Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 455 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Banach-Tarski-þverstæðan?

Banach-Tarski-þverstæðan er setning í rúmfræði eftir stærðfræðingana Stefan Banach (1892 - 1945) og Alfred Tarski (1901 - 1983). Hún segir að hægt sé að skipta kúlu upp í endanlega marga hluta, færa hlutana til og snúa þeim án þess að breyta lögun þeirra eða stærð, og setja þá saman á nýjan leik þannig að út komi ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að ferðast fram í tímann?

Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...

category-iconFöstudagssvar

Hvað gerist ef ég tek smurða brauðsneið, festi hana við bakið á ketti og kasta honum upp í loft?

Lesendur Vísindavefsins hefur vafalaust rennt í grun að ritstjórnin sé skipuð fólki sem dreymdi einu sinni um að vinna Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til vísindanna. Það er líka alveg rétt. Hitt er svo einnig augljóst að fyrst þau vinna á Vísindavefnum er lítil von til að þessi draumur rætist. Annar raunhæfari ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru margar virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið?

Þegar spurt er hversu margar eldstöðvar séu á Íslandi kann jarðfræðingum að vefjast tunga um tönn — á til dæmis að telja einstakan gíg sérstaka eldstöð eða goshrinur eins og Kröfluelda 1974-85 eitt eða mörg eldgos. Þess vegna var kringum 1970 tekið upp hugtakið eldstöðvakerfi sem tekur til allra þeirra eldstöðva s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var íslenska stafrófinu breytt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær var íslenska stafrófinu breytt úr: (a, á) b c (d, ð) (e, é) f g h (i, í) j k l m n (o, ó) p q r s t (u, ú) (v, w) x (y, ý) z x þ æ ö -- yfir í: a, á, b, c, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, q, r, s, t, u, ú, v, w, x, y, ý, z, þ, æ, ö. Ég er m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort eru þeir sem kjósa að flytja til Íslands nýbúar eða innflytjendur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara fyrir sveitarfélög og ríkið að nota orðið nýbúar eða innflytjendur um þá sem kjósa að flytja til Íslands? Þessari spurningu er erfitt að svara. Bæði orðin eru gildishlaðin, það er þau verka neikvætt á marga og um leið má segja að þau þjóni ekki lengur tilgang...

category-iconEfnafræði

Finnst grafít á Íslandi?

Grafít (e. graphite) er annað af tveimur kristalformum kolefnis (C), hitt er demantur. Á kvarða Mohs fyrir hörku steinda er grafít mýkst, harka < 1, en demantur harðastur, harka 10. Þetta stafar af grindbyggingu steindanna tveggja, það er hvernig kolefniseindirnar raðast og tengjast saman í kristalnum (sjá mynd hé...

category-iconJarðvísindi

Hvar er mesta dýpi sjávar?

Mesta dýpi sjávar er í svokölluðum djúpálum. Djúpálar myndast á sökkbeltum þar sem úthafsfleki gengur undir meginlandsfleka eða annan úthafsfleka. Dýpsta djúpsjávarrennan er hinn svonefndi Maríana-djúpáll, um 2.550 km löng hálfmánalaga renna í vestanverðu Kyrrahafi um 200 km austur af Maríana-eyjum þar sem Kyrrah...

category-iconFornfræði

Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?

Rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus (65-8 f.Kr.) komst svo að orði að hið hertekna Grikkland hefði fangað ósiðmenntaðan sigurvegarann og fært listirnar inn í Latíumsveit (Hor. Epist. 2.1.156-7). Það má segja að Hóras, eins og skáldið er oft nefnt á íslensku, hafi að vissu leyti hitt naglann á höfuðið því gr...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?

Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...

category-iconHugvísindi

Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?

Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...

category-iconHugvísindi

Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?

Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru helstu orsakir gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi?

Gróður- og jarðvegseyðing er að mati margra fræðimanna alvarlegasti umhverfisvandi Íslendinga. Ekki er til vel rökstutt mat á því hvar mörk samfellds gróðurs lágu inn til landsins við landnám, né hve stór hluti landsins var skógi eða kjarri vaxinn. Hitt er óumdeilanlegt að hér urðu mjög snögg umskipti á gróðurfari...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur einhverjum dottið í hug að skoða erfðaefni í íslenskum skinnhandritum til að finna út hvaðan skinnin komu?

Varðveitt íslensk skinnhandrit og handritsbrot eru rétt rúmlega 1000 að tölu. Helmingur þeirra er aðeins eitt eða tvö blöð og aðeins 300 eru meira en 24 blöð. Mjög mikið hefur þar af leiðandi glatast. Allar líkur eru á að þessi handrit hafi verið framleidd hér á landi en lítið sem ekkert er vitað um það hvernig þa...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er hægt að létta átak með blökkum? Er það hægt endalaust?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna léttist átak við að "dobla" það með blökkum? Er hægt að "dobla" átak endalaust þannig að hægt sé að lyfta 100 tonnum með annarri hendi, svo dæmi sé tekið?Áhaldið sem við köllum blökk, trissu eða skoruhjól (e. pulley) er gamalt. Líta má á það sem eins konar vogarstön...

Fleiri niðurstöður