nöfn eru notuð á vindstigin og hver er saga íslenskra vindstigaheita?
Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mæld...